Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 201922 Árlegur basar og kaffisala var haldin í Brákarhlíð í Borgarnesi síðastlið­ inn föstudag. Þar voru seldir mun­ ir sem heimilisfólk í Brákarhlíð hef­ ur framleitt í félagsstarfinu og iðj­ unni. Allur ágóði af sölunni verður notaður til efnis­ og búnaðarkaupa í vinnustofuna. Margir gerðu sér ferð í Brákarhlíð og heilsuðu upp á heimilisfólk og nældu sér í fallegt handverk. Meðfylgjandi myndir tók Gunnhildur Lind Hansdóttir. arg/ Ljósm. glh Veturnætur voru haldnar í þriðja sinn á Byggðasafninu í Görð­ um á Akranesi fimmtudagskvöld­ ið 31. október. Upptaktur að há­ tíðinni var svo síðdegis þegar börn bönkuðu upp á í húsum í hverfum bæjarins og buðu grikk eða gott á hrekkjavökudeginum. Að minnsta kosti 1.600 manns mættu á byggða­ safnið til að fylgjast með hrylli­ legum skrímslum og afturgöngum sem sköpuðu hrollvekjandi stemn­ ingu á safninu þetta kvöld. Að sögn Sigríðar Línu Daníelsdóttur, eins skipuleggjanda viðburðarins, var kvöldið afskaplega vel heppnað. „Við erum ótrúlega þakklát fyr­ ir að hafa Grundaskóla með okk­ ur í þessu, það er dýrmætt að eiga slíka vini á safninu og án þeirra væri þetta ekki hægt,“ segir hún ánægð í samtali við Skessuhorn. Byggða­ safninu var breytt í draugahús þessa kvöldstund og var þar ýmislegt við­ bjóðslegt að sjá. „Við vorum með margar líkkistur, alls konar viðbjóð í formi líffæra og svo var ýmislegt sem leyndist í myrkrinu hjá okkur,“ segir Sigríður. Aðspurð segir hún Veturnætur vera komnar til að vera. „Það kom upp umræða um að þetta væri kannski í síðasta skipti sem við myndum halda þessa hátíð. en svo er þetta bara svo vinsælt og í raun orðin árlegur viðburður sem fólk gerir ráð fyrir. Það kemur því ekki annað til greina en að við höldum þessu áfram,“ segir hún að endingu. arg/ Ljósm. Byggðasafnið Görðum. Vel heppnaðar Veturnætur á Byggðasafninu Þeir voru frekar illa farnir þessir sjómenn. Þessi unga stelpa var ógnvekjandi að sjá. Ýmsar ógnvekjandi verur voru á ferðinni á byggðasafninu. Margar líkkistur voru á safninu, ekki tómar! Árlegur basar í Brákarhlíð á föstudaginn Spjallað saman yfir kaffibolla. Borð og fleira fallegt á heimilið. Vignir Sigurþórsson tók lagið. Fallegt handverk fyrir jólin. Litríkt og fallegt handverk. Hægt var að kaupa fjölbreytt handverk. Maður er manns gaman. Kaffisalan var opin og þar var m.a. hægt að fá sér vöfflur með sultu og rjóma.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.