Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 20194 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Matarást Mér er matur alltaf fremur ofarlega í huga, sem ætti svosem ekki að koma nokkrum á óvart sem til mín þekkja. Barnungur fékk ég hvílíka matarást á móður minni, sem var að ég held einhver lunknasti kokkur sem ég hef kynnst fyrr og síðar. Kunni að nýta hráefni vel og hafa matinn fjölbreytt­ an. Sjálf ólst hún upp á Vestfjörðum og kenndi okkur heimilisfólki að meta vestfirska matinn; siginn, saltaðan og hertan fisk, rúsínuslátur og sitthvað fleira í matargerð sem íbúar þessara fiskimannasamfélaga höfðu tileinkað sér í aldanna rás. eldri systur mínar slógu heldur ekki slöku við í matar­ gerðinni. Fóru allar á Húsmæðraskólann á Varmalandi þar sem allar helstu dyggðir matargerðar og kökubaksturs voru teknar alla leið. Oft fóru æfing­ ar fyrir skólann fram í eldhúsinu heima og heimilisfólk fékk að njóta. Líklega er ég af síðustu kynslóð þeirra sem alast upp við að búr gegndu veigamesta hlutverkinu á heimilinu. Í kjallaranum var búrið; býsna rúmgott herbergi, enda var húsið hannað og byggt með það í huga að þar kæmust þrjár til fimm súrtunnur fyrir með góðu móti. Frystikista leysti svo tvær þeirra af hólmi þegar ég var á barnsaldri. Hillur voru meðfram einum langvegg í búrinu sem eftir haustið voru fullar af sultukrukkum, fjallagrö­ sum og smákökudöllum þegar leið að jólum. Þar átti líka fimmtíu kílóa hveitipokinn sitt pláss og annar jafn stór undir sykur. Það skyldi enginn líða skort, heimilið var ætíð vel birgt af mat. Þessi siður var almennt til sveita enda samgöngur mun verri en við þekkjum í dag og ekki farin kaupstaðar­ ferð nema erindin væru orðin nógu mörg til að réttlæta slíka dagsferð á Willys árgerð ´55. nýverið var ég á tali við mann einn nokkru yngri sem er í sambúð með rússneskri unnustu sinni. Hann lýsti birgðahaldi matar á heimili þeirra með þeim hætti að vel gæti komið eldgos eða aðrar aðstæður sem gerðu það að verkum að þau kæmust ekki af bæ svo vikum eða mánuðum skipti. Unnusta hans færði með sér hingað til lands þá hefð sem fólk í heimalandi hennar hefur áunnið sér sökum þess að hafa kynnst raunverulegri neyð. ekki eru margir áratugir síðan skorturinn var slíkur að fólk átti ekki mat. Slík bitur reynsla kennir fólki að birgja sig vel upp af öllum helstu nauðsynjum þegar betur árar. nú hafa þessi skötuhjú því tvær frystikistur fullar og skápa með niðursuðuvörum þótt einungis taki þrjár mínútur að ganga þennan spotta út í Krónuna. Fólk sem upplifað hefur skort á eigin skinni, gerir allt til að fyrirbyggja að slíkt endurtaki sig. Hjá okkur Íslendingum fólst slík forsjálni í súrtunnum, reykingu á kjöti og öðrum þeim aðferðum sem dugðu til að maturinn geymdist út veturinn. enn í dag eru því búrin hjá gömlu konu­ num full af mat. Ég fór að hugsa þetta þegar ég las yfir mjög svo áhugaverðan pistil Geirs Konráðs Theódórssonar sem birtist hér aftar í blaðinu. eins og lesendur þekkja dvelur hann nú í níger, einu fátækasta landi Afríku. Hann hefur orðið vitni að sárri fátækt þar ytra en tilheyrir sjálfur þeim hluta landsman­ na sem flokkast sem forréttindahópur. Hægt er að fá ágætan og fjölbreyttan mat, en fæstir hafa þó efni á að verða sér úti um hann. ekkert er því sjálf­ gefið í þessum heimi og okkur ber að sýna auðmýkt og vera þakklát fyrir þær aðstæður sem við búum við. Í næstu viku ætlum við að tileinka stóran hluta af blaði okkar vestlenskri matarmenningu. Í samráði við Markaðsstofu Vesturlands verður fjallað um mat í víðasta skilningi í tilefni þess að í nóvember verður lögð áhersla á það sem kallað er Veisla á Vesturlandi. Ég get því strax farið að láta mig hlakka til. Jafnvel get ég því aftur skrifað leiðara sem fjallar um mat. Magnús Magnússon Sauðfjárslátrun er nú lokið í slát­ urhúsum KS á Sauðárkróki og KVH á Hvammstanga og lýk­ ur í dag hjá Sláturfélagi Suður­ lands. Meðalfallþungi dilka hjá KVH var 16,98 kíló í haust, sem er bæting frá síðasta ári, þegar meðalþyngdin var 16,8 kíló. Í ár var slátrað 96.804 gripum í slátur­ húsi KVH sem er aðeins fækkun frá síðasta ári þegar 101.965 grip­ um var slátrað. Munurinn liggur helst í fullorðnu fé en fjöldi lamba var svipaður milli ára. Hjá Kaup­ félagi Skagfirðinga var meðal­ þyngd dilka í ár 16,55 kíló, sem er örlítið minna en á síðasta ári þeg­ ar meðalþyngdin var 16,72 kíló. Örlítil fjölgun var á sláturgripum hjá KS milli ára en núna í haust voru 114.123 gripum slátrað en á síðasta ári voru þeir 112.720. Slátrun lýkur hjá Sláturfélagi Suðurlands í lok dagsins í dag en þá verður búið að slátra um 110 þúsund gripum, bæði fullorðnu fé og dilkum. Meðalvigt var í gær í kringum 16,6 kíló sem er um 200 til 300 grömmum meiri fallþungi en síðasta haust. arg Óseldar íbúðir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í Ólafsvík, Hellisandi og á öðrum stöðum innan Snæfellsbæjar munu á næstunni færast til leigufélagsins Bríetar, en það leigir út húsnæði á hagstæðu verði á landsbyggðinni. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viljayfirlýsingu sem þeir Ásmundur einar Daðason, félags­ og barnamálaráðherra og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæj­ ar, undirrituðu í gær. Ráðherra hélt opinn fund um húsnæðismál á veit­ ingastaðnum Sker í Ólafsvík. Vilja­ yfirlýsingin snýr að því að fjölga nýjum íbúðum í sveitarfélaginu, en mikill skortur hefur verið á íbúð­ arhúsnæði í Snæfellsbæ um lengri tíma, meðal annars vegna uppgangs í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Samkvæmt samkomulaginu verð­ ur fyrst ráðist í endurbætur á íbúð­ unum sem leigufélagið Bríet hyggst leigja út og voru áður í eigu Íbúðal­ ánasjóðs. Þá mun Íbúðalánasjóður vinna með sveitarfélaginu vegna fyrirhugaðrar byggingar á íbúða­ kjarna fyrir fatlaða í Ólafsvík. Íbúða­ lánasjóður mun koma að útfærslu íbúðakjarnans og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til einnar milljónar króna styrk til þró­ unar verkefnisins. Þá mun sjóðurinn bjóða fram sérfræðiþekkingu starfs­ manna sinna til sveitarfélagins sem er hluti af sérstöku tilraunaverkefni sem snýst um að örva húsnæðisupp­ byggingu utan höfuðborgarsvæðis­ ins. „Ég hef sagt það áður og segi það enn að íbúðaskortur má ekki standa atvinnuuppbyggingu á landsbyggð­ inni fyrir þrifum. Þessi aðgerð er liður í að styðja við íbúa og atvinnu­ líf utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta er löngu tímabær uppbygging sem er ánægjulegt að geta ýtt úr vör og munu fleiri sambærilegar aðgerðir líta dagsins ljós á næstunni,“ sagði Ásmundur einar við undirritun samningsins. mm/ Ljósm. þá. Kristinn og Ásmundur Einar fagna samningnum. Óseldar íbúðir ÍLS í Ólafsvík fara í útleigu Svipmynd frá fundi ráðherra og Snæfellinga. Svipmynd úr Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey. Ljósm. úr safni. Fallþungi nokkuð breytilegur eftir landshlutum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.