Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 2019 27 Vísnahorn Þess hefur verið farið á leit að við íbúar Borg- arbyggðar gerum okkar besta til að vera jákvæð og sleppum öllu kvarti í mánuð. Þetta getur að vísu tekið aðeins á samanber limru Guðmundar Þorsteinssonar: Ekki er lukka oss lánuð. Lýðréttindi vor smánuð. Það veldur oss hryggð að í Borgarbyggð er bannað að kvarta í mánuð. Trúlega hefði Árni Gíslason sýslumaður í Skaftafellssýslu ekki sloppið alveg án áminningar í þeim kvartlausa mánuði þegar hann orti um séra Gísla Thorarensen: Veit ég ekki verra fól vera í heimsbyggðinni. Andskotinn er eins og sól hjá illmennskunni þinni. Júlíus Friðriksson orti um ónefndan mann og veit ég svosem ekki hvort hann hefði sloppið við áminningu heldur: Illa kominn er til manns, andinn sljór og minnið. Hert í eldi andskotans innrætið og sinnið. Og Guðni Þorsteinsson kvað um einhvern fróman og sannleikselskandi einstakling: Margir ljúga helst til hratt, haft er það í minnum, en vilja reyna að segja satt svona stöku sinnum. Það fer nú samt þannig að flest fáum við álíka langa gröf á endanum og trúlega verður gróðurmoldin úr okkur svipaðs eðlis samanber Bjarna frá Gröf: Ýmsir gjöra allt til meins, aðrir guði þjóna. En moldin verður alveg eins úr öðlingi og róna. Og á svipuðum nótum segir Káinn gamli: Bregða ljóma á lífsins strönd ljóssins gjafir bestar. Sömu blómum, sama hönd sáir á grafir flestar. Þetta stuðlaða ljóðform okkar Íslendinga á sér ýmsar birtingarmyndir og þar á meðal hringhenduna „með innrími og allt“. Björn Leví Gestsson hampar henni að vonum: Hugann yngir að ég ber ást á hringhendunni. Hún óþvinguð þykir mér þæg og slyng í munni. og á svipuðum nótum yrkir Andrés Björns- son: Þótt virðum slyngum vísa ný verði kring á munni, ekki syngur eins í því og í hringhendunni. og ætli megi ekki ráða af líkum að þessi sé ættuð úr Austur Húnavatnssýslu: Ekki grand ég efa það um sig vandi grefur, voða stand mér víkur að, vaxið Blanda hefur. Þessi mun hinsvegar ættuð úr Miðfirði en ekki veit ég um höfund svo að ég þori að nefna: Verði grýtt í götunni. Gangirðu eftir broti. Verði skreipt á skötunni skrepptu að Hnausakoti. Hinir ýmsustu gjaldmiðlar veraldarinnar eru að sjálfsögðu allir verðmætir en þó mis- verðmætir innbyrðis. Einhverra hluta vegna virðist það þó gjarnan meiri frétt þegar til dæmis íslenska krónan fellur gagnvart doll- aranum en þegar dollarinn hækkar gagn- vart krónunni. En hvað veit ég svosem. En um einhvern ágætan eðalkrata kvað Rósberg Snædal: Frændum sínum fylgispakur var fékk því snemma vist með Erlings hundum. Alltaf þó af öðrum krötum bar eins og dollari af sterlingspundum. Hákon Aðalsteinsson bjó sín seinni ár að Húsum eða Brekkugerðishúsum í Fljótsdal og stundaði þar skógrækt sem er lítið arðsam- ari búgrein en sauðfjárrækt og er þá langt til jafnað. Eitt sinn komu stjórnarmenn Fram- leiðnisjóðs til Hákonar og voru þá leystir út með limru: Oft fylgir sultur og seyra sjálfsþurftarbúskapargeira. Framleiðnisjóður er fólkinu góður. -En mætti þó úthluta meira. Líklega hefur verið fremur kalt í veðri þeg- ar Ásmundur Guðmundsson frá Auðsstöðum orti þessa: Frammi í dalnum mjög er myrkt, magnast kvöldsins skuggar, útsýnið er öllum byrgt. Ísi lagðir gluggar. Trúlega hefði honum ekkert veitt af að fá kaffi til að ylja sér sem var þó munaðarvara nokkuð fram á síðustu öld. Fjárhagur flestra var með þeim hætti að allt sem kostaði pen- inga varð að spara. Hvort sem var kaffi eða annað aðkeypt. Ekki veit ég um höfund að þessari en hann hefur samt greinilega langað í kaffi. Hvort sem hann hefur getað látið það eftir sér eða ekki: Misjöfn eru manna völd. Minn er þankinn stríður. Ég vil hafa kaffi í kvöld hvað sem öðru líður. Þorvaldur Jósefsson sem nú er nýlátinn eignaðist ungur rauðan hest sem hann kallaði Skussa og taldi hafa verið með sínum bestu hestum. Þau urðu örlög Skussa að brenna inni eða kafna af reyk þegar kviknaði í hesthúsi en löngu seinna urðu þessar til hjá Valda: Gamla Rauð ég muna má. Mér hann skemmti að vonum. Skyldi ég aldrei aftur fá annan líkan honum. Er hann rennur gróna grund geislar streyma hlýju þá ég löngu liðna stund lifi upp að nýju. og um vorkvöld á liprum fola á ferð með Grími á Veggjum: Enginn vekur að því gaum, andar ljúft um vanga, læt ég nú við lausan taum litla folann ganga. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Þá ég löngu liðna stund - lifi upp að nýju Vetrarfrí í grunnskólum eru gjarn- an á þessum tíma árs og voru krakk- ar á Akranesi í fríi dagana 17.-21. október sl. Ýmislegt var í boði fyrir krakkana á Akranesi og fjölskyldur þeirra þessa daga, eins og ratleik- ur, opnir tímar hjá íþróttafélögum, námskeið í að lita á poka og boli í Smáprenti og margt fleira. Það voru kátir krakkar með fataliti að gera listaverk á taupoka í Smáprenti á fimmtudagsmorgun þegar blaða- maður stakk þar inn nefinu. Gátu krakkarnir ráðið hvort þeir fengju poka sem búið var að prenta mynd- ir á eða hvort þeir fengju myndir á pappír til að teikna í gegn á pokana eða hvort þau vildu gera sín eigin listaverk á þá. Útkoman var mjög fjölbreytt og skemmtileg. Að nám- skeiðinu loknu fóru allir heim með litríka og flotta poka. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta til- efni. arg Litað á poka í vetrarfríi Allir á fullu að lita á pokana sína. Það þarf að vanda vel valið á litunum. Hér er Alexandra að teikna myndina í gegn. Einhyrningar voru vinsælir. Ásta Vordís teiknaði þessa mynd sjálf og litaði hana svo á pokann sinn. Hér er Díana Rós að skrifa nafnið sitt á poka með litríkum stöfum. Þessar vinkonur gerðu mjög litríka og fallega poka. Að námskeiðinu loknu fengu krakkarnir allir glaðning með sér heim.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.