Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 201910 Á fundi í byggðarráði Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag var kynnt greining Arionbanka á árs- reikningum sveitarfélaga fyrir árið 2018. Þar kemur fram að Borgar- byggð er annað tveggja sveitar- félaga sem eru hástökkvarar árs- ins að mati bankans. „Ársreikning- ar þeirra sveitarfélaga sem hafa yfir 1500 íbúa voru teknir til skoðun- ar. Greiningardeild bankans hefur skilgreint veikleikaviðmið gagnvart 22 kennitölum í þessari samantekt. Einungis eitt veikleikamerki var til staðar hjá Borgarbyggð í einkunna- gjöf bankans í þessari yfirferð. Það var að fjárfesting var of lág að mati hans. Borgarbyggð var í hópi þeirra sveitarfélaga sem höfðu næst fæst veikleikamerki en fimm sveitarfé- lög höfðu ekkert veikleikamerki og fjögur voru einungis með eitt,“ seg- ir í bókun ráðsins um skýrslu Ar- ionbanka. mm Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi héldu fjóra kynningarfundi á Vesturlandi í síðustu viku þar sem vegamál og umferðaröryggi var til umræðu. Fundirnir voru haldn- ir í Stykkishólmi, Búðardal, Borg- arnesi og Hvalfjarðarsveit. Á þeim hélt ólafur Guðmundsson ráð- gjafi erindi en hann hefur um ára- bil annast EuroRap öryggismat á vegakerfinu hér á landi. Kynnti hann nýlega úttekt sína á gæðum, kostum og göllum, vegakerfisins á Vesturlandi. Sóknaráætlun Vestur- lands stóð straum af kostnaði við úttektina í landshlutanum, en farið var í þessa vinnu að áeggjan Sturlu Böðvarssonar fyrrum þingmanns, bæjarstjóra og samgönguráðherra. Páll S Brynjarsson framkvæmda- stjóri SSV taldi að með úttekt ólafs væri nú komið gagnlegt tæki til að hafa með í farteskinu þegar rætt verður við fjárveitingavaldið og Vegagerðina um brýnar aðgerðir í samgöngumálum á Vesturlandi. Nú litið á umferðarslys sem heilbrigðisvanda- mál Í upphafi gat ólafur þess að áhugi hans fyrir umferðaröryggi hafi kviknað þegar hann tók þátt í rallý- keppnum á árum áður. Í slíkum keppnum skiptir hraði, tækni og gæði vega miklu máli. Almennt sagði hann að ótrúlegur fjöldi fólks slasist eða deyi í umferðinni. Sagði hann að árið 2010 hafi 1,3 milljón- ir jarðarbúa látist í umferðarslys- um og tugir milljóna að auki slasast og væru umferðarslys þriðji stærsti áhættuþáttur í ótímabærum slys- um og dauðsföllum. Því væri bætt umferðaröryggi gríðarlega mikið hagsmunamál, hér sem annarsstað- ar. Nú, tæpum tíu árum síðar, sagði hann búið að stöðva þessa þró- un í fjölgun ótímabærra umferðar- slysa. Það væri gert með betri um- ferðarmannvirkjum. Nefndi hann að hér á landi hafi heilbrigðisráð- herra í fyrsta skipti mætt á fund um umferðaröryggismál árið 2011, en fram að því hafi ekki verið litið á umferðarslys sem heilbrigðisvanda- mál. Fagnaði hann því að sá hugs- unarháttur hefur breyst. ólafur sagði Ísland nú vera fullt af erlendum ferðamönnum sem ækju bílaleigubílum við aðstæður sem þeir þekktu lítt eða ekkert til. Slysum færi af þeim sökum fjölg- andi hér á landi, ekki síst yfir vetr- artímann. Nefndi hann að vetrar- umferð á milli Keflavíkur og Seyð- isfjarðar hefur aukist um 185% á fimm árum. Engu að síður skorti verulega upp á vetrarþjónustu á vegum sem ekki spilaði í takti við aukna umferð. Hátt hlutfall malarvega Við gerð skýrslu um ástand vega á Vesturlandi ók ólafur um flesta vegi í landshlutanum, myndaði og skráði út frá öryggi, gæðum, um- ferð, slysatíðni og öðrum þáttum. Þannig er nú til myndskreyttur gagnagrunnur um alla helstu vegi, brýr og önnur mannivirki. Hann segir að margt megi lagfæra án mikils tilkostnaðar. Nefndi hann sem dæmi vitlaust staðsett bæj- ar- og upplýsingaskilti sem mörg birgðu sýn þeirra sem aka út á stofnvegi. Fram kom hjá ólafi að 41% þeirra vega sem hann kort- lagði á Vesturlandi eru malarveg- ir, einungis Norðurland vestra hef- ur hærra hlutfall þeirra. Hann tók þó fram að vegir á Vesturlandi eru alls um 1400 kílómetrar en úttekt- in náði til 1140 km þannig að hann sleppti tæplega 300 km sem allt eru fáfarnir malarvegir og sumir hverjir aðeins opnir hluta úr ári. Í Hagvísi Vífils Karlssonar hefur komið fram að af 1400 kílómetrum allra vega í lanshlutanum eru 60% malarvegir. Mest slysatíðni Á Íslandi segir ólafur að 75% vega séu merktir á skýrslur EuroRap með númeri 1 og 2 á skalanum upp í 5 og eru því óásættanlegir vegir í skilgreiningu stofnunarinn- ar. Sama hlutfall á við bæði við um Vesturland og landið allt. Á lands- vísu eru mest slysatíðni á eftirtöld- um leiðum: Miklubraut, Reykja- nesi, Hellisheiði, Kringlumýrar- braut, Sæbraut, Grindavíkurvegi og Vesturlandsvegur kemur næst- ur í röðinni. Fullyrti ólafur að vit- laust væri gefið þegar kæmi að for- gangsröðun í samgöngumálum, ef tekið er tillit til slysatíðni. „Íslend- ingar standa því miður í stað mið- að við önnur Evrópulönd þegar kemur að fækkun slysa og dauðs- falla í umferðinni,“ sagði hann. Sýndi ólafur tölur um alvarleg slys, banaslys og skaða á tækjum í samantekt sinni. Hér á Vestur- landi eru helstu slysastaðir í þess- ari röð: Hringvegurinn frá Hval- fjarðargöngum að Holtavörðu- heiði, Snæfellsnesvegur, Útnes- vegur, Borgarfjarðarbraut, Akra- fjallsvegur, Vestfjarðavegur, Laxár- dalur, Hvalfjörður, Stykkishólms- vegur og Hvítársíða. Jarðgöng og röng brúarvegrið Í yfirferð sinni rakti ólafur helstu aðgerðir til að bæta umferðaröryggi á vegum. Í fyrsta lagi nefndi hann að bæta þurfi yfirborðsmerkingar vega, einkum að setja óbrotna línu í vegkanta til að fólk stöðvi síður bíla á þröngum vegum. Þá er víða brot- ið úr vegöxlum sem skapar hættu og sömuleiðis eru vegir signir. Sprungumyndun er víða í malbiki og sumsstaðar eru vegir einfaldlega of mjóir og skortir allar merkingar. Malarvegir eru víða, eins og fram kom hér að framan, og mætti spara í viðhaldi þeirra til lengri tíma með að leggja þá bundnu slitlagi eins og þeir eru, og bíða með breikk- un þeirra um ótilgreindan tíma. Þá sagði ólafur að útrýma þyrfti ein- breiðum brúm og bæta merkingar við þær á þann veg að útlendingar skilji aðvörunarmerkingar. Skilt- um og vegriðum er víða ábótavant. Nefndi ólafur að mesta hættan að hans mati í vegakerfinu væri í jarð- göngum annars vegar og hins veg- ar eru vegrið á brúm yfir hættuleg straumvötn þannig að þau halda fæst þungum bílum ef ekið er utan í þau. Víða liggja brýr yfir straum- harðar ár sem þýddi að við útafakst- ur væri ekki hægt að bjarga nein- um. Ferðamannavegir fyrsta forgangsmál Loks kom ólafur inn á að bílar í dag eru ekki byggðir til að þola að þeim sé ekið á malarvegum. Grindar- lausir bílar og jafnvel án fjöðrunar- búnaðar eins og ætíð var í eldri bíl- um. Við akstur á slíkum bíl í djúpa holu brotnaði einfaldlega eitthvað undir bílnum. Því væri brýnt for- gangsmál að fækka malarvegum og er hann talsmaður þess að lagt verði slitlag yfir þá eins og þeir eru, fremur en að bíða í áratugi eftir að fjármagn fáist til að breikka þá og leggja bundnu slitlagi. Númer eitt sagði ólafur þó að bæta verði fjöl- förnustu ferðamannavegina. Hætt- an í umferðinni væri mest af völd- um útlendinga sem þekktu ekki að- stæður eins og hér eru í vegakerf- inu. Engu að síður væri þetta fólk sest undir stýri á litlum bíl strax og það kæmi til landsins, á öllum tím- um ársins, hvernig sem viðrar. mm Borgarbyggð er hástökkvari ársins í fjármálum sveitarfélaga Ljósmynd úr safni frá fyrsta fundi núverandi sveitarstjórnar vorið 2018. Síðan hefur Guð- mundur Kristbergsson tekið sæti í sveitarstjórn í stað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur sem er fremst til vinstri. Lagfæring fjölfarinna ferðamannavega brýnasta verkefnið Kynnti rannsókn á ástandi vega og umferðarmannvirkja á Vesturlandi Svipmynd af fundi SSV og Ólafs Guðmundssonar í Borgarnesi. Einbreið brú og merkingar sem ferðamenn skilja ekki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.