Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 2019 27 Vísnahorn Júníus Jónsson verkstjóri á Akureyri var ágæt­ ur hagyrðingur. Þura í Garði bjó um tíma á Ak­ ureyri, skammt frá heim­ ili Júníusar og átti vinskap ágætan við þau hjón bæði. einhverju sinni sendi Þura konu Júníusar þessa afmæliskveðju: Gegnum lífið góða ferð á gæfuvegi fínum, þú ert ekki öfundsverð af eiginmanni þínum. Júníusi þótti sér skylt að þakka sinn hluta í kveðju Þuru og svaraði: Þú kvartar ei en kalt er það að kúra ein í næturhúmi og enginn hefði öfundað eiginmann í þínu rúmi. Flokkshollustan er okkur mörgum svo töm að það sem vor elskaði flokksformaður seg­ ir verður nánast heilagt orð og óhrekjanleg staðreynd. Reyndar er mér ekki gjörkunn­ ugt um pólitískar skoðanir Bjarna frá Gröf en samkvæmt þessari vísu ættu þær þó að vera nokkuð ljósar: Þegar lífs er þorrin gangan og þrýtur líf um allan skrokkinn þá halla ég mér á hægri vangann, því hitt væri sko að svíkja flokkinn. Það kemur fyrir okkur öll að skrokkurinn er með eitthvert vesen. Okkur er illt í bak­ inu, með hausverk eða öxlin að stríða okkur og hvað er þá til ráða? Kristján Runólfsson kunni ráð við því: Ertu nú í höm og hupp, hálsi og baki frá þér. Heyrðu! Þú skalt hella upp, á hæðarboxið á þér. Oft og iðulega er talað um hið vandaða eft­ irlitskerfi eSB með matvælum og hvað það skipti miklu fyrir neytendur. Fyrir tiltölulega fáum árum komst þó upp að hrossakjöti hafði verið blandað nokkuð saman við nautahakkið þar í sóknum og orðið kaupmönnum heldur til búdrýginda. Varð það Guðmundi Stefáns­ syni tilefni eftirfarandi limru: Blesa var báglega reitt og Branda, hún mjólkað’ei neitt. Svo var þeim slagtað en slátrið ei vaktað. Í hakkinu urðu þau eitt. Stundum er haft á orði að ekki sé sama Jón og séra Jón og stórþjófar fái jafnan minni refsingu en smáþjófar sé miðað við stolna ein­ ingu. Þórður einarsson frá nýlendu í Garði orti fyrir ca 102 árum síðan: Stelirðu litlu í steininn mátt staulast karl minn, sérðu en stelirðu miklu og standir hátt í stjórnarráðið ferðu. Magnús Jónsson frá Skógi mun hinsvegar hafa ort þessa sjálfslýsingu: Lítill er á legg að sjá, litlum skila arfi, lítilsmetinn leggst ég frá litlu ævistarfi. Já það er nú þetta með ævistarfið. Í hverju það er fólgið? Og hver á svosem að meta hvort það er til góðs eða ekki? Það sem einu sinni þótti æskilegt og fyrirmyndarframkvæmd þykir nú hið versta mál á allan hátt. eysteinn Gíslason orti eftirfarandi limrur: Margur var postillupésinn og prelátaboðskapur lesinn. Sá langfeðgasiður lagðist þó niður sem afdankað óþarfavesin. Lífsstíllinn núna er námstrit við „náttúrufræði“ með blám lit. Vísa leið sálum í viðkomumálum vídeóspólur og klámrit. Ja það veitir nú ekki af einhverri örvun þeg­ ar menn komast á vissan aldur. Munur eða áður var þegar menn stóðu í hryggspennu við sjálfan sig sólarhringinn langan. Gumundur Stefánsson orti um þessa þróun mála: Er minnkar hvötin, má þess njóta og meiri hafa frið. Sá mun líka síður brjóta sjötta boðorðið. Það semsagt haustar að jafnt í mannsævinni sem veðurfarinu og Óskar í Meðalheimi lýsir veðurfarsþættinum svo: Breyting sést á bláum geim blómin flestöll dáin. Sumargestir hópast heim héla sest á stráin. Það svosem gerir lítið gagn að fjasa eitthvað um löngu liðna tíð og öfundast. Stefán Stef­ ánsson frá Móskógum átti leið hjá hænsnabúi á Sauðárkrók þegar honum varð á munni: Fjörið mitt er farið brott, fátt er nú til bjargar Helvíti á haninn gott að hafa þær svona margar. Blessaðir stjórnmálamennirnir okkar eru með þeim ósköpum gerðir að stundum eru þeir stjórnarmegin og stundum ekki. Það er nú ekki að ég öfundi þá, langt frá því en allt­ af er þeim nauðsynlegt að vera í sviðsljósinu hverjum ráðum sem beitt er þar til. Stein­ grímur Sigfússon tók sér eitt sinn fyrir hend­ ur (eða fætur) að ganga landið horn í horn eða því sem næst. Man reyndar ekki hvar á suð­ vesturútkjálkanum hann valdi sér upphafsreit en austur á Langanes ráfaði hann fótgang­ andi og varð Finni Torfa Hjörleifssyni tilefni limru: Ætlirðu að gera eitthvað spes sem almenningur í blöðum les með nesti nóg og nýja skó labbaðu austur á Langanes. Ragnar hét maður og var Sigurðsson. eitt sinn voru þeir að stinga út á Hjaltabakka (skammt frá Blönduósi) hann og Haukur Páls­ son í Sauðanesi síðar á Röðli. Haukur fór með dreifarann og sagði Ragnari að yrkja um sig á meðan. Þegar hann kom aftur sagði Ragnar: Virðast kauða verk ónýt, viskusnauður pési. Hugarblauður hendir skít Haukur í Sauðanesi. Haukur taldi þar með nóg ort að sinni og bað ekki um meira. Sem betur fer er sönglistin iðkuð hér um slóðir bæði ákaft og ítrekað. Það hefur ver­ ið haft á orði um suma söngmenn, sérstak­ lega tenóra, að þeir geti alls ekki lært texta og syngi bara það sem þeim heyrist vera sungið í kringum þá. Hallmundur Kristinsson batt einhvern tímann saman hugsanlega útkomu úr slíku: Þú hreina svarta bindið mitt. við hörmum spilltra vanda. Fram laðar kvartett trosið sitt, þá er hér naumast andað. Ég finn mér innst í hálsi hrjá - svo marga þynnri hendir - þar sneið af pylsu er föst á ská, svo nú kom verri endir. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is ...Þá halla ég mér á hægri vangann - því hitt væri sko að svíkja flokkinn! Ingibjörg Valdimarsdóttir á tali við Dýrfinnu Torfadóttur. Heiðmar Jóhannsson var ánægður með kanilsnúðana. Viðar Pétursson var fyrsti gesturinn sem leit við á föstudaginn. Hér blaðar hann í skopmyndunum. Hlini Eyjólfsson gluggar í bækur og blöð. Petrún Berglind Sveinsdóttir. Pétur Jónsson á tali við Hrafnhildi Harðardóttur. Daginn fyrir opna húsið festu þeir Sævar Jónsson og Ingi Björn Róberts- son frá Blikksmiðju Guðmundar upp nýtt skilti á húshorn skrifstofunnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.