Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 20198 Barn hrapaði AKRANES: níu ára gamalt barn hrapaði að því er talið er átta metra niður úr tré í Jör­ undarholti síðdegis á sunnudag. Barnið var flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi til aðhlynningar. -kgk Frágangi ábótavant BORGARNES: Lögregla hafði töluvert oft afskipti af at­ vinnubílstjórum í liðinni viku vegna ófullnægjandi frágangs á farmi. Kom jafnvel til kyrrsetn­ ingar vegna þessa, að sögn lög­ reglu. einn ökumaður atvinnu­ bifreiðar var stöðvaður á laug­ ardagskvöld í Borgarnesi. Hann ók á 82 km/klst. þar sem há­ markshraði er 50 km/klst. Kom þá í ljós að ástandi ökutækisins var áfátt og frágangi farms auk þess ábótavant. Ökumaðurinn á yfir höfði sér 40 þúsund króna sekt, að sögn lögreglu. -kgk Veitt án leyfis DALABYGGÐ: Tilkynnt var um fjóra veiðimenn að skjóta í leyfisleysi í landi Breiðabóls­ staðar í vikunni sem leið. Sá sem tilkynnti ætlaði að fara á stúfana og reyna að ná mynd­ um af bílum og taka niður bíl­ númer. Sömuleiðis var lög­ reglu tilkynnt um rjúpnaskyttur í landi Sælingsdal sem landeig­ andi kannaðist ekki við að hefðu fengið leyfi til veiða. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 26. október - 1. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 39.862 kg. Mestur afli: ebbi AK: 27.043 kg í fimm róðrum. Arnarstapi: engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 5 bátar. Heildarlöndun: 249.249 kg. Mestur afli: Hringur SH: 68.686 kg í einni löndun. Ólafsvík: 14 bátar. Heildarlöndun: 232.899 kg. Mestur afli: Tryggvi eðvarðs SH: 47.011 kg í sex róðrum. Rif: 10 bátar. Heildarlöndun: 148.018 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 33.849 kg í fimm löndunum. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 136.454 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 90.128 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Þórsnes SH - STY: 90.128 kg. 28. október. 2. Hringur SH - GRU: 68.686 kg. 30. október. 3. Runólfur SH - GRU: 60.259 kg. 28. október. 4. Sigurborg SH - GRU: 59.642 kg. 30. október. 5. Farsæll SH - GRU: 54.884 kg. 30. október. -kgk Eftirför á Snæfellsnesi SNÆFELLSNES: Lögreglan á Vesturlandi veitti ökumanni eftirför á Snæfellsnesi á mánu­ dagsmorgun. eftirförin hófst við Hótel Búðir rétt fyrir hálf sjö að morgni og lauk ekki fyrr en við afleggjarann að Laug­ argerðisskóla þegar komið var fram á áttunda tímann. Öku­ maðurinn ók ekki hratt, var á milli 50 og 70 km/klst. þar sem hámarkshraði er 90 km/klst en hegðun hans við aksturinn var óeðlileg, að sögn lögreglu. Hann sinnti ekki stöðvunar­ merkjum lögreglu, fór ítrekað yfir á rangan vegarhelming og sveigði í veg fyrir lögreglu þeg­ ar hún freistaði þess að komast fram úr honum. Lögregla brá á það ráð að setja út naglamottu milli Miklaholtssels og Stóru­ Þúfu, til að freista þess að stöðva för ökumannsins, en hann náði að sveigja framhjá mottunni og eftirförin hélt áfram. Henni lauk ekki fyrr en komið var að afleggjaranum að Laugargerð­ isskóla. Þá stöðvaði ökumaður­ inn bifreið sína og var handtek­ inn og færður á lögreglustöðina í Borgarnesi. Maðurinn er ekki grunaður um akstur undir áhrif­ um áfengis eða fíkniefna, heldur er talið að athæfið megi rekja til hugsanlegra veikinda. Málið er til rannsóknar. -kgk Á ofsahraða BORGARBYGGÐ: Ökumað­ ur var stöðvaður á 157 km/klst. á Vesturlandsvegi til móts við Grenigerði ofan við Borgarnes klukkan 13 síðastliðinn sunnu­ dag, en leyfilegur hámarkshraði er þar 90 km/klst. Var hraði bif­ reiðarinnar mældur við almennt umferðareftirlit. Ökumaður­ inn á yfir höfði sér 230 þúsund króna sekt og fær þrjá punkta í ökuferilsskrá. er þetta mesti hraði sem mældist í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi þessa vikuna en töluvert mik­ ið var um hraðakstur og önnur umferðarlagabrot, að sögn lög­ reglu. -kgk Ekið á gangandi AKRANES: ekið var á gang­ andi vegfaranda þar sem hann fór yfir Þjóðbraut á Akranesi á mánudagsmorgun, laust eftir kl. 8:00. Óhappið varð rétt hjá lögreglustöðinni á Akranesi og komu báðir saman á stöðina. Að sögn lögreglu er ekki útlit fyr­ ir að sá sem ekið var á hafi slas­ ast alvarlega, en hann var engu að síður færður á Heilbrigðis­ stofnun Vesturlands á Akranesi til skoðunar. -kgk Fíkniakstur í Andakíl BORGARBYGGÐ: Ökumað­ ur var stöðvaður á Borgarfjarð­ arbraut til móts við Hreppslaug um kl. 14:30 á sunnudag. Hann var mældur á 119 km/klst. og er þar að auki grunaður um akstur undir áhrifum ávana­ og fíkni­ efna. Málið er til rannsóknar. Að sögn lögreglu er þetta fjarri því að vera eina dæmið um ölv­ unar­ eða fíkniefnaakstur í lið­ inni viku. nokkuð var um slík brot, einkum um helgina, sem var óvenju erilsöm í umdæm­ inu. -kgk Umhverfis­ og auðlindaráðuneytið hefur samið við Borgarbyggð um að útbúa bílastæði og salerni við Glanna og Paradísarlaut í norður­ árdal. Gríðarlegur fjöldi ferðafólks sækir þessi náttúruundur heim á hverju ári og algengt er á góðviðr­ isdögum að þar séu bílastæði stapp­ full. Í þessari framkvæmd legg­ ur ríkið til 13 milljónir króna á tveimur árum. Byggðarráð Borg­ arbyggðar samþykkti samninginn á fundi sínum 17. október sl. og vís­ aði þeirri ákvörðun til staðfesting­ ar í sveitarstjórn. Samningurinn er hluti af landsáætlun um uppbygg­ ingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Til stendur að byggja salernishús úr timbrí á þessu ári og undirbúa gerð 1.500 fermetra bílastæða. Á næsta ári á svo að malbika bílastæð­ ið og ganga frá því. Lokafrágangur fer síðan fram vorið 2021. Land­ ið er í einkaeigu. Landeigendum verður falið verkið, en ber ábyrgð á framkvæmdinni gagnvart ríkinu, en landeigendur eignast mannvirkin að framkvæmdum loknum. kgk Sóknaráætlun Vesturlands fyrir árin 2020­2024 hefur nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagn­ ar til 14. nóvember nk. Um er að ræða þróunaráætlun landshlutans og felur í sér stöðumat Vesturlands, framtíðarsýn, markmið og áherslur til að ná fram þeirri framtíðarsýn. Sóknaráætlun Vesturlands byggir á fimm grunnþáttum; velferð, um­ hverfi, samgöngum, menningu og atvinnu. Þá voru allir þessir grunn­ þættir tengdir við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í áætluninni eru sett fram skýr mælanleg mark­ mið og áherslur sem verða leiðar­ ljós við val á áhersluverkefnum sem og við úthlutun úr Uppbyggingar­ sjóði Vesturlands. Sóknaráætlunin var unnin á tímabilinu mars til október á þessu ári. Haldið var fjölmennt íbúaþing þar sem Vestlendingum gafst kost­ ur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Vesturlands kom síðan að frekari vinnu við mótun stefnunnar, en hann skipa fulltrú­ ar frá sveitarfélögum, atvinnulífi, menningarlífi, fræðasamfélaginu, félagasamtökum og öðrum hags­ munaaðilum. niðurstaða vinnunnar er fram­ tíðarsýn, markmið og áherslur sem ætlað er að munu stuðla að frekari vexti og framgangi á Vest­ urlandi og gera landshlutann samkeppnishæfari og betri bú­ setukost. mm Sóknaráætlun Vesturlands birt í samráðsgátt Fossinn Glanni í Norðurá. Ljósm. úr safni. Bæta aðstöðu við Glanna og Paradísarlaut Líkt og undanfarin ár gefur Þor­ leifur Geirsson í Borgarnesi nú út Borgarnesdagatalið. Þetta er tíundi árgangur dagatalsins, en það prýða þrettán ljósmyndir úr Borgarnesi frá öllum mánuðum ársins. Fjór­ tánda og aftasta blaðið inniheldur svo myndaútskýringar. Myndirnar á dagatalinu má skoða og fá nán­ ari upplýsingar á vefslóðinni: www. hvitatravel.is/dagatal mm Meðfylgjandi mynd prýðir júnímánuð. Borgarnes dagatalið 2020 að kom út

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.