Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. oKTóBER 2019 19 Magnús Fjeldsted tók nýverið við starfi verslunarstjóra N1 í Borgar- nesi, stærstu vegasjoppu landsins. Magnús er 46 ára Borgfirðingur, búsettur í Borgarnesi, giftur Mar- gréti Ástrósu Helgadóttur, börn þeirra eru þrjú og eitt barnabarn nýlega komið í heiminn. Hann er viðskiptafræðingur og bakari að mennt og hefur m.a. starfað við Ar- ionbanka, í Geirabakaríi, við veiði- vörslu og um tíma á Skessuhorni við útgáfu ferðablaðs. Aðspurð- ur segist hann hlakka til að tak- ast á við nýtt starf. „Það er mik- ið af góðu fólki sem vinnur hér á N1 í Borgarnesi. Fólk frá nokkrum löndum með fjölbreytta reynslu og frá mismunandi menningarheim- um. Það verður gaman að kynn- ast þessu fólki og örugglega áhuga- vert.“ Aðspurður segir hann það markmið sitt og N1 að sjá til þess að viðskiptavinir fái bestu þjónustu sem hægt er að veita. „Hér ætlum við að skapa umhverfi þar sem við- skiptavinir finna að þeir séu vel- komnir og að við séum hér til að þjónusta þá. Ég mun leggja metn- að í að stöðin og umhverfi hennar verði í sem allra besta lagi, og hér verður starfsfólki uppálagt að vera meðvitað um þjónustuhlutverk sitt. Við munum bjóða því þjálfun svo þjónustan verði alltaf fyrsta flokks. Starfsfólki þarf alltaf að líða vel í vinnunni því það skynja viðskipta- vinirnir.“ Réttur dagsins er minn réttur Ekki verða gerðar miklar breyting- ar á þjónustuframboði í N1 í Borg- arnesi til að byrja með, en þó legg- ur Magnús áherslu á að fylgst verð- ur með tíðarandanum. Hann segir það markmið N1 að veita viðskipta- vinum góða og snögga þjónustu og bjóða upp á sem breiðast vöruúrval. „Við ætlum einfaldlega að verða besti valkosturinn við hringveginn. Samkeppnin hér í Borgarnesi er mikil og er alltaf að aukast. Tæki- færi N1 liggja því einkum í því að veita góða þjónustu á góðu verði. Við höfum og munum áfram leit- ast við að uppfæra vöruframboðið eftir tíðarandanum. Við erum með stærsta gólfflötinn og stærstu bíla- stæðin og getum þar af leiðandi tekið á móti stærri hópum en sam- keppnisaðilarnir.“ Aðspurður í lokin um hvort hann eigi sér uppáhaldsrétt á matseðl- inum svarar Magnús Fjeldsted: „Rikki kokkur er frábær og því er ómögulegt að velja. Réttur dagsins er minn réttur.“ mm Það er mjög heitt hérna í Níger, en núna þegar ég bý hérna og sit sveittur við að skrifa þennan pist- il þá kemur hitinn mér ekki leng- ur á óvart. Hinsvegar í sumar, þeg- ar ég sat svalur í blessaða Borgar- nesi og var að lesa mér til um Níg- er, þá kom það mér á óvart að ég væri að flytja til lands sem í alvör- unni er kallað Steikarpanna heims- ins. Kannski er lýsingin dregin af því að landið lítur ögn út á landa- korti eins og steikarpanna í Sahara eyðimörkinni, en auðvitað kemur nafnið aðallega til vegna þess að hér er oft óbærilega heitt. Ég hef, ólíkt flestum sem hér búa, aðgang að miklum lúxus sem hjálpar mér að kæla mig niður og það er að heimilið mitt er með sundlaug og loftkælingu. Þetta eru auðvitað ótrúleg forréttindi sem ég ætti alltaf að hafa í huga og vera þakklátur fyrir, en því miður er ég gleyminn og fer stundum í mínum breyskleika að kvarta. Til dæm- is koma tímabil eins og í dag þeg- ar rafmagnið virkar ekki og ég sit hér svo ógurlega sveittur og stari með biðjandi augum á rafmagns- lausu loftkælinguna. Þegar svona gerist get ég, fullur forréttinda, venjulega farið út í garð þar sem litla svala sundlaugin kemur mér til bjargar. En í dag er heimilishjálpin með slæmar fréttir, eftir storminn í nótt er sundlaugin full af einhverju grunsamlegu gruggi og mér er sagt að best sé að bíða með sundið þar til að búið sé að hreinsa þetta. Já, hér býr hvíti karlmaðurinn frá Íslandi í húsi með heimilishjálp og öryggisverði og spyr hvenær ein- hver komi til að hreinsa sundlaug- ina hans, sundlaugina við húsið í eyðirmerkurborginni. Ég ranka við mér og mig hryllir við þessari ný- lenduherratilfinningu! Kærastan var búin að segja við mig áður en ég kom hingað að við værum með fólk í vinnu á heimilinu, og að það sé víst eðlilegt og nauðsynlegt fyrir útlendinga sem flytja hingað til að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar, en mér þykir þetta samt svo skrítið. Öryggisverðirnir eru líkleg- ast nauðsynlegir í landi þar sem hryðjuverkasamtök eru að færa sig upp á skaftið, en að hafa heimilis- hjálp taldi ég nú fullmikið af hinu góða og alveg óþarft. Ég sagði með stolti við kærustuna að ég væri vel uppalinn íslenskur karlmaður og væri vanur að elda, þrífa, þvo föt og gæti vel séð um öll heimilisverk- in. Hún brosti og sagði þetta góða kosti og ég ætti endilega að hjálpa til, en að maðurinn sem væri heim- ilishjálpin okkar gerði svo miklu meira en bara hefðbundin heimilis- verk. Væri ég til dæmis tilbúinn að standa klukkutímum saman á markaðnum og prútta á hinu ýmsu tungumálum til að kaupa í matinn? Gæti ég áttað mig á innlendu skrif- finnskunni sem felst í einföldustu verkum eins og að borga rafmagns- reikninginn eða ögn flóknari verk- um eins og að finna meindýraeyði ef gat kemur í húsvegginn? Kærastan sagði að líklegast gæti ég ekki einu sinni skipt um ljósaperu hérna því sumar perur fást bara á Stóra mark- aðinum. Ég muldraði eitthvað um að ég væri nú fullorðinn maður og gæti vel farið á markaðinn og keypt ljósaperu. Það var áður en ég vissi að Stóri markaðurinn eða Grand marché er víst aðeins annað en bara Kringlan heima á Íslandi. Þetta eru yfir 4000 búðir og básar í völund- arhúsi af veggjum og tjöldum þar sem þúsundir af fólki koma saman í steikjandi hita til að prútta um allt milli himins og jarðar. Allt í góðu, að vera húshjálp er vel launuð vinna í samanburði við svo margt hérna og ekki vil ég taka atvinnuna frá þessum frábæra manni, og ég skil betur núna af hverju það er gott að vera með heimilishjálp sem veit hvernig lífið hér í Níger virkar. Það er samt svo heitt! Mig dagd- reymir um hve gott það var að vera heima á Íslandi og fara í ískalt sjó- sund með skemmtilegu fólki. Hins- vegar er hér enginn sjór bara Sa- hara eyðimörkin og áin Níger sem landið er nefnt eftir. Bíddu nú við, ég bý nú ekki langt frá ánni, kannski get ég farið og tekið smá sundsprett í ánni og kælt mig niður. Verð- ur þetta kannski eins og sjósundið heima, heilsusamleg og hressandi leið til að njóta lífsins með góðu fólki? Nei því miður, í sjósundinu heima þarf ég kannski að huga að flóði og fjöru en ef ég fer varlega þá er sundið þar í góðu í lagi. Hins- vegar er heimilishjálpin snöggur að benda mér á að hérna þurfi ég huga að flóðhestum og fjölbreyttum sníkjudýrum, og sama hvað ég fari varlega þá muni sundið hér aldrei vera í góðu lagi. Ég kinka skömm- ustulega kolli, betri er sviti en sund í þessu tilfelli, en ég vil samt fá að sjá þessa Nígerá almennilega þótt hún sé full af morðóðum flóðhest- um. Það kom loks að því að ég sá ánna almennilega. Til að fagna því að kærastan er núna að mestu búin að jafna sig á þremur malaríum, nóró- veiru og alvarlegri lungnabólgu þá fórum við á algjört draumastefnu- mót. Við lögðum af stað og keyrð- um krókaleið framhjá forsetahöll- inni, gegnum fátækrahverfi og framhjá ökrunum þar til við fund- um stað til að leggja bílnum við ár- bakkann. Vinalegur ungur maður bauð okkur far á litla bátnum sín- um og áður en ég vissi af vorum við komin út að eyju í miðri ánni þar sem búið var að byggja lítinn veit- ingastað. Með kalda drykki í hönd skáluðum við fyrir batnandi heilsu og nutum þess að horfa saman á sólsetrið. Stundin þarna var svo góð að þegar ég horfði yfir ánna þá var mér loksins alveg sama um hitann hérna í Níger, það er kannski ekki æskilegt að synda í þessari á en mik- ið ógurlega er hún falleg. Lífið er gott og það eru mikil forréttindi að fá vera hérna, en mestu forréttindin af öllu er að hafa heilsuna í lagi. Magnús Fjeldsted á kontórnum í N1 Borgarnesi. Magnús ráðinn verslunarstjóri N1 í Borgarnesi Pstiill - Geir Konráð Theódórsson Forréttindi og flóðhestar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.