Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 201918 Sóley Rós Þórðardóttir er dótt- ir þeirra Ingibjargar Jóhannsdótt- ur frá Ási í Laxárdal í Dölum og Þórðar Svavarssonar frá Búðardal á Skarðsströnd. Sóley fæddist heima í stofunni í Búðardal á Skarðsströnd. „Það er pínu fyndin saga því pabbi minn og báðir afar mínir fæddust í þessari sömu stofu. En ég var á mik- illi hraðferð í heiminn,“ segir Sóley þegar Skessuhorn ræddi við hana í liðinni viku. Sóley ólst upp á Mið- brautinni í Búðardal þar sem hún gekk í grunnskóla. Eins og mörg ungmenni úti á landi þurfti hún að fullorðnast hratt og flytja að heim- an aðeins 16 ára gömul til að fara í framhaldsskóla. Hún fór í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi og bjó þar á heimavistinni. Hún tók eitt ár á almennri námsbraut áður en hún hélt til Reykjavíkur í kokk- anám. Ætlaði að læra snyrtifræði „Maður getur bara verið í eitt ár á almennri braut en svo þurfti ég að ákveða hvað ég vildi læra. Það hafði alltaf verið draumur hjá mér að verða snyrtifræðingur, bara al- veg frá því ég var pínulítil.“ Sóley ákvað því að kynna sér snyrtifræði- námið en sá fljótlega að líklega væri það ekki nám fyrir hana. „Þegar ég fór að kynna mér þetta betur komst ég að því að ég þyrfti að læra fót- snyrtingu og ég er með rosalega fó- bíu fyrir tám. Þetta var því einfald- lega útilokað fyrir mig,“ segir hún og hlær. Hugurinn snérist þá yfir í matreiðsluna. „Ég var samt aldrei þetta barn sem var alltaf að elda eða baka, bara alls ekki. Ég hef ekki hugmynd hvaðan þessi hugmynd mín kom, að gerast kokkur. Ætli mér hafi ekki bara fundist eitthvað kúl við það,“ segir hún. Næsta skref var að sækja um að komast í prufu á Vox restaurant, sem nú heitir Vox Brasserie & bar og er veitingastað- ur á Hilton hóteli í Reykjavík. „Ég fór með strætó suður og fór í prufu í nokkra klukkutíma og í strætó á leiðinni til baka ákvað ég að skrá mig í kokkanámið. Þremur mánuð- um síðar var ég farin að vinna sem nemi á Vox,“ segir Sóley. Kynntist Árdísi Kokkanámið er sett þannig upp að námið fer að mestu fram sem starfsnám á veitingastöðum og eru aðeins tvær annir kenndar í skóla. „Þetta eru fjögur ár samtals og ég tók fyrstu þrjú árin á Vox og fór svo í skólann síðasta árið,“ útskýr- ir Sóley. Á Vox kynntist Sóley Ár- dísi Evu Bragadóttur sem í dag er hennar besta vinkona og viðskipta- félagi. Árdís ætlaði sér ekki heldur að verða kokkur. Hún hafði unnið hjá Flugfélaginu í tvö ár en stefndi á að fara í háskólanám. „Ég hafði mjög gaman af bakstri og var að gæla við að gerast bakari eðe kondi- tori þegar vinkona mín sem ég vann með spyr af hverju ég fer ekki bara í MK í kokkanám? Ég hafði ekkert hugsað út í það en eftir því sem ég hugsaði meira um þetta fannst mér það frábær hugmynd fyrir mig því þar lærir maður bæði að baka og elda,“ segir Árdís. Hún sótti um á Hilton hóteli og byrjaði námið þar, eins og Sóley, en þær voru samstíga í náminu allt frá upphafi þrátt fyr- ir að hafa ekki kynnst fyrr en ári eftir að þær hófu nám. „Við vor- um báðar að vinna þarna á Hilton en á sitthvorri vaktinni svo við hitt- umst aldrei. Við vorum einu stelp- urnar sem vorum nemar þarna og ég var forvitin um hver þessi stelpa væri á hinni vaktinni,“ segir Árdís. Eftir eitt ár kynntust þær loksins og hafa verið bestu vinkonur síðan. „Við erum þekktar fyrir það í þess- um bransa að vera alltaf saman, þú nærð okkur ekkert í sundur,“ seg- ir Sóley og hlær. „Þegar þú hittir einhvern sem nær þér svona vel og maður treystir og vinnur svona vel með þá sleppir maður því ekki. Við erum með sama áhugamálið, sömu stefnuna og hugsum eins,“ bætir Árdís við. Tóku að sér kokkastarf í veiðihúsum Eftir útskrift úr náminu í desemb- er 2016 ákváðu Sóley og Árdís að prófa eitthvað nýtt og sóttu um að vera kokkar í veiðishúsunum við Hofsá og Selá í Vopnafirði. Þær voru þar sumarið 2017 hvor í sínu veiðihúsinu. „okkur langaði bara að hoppa í djúpu laugina og treysta á okkur sjálfar, elda sjálfar ekki með neina yfirmenn,“ segir Sóley. Eftir sumarið var þeim báðum boðið að koma aftur á Hilton, Sóleyju sem vaktstjóra á veitingastað hótelsins og Árdísi sem kokkur í veislueld- húsinu sem sér um alla viðburði á hótelinu. „Þarna vorum við aftur komnar saman á Hilton en á sitt- hvorri hæðinni en við börðumst samt alveg fyrir að fá að vinna sam- an,“ segir Sóley og hlær. Eftir eitt ár á Hilton ákváðu þær að skrá sig í meistaranám sem þær hófu haust- ið 2018 og samhliða því unnu þær enn á Hilton. „Í febrúar á þessu ári ákváðum við að það væri kominn tími til að gera eitthvað nýtt svo við hættum á Hilton. Kokkar eru yfir- leitt alltaf á hreyfingu og ekki of lengi á sama stað og það var bara kominn tími fyrir okkur, enda bún- ar að vera þarna í næstum sex ár,“ segir Sóley. Moon veitingar Í maí á þessu ári útskrifuðust þær vinkonur úr meistaranáminu og fóru í kjölfarið að huga að næstu skrefum. Þær ákváðu að taka ann- að sumar í veiðihúsi og fóru saman í veiðihúsið við Hítará. Þar ákváðu þær að fara saman í rekstur og stofnuðu Moon veitingar. „Við fór- um bara mjög hægt af stað og byrj- uðum á að opna Instagram fyrir fyr- irtækið okkar, sjá hvernig gengi að fá fylgjendur. Við höfum mest verið að nota samfélagsmiðla til að koma okkur á framfæri en stefnum á að fara enn lengra og skoða að aug- lýsa okkur meira. Við tókum svo að okkur þrjú brúðkaup í sumar, reyndar allt brúðkaup í fjölskyld- unni minni,“ segir Sóley og hlær. „Það gekk mjög vel og við erum núna búnar að vera að skipuleggja hvernig veisluþjónustu við ætlum að bjóða uppá,“ bætir hún við. „Það sem við erum helst að gera núna er að baka og selja vinsælar smákök- ur eins og sörur, lakkrístoppa og súkkulaðibitasmákökur fyrir jólin. Við leggjum mikið upp úr gæðum og að skila vörunni fallega frá okk- ur. Við notum alltaf hágæða hráefni og öskjurnar sem við notum und- ir kökurnar eru hannaðar af okkur og umhverfisvænar úr pappír og við skreytum þær sjálfar,“ segir Árdís. „Við viljum að þetta sé persónulegt og fallegt,“ bætir Sóley við og Árdís tekur undir það. Makkarónurnar stjarna fyrirtækisins Spurðar hvernig veitingar þær bjóða upp á hjá Moon veitingum segja þær möguleikana í raun vera endalausa. Þær hafa þó fram til þessa mest verið með pinnamat og kökur. „okkar markmið er að vinna með kúnnanum og verða við þeim óskum sem hann hefur. Hjá okkur kaupir fólk ekki einhverja fyrirfram mótaða pakka heldur kemur það með óskir og við græjum það. Við getum boðið upp á pinnamat, kök- ur, mat og í rauninn bara hvað sem er, „The sky is the limit“ og við vilj- um fyrst og fremst að þjónustan sé persónuleg,“ segir Sóley. „Makka- rónurnar hjá okkur eru samt vin- sælastar, þær eru eiginlega eins og stjarna fyrirtækisins. Sóley er ótrú- lega góð í að gera makkarónur og hún kenndi sér þetta eiginlega bara sjálf þegar hún vann á Hilton. Þær eru alveg frábærar,“ segir Árdís. „Við erum einmitt að bjóða upp á að koma með svona makkarónut- urna í veislur og þá einmitt sjáum við alveg um það, gerum makka- rónurnar og komum með turnana og setjum þetta alveg upp. Það skiptir bara máli fyrir okkur að gera allt eins vel og við getum og veita þjónustu alveg upp á tvöhundruð,“ segir Sóley að endingu. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fá Moon veitingar til að sjá um veisl- una er hægt að hafa samband við þær Sóleyju og Árdísi á netfangið moonveitingar@gmail.com Þá get- ur fólk einnig fundið þær á Facebo- ok og Instagram. arg/ Ljósm. úr einkasafni. Ung Dalakona stofnaði veisluþjónustuna Moon veitingar Rætt við kokkana Sóleyju Rós og Árdísi Evu Sóley Rós til vinstri, Árdís Eva og lengst til hægri er Lilja Hrund Jóhannsdóttir vinkona þeirra, kokkur og eigandi Sker res- taurant í Ólafsvík. Sóley Rós einbeitt í eldhúsinu. Makkarónurnar eru vinsælastar hjá Moon veitingum. Verið að mynda veitingar fyrir sam- félagsmiðla. Hægt er að panta jólakökur frá Moon veitingum. Hér eru gómsætar sörur í boxi. Lakkrístopparnir eru vinsælir. Súkkulaðibitakökurnar í boxi en allar umbúðir eru umhverfisvænar úr pappír.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.