Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 2019 15
Drög að samgönguáætlun fyr-
ir tímabilið 2020-2034 hafa ver-
ið birt í samráðsgátt stjórnvalda
til umsagnar. Um er að ræða upp-
færða og endurskoðaða sam-
gönguáætlun til fimmtán ára á
grunni þeirrar sem samþykkt var
á Alþingi síðasta vetur. Einnig er
kynnt uppfærð aðgerðaáætlun fyr-
ir fyrsta tímabilið 2020-2024. Sig-
urður Ingi Jóhannsson samgöngu-
ráðherra kynntu áætlunina á fundi
síðastliðinn fimmtudag. Nú fá allir
sem kjósa svo tækifæri til að senda
inn umsagnir eða ábendingar en
frestur til að skila þeim rennur út
31. október næstkomandi. Í sam-
gönguáætluninni er sérstök áhersla
lögð á að flýta framkvæmdum inn-
an tímabilsins frá því sem áður var
og stefnt að innheimtu veggjalda.
Einnig eru nýjar stefnur kynntar
um flug á Íslandi og almennings-
samgöngur milli byggða.
Mest til vegagerðar
Bein framlög til samgöngumála
nema alls tæpum 633 milljörð-
um króna á fimmtán ára tímabili
samgönguáætlunar. Til vegagerð-
ar falla tæpir 560 milljarðar, um
37 milljarðar renna til flugvalla og
flugleiðsögu, rúmir 14 milljarðar
til hafnamála, rúmir 19 milljarð-
ar í stjórnsýslu, öryggis og eftirlits
og rúmir 2,5 milljarðar til Rann-
sóknarnefndar samgönguslysa.
Unnið verður að framkvæmd-
um til að aðskilja akstursstefnur
frá höfuðborgarsvæðinu að Borg-
arnesi, austur fyrir Hellu og að
Leifsstöð. Helstu framkvæmd-
ir sem flýtt verður á Vestursvæði
eru uppbygging aðskildra akst-
ursstefna Akrafjallsvegur-Borgar-
nes, sem áætlað er að ljúka á 2. og
3. tímabili samgönguáætlunar, en
áætlaður kostnaður við verkið er
um 8 milljarðar króna. Þá verður
á fyrsta tímabili áætlunar lokið við
Dynjandisheiði en verkið kostar
um 5,8 ma. kr. Loks verður Bíldu-
dalsvegur-Vestfjarðavegur klárað-
ur á öðru tímabili áætlunarinnar
og kostar það 4,8 ma. kr.
Framkvæmdum flýtt
Við endurskoðun fjármálaáætl-
unar síðasta vor var samþykkt að
auka framlög til vegagerðar um-
talsvert. Þeim fjármunum er m.a.
ráðstafað í aukin framlög til ný-
framkvæmda, viðhalds vega og
þjónustu. Framlögin hækka um
4 milljarða á ári á tímabilinu
2020-2024 frá því sem áður var.
Fjölmörgum framkvæmdum verð-
ur flýtt á tímabili áætlunarinnar
með sérstakri áherslu á að bæta
umferðaröryggi og tengingar milli
byggða. Á tímabilinu verður fram-
kvæmdum, sem í heild eru metnar
á um 214,3 milljarða króna, flýtt.
Þar af eru framkvæmdir fyrir um
125,5 milljarða króna utan höfuð-
borgarsvæðisins og 88,8 milljarða
króna í samræmi við samgöngu-
sáttmála höfuðborgarsvæðisins.
Í samgönguáætlun eru kynnt
áform um helstu verkefni sem geta
hentað vel fyrir samvinnuverkefni
(PPP) ríkis og opinberra aðila en
slík fjármögnun getur flýtt mörg-
um verkefna samgönguáætlunar.
Sérstök jarðgangaáætlun er kynnt
en þar er gert ráð fyrir að fram-
kvæmdir við Fjarðarheiðargöng
hefjist þegar á árinu 2022. Bein
fjármögnun ríkisins í samgöngu-
sáttmála höfuðborgarsvæðisins er
staðfest í samgönguáætluninni.
Sáttmáli ríkis og sex sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu felur í sér
sameiginlega sýn og heildarhugs-
un fyrir fjölbreyttar samgöngur á
svæðinu og eiga að kosta um 120
milljarða króna.
Gjaldtaka í öll jarðgöng
Sérstök jarðgangaáætlun birt-
ist nú í samgönguáætlun. Miðað
er við að jafnaði sé unnið í ein-
um göngum á landinu á hverjum
tíma og þannig leitað fyrirmyndar
frá Færeyjum. Gert er ráð fyrir að
framkvæmdum við Dýrafjarðar-
göng ljúki árið 2020. Þá er miðað
við að flýta upphafi framkvæmda
við Fjarðarheiðargöng þannig að
þær hefjist árið 2022 eða talsvert
fyrr en áður hefur verið ráðgert.
Fjarðarheiðargöng eru sett í for-
gang, í samræmi við niðurstöðu
verkefnishóps um jarðgangakosti
á Austurlandi. Gert er ráð fyrir
að verkefnið muni klárast á gild-
istíma áætlunarinnar. Í kjölfar-
ið hefjast framkvæmdir á göngum
milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarð-
ar og síðan frá Mjóafirði til Norð-
fjarðar og þannig verði komið á
hringtengingu á svæðinu. Gert er
ráð fyrir því að framlög af sam-
gönguáætlun standi undir helm-
ingi framkvæmdakostnaðar jarð-
ganga. Þá er stefnt að því að gjald-
taka af umferð í jarðgöngum á Ís-
landi standi undir hinum helmingi
kostnaðar við framkvæmdir en
einnig að sú innheimta muni fjár-
magna rekstur og viðhald gang-
anna að framkvæmdum loknum.
Þannig má gera ráð fyrir því að
gjaldtaka hefjist til dæmis að nýju í
Hvalfjarðargöngum.
Veggjöld greiði
helming
Í samgönguáætluninni er lögð enn
meiri áhersla en áður á að auka
samvinnu milli hins opinbera og
einkaaðila við að hraða uppbygg-
ingu framkvæmda, sem í senn
auka umferðaröryggi og eru þjóð-
hagslega hagkvæm. Nokkrar stærri
framkvæmdir eru tilgreindar sem
hentugar í slík samvinnuverkefni
svo sem Sundabraut og tvöföldun
Hvalfjarðarganga. Framkvæmdir
sem bjóða upp á vegstyttingu og
val um aðra leið koma einnig til
greina eins og ný brú yfir Ölfusá
og jarðgöng um Reynisfjall/lág-
lendisvegur um Mýrdal. Að end-
ingu er einnig stefnt að því að
einstaka framkvæmdir verði fjár-
magnaðar að hluta með þessum
hætti eins og ný brú yfir Horna-
fjarðarfljót og vegur yfir Öxi.
Landsmenn eru hvattir til að
kynna sér Samgönguáætlun í heild
sinni inni á samráðsgátt stjórn-
valda. Athygli vekur að stuttur
tími er gefinn til að koma með at-
hugasemdir, en frestur rennur út
um mánaðamótin.
mm/ Ljósm. Kolbrún
Ingvarsdóttir.
DAGAR
FRAMKVÆMDA
24. okt.– 2. nóv.
Nú erum við í framkvæmdaskapi!
Komdu við og græjaðu útihúsið fyrir veturinn.
Fimmtán ára samgönguáætlun komin í kynningu
Gert ráð aðskildum akreinum og að veggjöld standi undir helmingi kostnaðar
Síðasti opnunardagur Kaffi Em-
ils í Grundarfirði verður næstkom-
andi föstudag, 25. október. Undan-
farin þrjú og hálft ár hafa mæðg-
urnar olga Sædís Aðalsteinsdótt-
ir og Elsa Fanney Grétarsdóttir átt
veg og vanda að rekstri kaffihúss-
ins, með aðstoð eiginmanna sinna,
þeirra Grétars Höskuldssonar og
Markúsar Inga Karlssonar. Blaða-
maður hitti olgu að máli síðastlið-
inn fimmtudag. Hún sagði að nú
hefðu þrjú af fjórum snúið sér að
öðrum verkefnum. Hún hafi rekið
kaffihúsið áfram undanfarin misseri
en tekið ákvörðun um að föstudag-
urinn 25. október yrði síðasti dag-
urinn sem opið verður á Kaffi Emil.
„Þetta hefur gengið vel alla tíð og
aðsóknin verið góð. Við höfum ver-
ið einstaklega heppin með starfs-
fólk og þetta hefur verið óskaplega
skemmtilegt,“ segir olga. „Alla tíð
höfum við haft listaverk til sýn-
is og sölu og fallegt handverk eftir
heimafólk, sem og haldið reglulega
tónleika á kaffihúsinu. Þeirri stefnu
héldum við alla tíð og erum stolt af
því,“ bætir hún við.
Spurð hvað taki við kveðst hún
auðvitað aðeins getað svarað fyrir
sjálfa sig. Fjölskyldan rekur einnig
María Apartments í Grundarfirði
og hafa verið uppi hugmyndir um
að bæta við annarri íbúð á neðri
hæð hússins, eða öðru ferðatengdu,
þar sem leigjandi að hluta neðri
hæðarinnar er á förum. „Nú leggst
ég undir feld og velti fyrir mér hver
verða næstu skref hjá mér, en ég
get lofað því 100% að það verður
eitthvað ferðaþjónustutengt,“ segir
olga að endingu.
kgk
Mæðgurnar Olga Sædís Aðalsteinsdóttir (t.h.) og Elsa Fanney Grétarsdóttir.
Ljósm. úr safni/ kgk.
Síðasti opnunardagur
Kaffi Emils á föstudag