Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 20196
Fangelsi fyrir
sviptingarakstur
VESTURLAND: Karlmaður
var í Héraðsdómi Vesturlands
mánudaginn 14. október sl.
dæmdur í 30 daga fangelsi fyr-
ir að aka bifreið sviptur ökurétt-
indum eftir Esjubraut á Akra-
nesi 9. júní 2019. Fram kemur
í dómnum að samkvæmt saka-
vottorði hafi maðurinn hlot-
ið einn dóm frá árinu 2014 og
sjö sinnum gengist undir við-
urlög lögreglu og fyrir dómi.
„Með brotum sínum nú hefur
ákærði í þriðja sinn gerst sekur
um akstur sviptur ökurétti. Að
öllu virtu þykir refsing ákærða
hæfilega ákveðin 30 daga fang-
elsi,“ segir í dómi Héraðsdóms
Vesturlands. Engan sakarkostn-
ar leiddi af rannsókn málsins og
rekstri þess. -kgk
Fleiri vilja léttvín
og bjór í búðir
LANDIÐ: Meiri stuðningur en
mótstaða er meðal Íslendinga
við sölu léttvíns og bjórs í mat-
vöruverslunum. Þetta kemur
fram í nýrri könnun sem Mask-
ína framkvæmdi. Þar kem-
ur fram að mótstaða við sölu á
sterku áfengi í matvöruverslun-
um er hinsvegar töluvert meiri.
Lítil breyting er á afstöðu frá
síðustu mælingu. Rúmlega 44%
eru hlynnt sölu á léttvíni og bjór
í matvöruverslunum en rúm-
lega 40% eru andvíg. Þeir sem
eru andvígir sölu á sterku áfengi
í matvöruverslunum eru hins-
vegar rúmlega 67% en aðeins
18% eru hlynnt. -mm
Allt of hratt
VESTURLAND: Töluvert
mikið af umferðamálum kom
inn á borð Lögreglunnar á
Vesturlandi í vikunni sem
leið, bæði við almennt um-
ferðareftirlit og eins í gegn-
um eftirlit með ómerktum
myndavélabíl, sem og hraða-
myndavélum. Hraðakstur er
áfram mjög áberandi í um-
dæminu, að sögn aðstoðar-
yfirlögregluþjóns. Grófasta
dæmið um hraðakstur þessa
vikuna varð að kvöldi þriðju-
dagsins 15. október, þeg-
ar ökumaður í Borgarnesi
var stöðvaður á 70 km/klst.
þar sem leyfilegur hámarks-
hraði er 30 km/klst. Auk þess
reyndist viðkomandi ekki
hafa ökuskírteini meðferðis.
Að frádregnum vikmörkum
hraðamælingarinnar var við-
komandi kærður fyrir að aka
um fyrrnefndan kafla á 67
km/klst. Var hann sektaður
um 100 þúsund krónur fyr-
ir hraðakstursbrot og fyrir að
hafa ekki ökuskírteini með-
ferðis, auk þess sem hann
hlýtur þrjá punkta í ökufer-
ilsskrá. Þá segir lögregla all-
nokkra hafa verið sektaða
fyrir að aka á milli 50 og 60
km/klst. þar sem hámarks-
hraði er 30 km/klst., en úti á
þjóðvegi sé allt of algengt að
stöðva ökumenn á milli 120
og 130 km/klst. hraða.
-kgk
Olíuskip losn-
aði frá bryggju
HVALFJ: olíuskipið Torm
Venture var bundið við
bryggju við Miðsand í Hval-
firði á mánudaginn, en skipið
flutti olíu á geymslutankana
þar. Í norðan roki um morg-
uninn vildi hins vegar ekki
betur til en svo að landfest-
ar losnuðu og byrjaði skipið
að reka frá bryggju með olíu-
leiðsluna tengda í land. Litlu
mátti muna að illa færi og
mengunarslys hefði orðin,
en það var áhöfnin á drátt-
arbátnum Magna frá Faxa-
flóahöfnum sem náði að ýta
skipinu að bryggju og festa
landfestar að nýju. Magni
var til öryggis í Hvalfirði þar
til tæmingu lauk úr skipinu.
-mm
Bíll rann á hús
óhapp varð í Búðardal um
kaffileytið á þriðjudaginn í
síðustu viku þegar mannlaus
bíll rann á hús við Stekkjar-
hvamm. Bíllinn rann mann-
laus frá einu heimili og á hús
nágranna. Engin slys urðu á
fólki, en bíllinn er skemmdur
og tjón varð á húsinu sömu-
leiðis.
Bragi Þór Svavarsson hefur ver-
ið ráðinn skólameistari Mennta-
skóla Borgarfjarðar. Hann tekur við
starfinu 1. janúar næstkomandi. Í
tilkynningu frá stjórn skólans kem-
ur fram að Bragi Þór lauk prófi frá
kennaradeild Háskólans á Akureyri
árið 1999 og meistaraprófi í forystu
og stjórnun frá Háskólanum á Bif-
röst árið 2017. Hann hefur starf-
að hjá Íslandsbanka frá árinu 2007,
fyrst um fjögurra ára skeið sem
þjónustustjóri en frá árinu 2011
sem breytingastjóri og deildarstjóri
í tækniþjónustu bankans. Áður var
Bragi Þór kennari við Grunnskól-
ann á Varmalandi og síðan vefstjóri
og umsjónarmaður kennslukerf-
is við Háskólann á Bifröst um sex
ára skeið.
Bragi Þór er kvæntur Hrafnhildi
Tryggvadóttur, verkefnastjóra á
umhverfis- og skipulagssviði Borg-
arbyggðar og eiga þau þrjár dæt-
ur en fjölskyldan býr í Borgarnesi.
Bragi Þór hefur á undanförnum
árum talsvert komið að íþrótta- og
ungmennastarfi og er sambands-
stjóri UMSB. Bragi Þór var valinn
úr hópi níu umsækjenda en ráðgjaf-
ar- og ráðningarfyrirtækið Intel-
lecta hafði umsjón með ráðningar-
ferlinu. mm
Lagning ljósleiðara um Skorradal
er nú vel á veg komin, en verkið
hófst vorið 2018. Búið er að tengja
flesta bæi í sveitinni, auk nokkurra
bæja í Andakíl. Sökum þess hve
skógurinn er þéttur við veginn á
móts við Stálpastaði var brugðið
á það ráð að draga leiðarann yfir
vatnið frá landamerkjum Haga og
Vatnshorns. Var prammi fluttur á
vatnið og samhliða ljósleiðaranum
var sterkt tóg fest við glerþráðinn.
Gekk verkið vel í blíðskaparveðri
um helgina. Komið var í land fyrir
vestan bæinn á Háafelli. Nú verð-
ur hægt að leggja þráð í sumar-
húsahverfið í Fitjahlíð og að Fitj-
um.
Að sögn Péturs Davíðssonar á
Grund býðst öllum lögbýlum og
eigendum sumarbústaða að tengj-
ast lögninni. Töluvert er um að
menn kaupi aðgang, einkum þó
eigendur nýlegri og stærri sum-
arhúsa. Ekki er byrjað að leggja
þráðinn um sjálf sumarhúsahverf-
in, en það verk hefst næsta sumar,
að sögn Péturs. mm
Ljósleiðaranum komið fyrir í prammanum áður en siglt var yfir vatnið.
Ljósm. Pétur Davíðsson.
Ljósleiðari dreginn yfir Skorradalsvatn
Bragi Þór ráðinn skólameistari
Menntaskóla Borgarfjarðar