Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 201928 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein norræn bókmenntavika er verkefni á vegum Sambands norrænu félag­ anna sem leitast við að efla lestrar­ gleði og breiða út norrænar bók­ menntir á norðurlöndunum og í nágrannalöndum. Vikan á Akranesi hefst mánudag­ inn 11. nóvember og að venju verð­ ur Rökkurstund – upplestur fyr­ ir fullorðna á Bókasafni Akraness. Dagskráin hefst kl 18:00. Jónína erna Arnardóttir, skólastjóri Tón­ listarskólans, les úr bókinni Gesta­ boð Babette eftir Karen Blixen. Þá kynnir Hjördís Hjartardóttir, for­ maður norræna félagsins á Akra­ nesi, vinabæjamótið sem verður á næsta ári í Västervik í Svíþjóð. Rökkurstundin er sameiginlegt verkefni norræna félagsins á Akra­ nesi og Bókasafns Akraness og eru allir velkomnir. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á kaffi og klein­ ur. -fréttatilkynning Snorrastofa hefur um árabil tekið áskorun norrænu félaganna um að halda norræna bókmenntaviku um miðjan nóvember og leggjast þann­ ig á árar við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir. Áður fyrr var vikan á hendi bóka­ safna um öll norðurlönd og vik­ an 11.­17. nóvember næstkomandi verður nú tileinkuð ofangreindu markmiði í 23. sinn. Um öll norðurlönd verður efnt til sögustunda og skyldra viðburða þar sem meðal annars er lesið úr sömu verkum alls staðar. Vikan hefst í Snorrastofu með sögustund fyrir yngstu kynslóðina í bókhlöð­ unni, mánudagsmorguninn 11. nóvember kl. 10. Þangað er yngstu nemendum af Kleppjárnsreykjum og þeim elstu af Hnoðrabóli boð­ ið til að hlýða á sögu Astrid Lind­ gren, í anda veisluþema vikunnar, af afmælisveislu Línu langsokks. eftir lestur Þórunnar Reykdal eiga börnin notalega stund á safninu, tjá sig með teikningu og skoða sig um. Hönnubúð í Reykholti býður hressingu. Af öðrum tiltækjum vikunnar má geta um gesti vikunnar, hjónin Kristínu Gísladóttur og Sigurbjörn Aðalsteinsson, rithöfunda og kvik­ myndagerðarfólk í Los Angeles, sem dvelja í gestaíbúð Snorrastofu. Þau segja frá verkum sínum og við­ fangsefnum í Prjóna­bóka­kaffinu og eiga einnig stefnumót við eldri nemendur Grunnskóla Borgar­ fjarðar í vikunni. Þau hjónin vinna um þessar mundir að bókaröð sem tengist íslenskri arfleifð, norrænni goðafræði, Íslandssögu og þjóðsög­ unum. Á íslensku bera bækurnar yfirheitið Dagbjartur Skuggi og út­ lagarnir og fjalla um líf ungs drengs á Íslandi um aldamótin 1900. Dag­ bjartur elst upp við óvenjulegar að­ stæður þar sem fjölskylda hans hefur verið gerð útlæg úr byggð og helst við í helli uppi á hálendi. Inntak vikunnar tengist ánægjulega Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvem­ ber og það er Snorrastofu metnað­ armál að veita með starfi sínu inn­ blástur og hvatningu til að hlúa að gildum þess merkisdags, sem ekki þarf að fjölyrða um. -fréttatilkynning Ljósm. Guðlaugur Óskarsson. Í síðasta tölublaði Skessuhorns birtist grein eftir undirritaðan þar sem fjallað var um að forsætisráð­ herra hefur kvatt til umræðu um endurskoðun á Stjórnarskrá Ís­ lands. nú ætla ég að rökstyðja og skýra frekar þær hugmyndir sem ég legg til og snúast um aðskilnað framkvæmdavaldsins og löggjaf­ arvaldsins, en einnig um sérstakt öldungaráð, Lögréttu, sem sér um skipan dómara til að annast þriðja valdið. Kosning til framkvæmdvalds­ ins verður hrein persónukosning. ef ráðuneyti framkvæmdavalds­ ins eru t.d. tíu þá krossar kjósandi við einn frambjóðenda fyrir hvert ráðuneyti. Kjörseðill væri því með nöfnum ráðuneytanna í röð efst á seðlinum, en neðan hvers ráðu­ neytis væri í stafrófsröð nöfn þeirra frambjóðenda sem gæfu kost á sér. Frambjóðendur mega ekki vera yngri en 40 ára og hafa sannanlega þekkingu og starfsreynslu á því sviði er hvert ráðuneyti spannar t.d. læknir eða hjúkrunarfræðingur í heilbrigðisráðuneytið, hagfræð­ ingur í fjármálaráðuneytið og svo framvegis. Þeir tíu aðilar sem þjóðin kýs til forystu fyrir hvert ráðuneyti, nefndir ráðherrar, mynda ríkis­ stjórn landsins. Þeir eru sjálfstæðir í gjörðum sínum innan þess ramma er fárlög og önnur lög ákveða á hverjum tíma. Þeir starfa í nánum tengslum við Alþingi, mega semja frumvörp til þingsályktunar og mæla fyrir því ef þingheimur óskar. Óski þingheimur viðveru ráðherra við umræður um tillögu hans er honum skylt að mæta. Ráðherrar hafa ekki atkvæðisrétt á Alþingi en eiga þar sæti ef þörf krefur. Forsætisráðherra er samábyrgur öðrum ráðherrum í störfum sín­ um. Hann boðar til fundar í ríkis­ stjórn einu sinni í viku og oftar ef þurfa þykir. Með þessu fyrirkomu­ lagi verður Alþingi sjálfstæðara gagnvart ríkisstjórninni. Sérstök og sjáfstæð kosning þjóðarinnar til þessara tveggja mestu valdastofnana landsins er því nauðsynleg til að ráðherravald­ ið ráði ekki bæði ríkisstjórn og Al­ þingi við breytingu á stjórnarskrá þjóðarinnar. Öldungaráð - Lögrétta Til þriðja valdsins, dómsvaldins, er ekki valið með kosningu allr­ ar þjóðarinnar heldur verður svo­ nefnt öldungarrráð til sem verður sjálfskipað á ákveðinn hátt. Þessi sjálfskipaða öldungaráð; Lögrétta, myndast þannig að þegar einstak­ lingur ,karl eða kona sem fæðst hefur hér á landi og er íslenskur ríkisborgari, verður 70 ára þá fær hann rétt til að setu í Lögréttu. Lögréttu skipa 23 aðilar á hverj­ um tíma og þegar einhver verð­ ur 70 ára og vill nota rétt sinn til setu í Lögréttu, þá verður sá elsti sem af þeim 23 sem fyrir eru að víkja. Með þessu verður stöðug endurnýjun í Lögréttu. Reikna má með að öldungaráð verði því eink­ um skipað einstaklingum á aldrin­ um 70­73 ára. ekki þarf að óttast kynjamisrétti þar, því náttúran sjálf sér um jafna það. Lögrétta er alfarið í umsjón For­ seta Íslands. Hann sér um rétta skipun hennar samkvæmt fram­ ansögðu, stýrir fundum hennar og kallar hana saman minnst einu sinni í mánuði en oftar ef þurfa þykir. engin er skyldugur að taka sæti í Lögréttu, en sé því hafnað ber að tilkynna það til forseta. Verk­ efni og valdsvið Lögréttu er fyrst og fremst skipun dómsvaldsins, að skipa í allar dómarastöður á land­ inu löglærða einstaklinga. einnig að fylgjast með störfum allra skip­ aðra embættismanna Alþingis og ríkisstjórnar og koma ábending­ um til þeirra ef þörf þykir. Verði ekkert orðið við ábendingum, er henni skylt að upplýsa stjórnvöld um málið. Lögrétta hefur heimild til að senda þingsályktartillögur til Alþingis sé að hennar mati um al­ varleg mál að ræða. Hafsteinn Sigurbjörnsson Norræn bókmenntavika á Akranesi Norræn bókmenntavika og Dagur íslenskrar tungu í Snorrastofu Skýringar á kosningum til framkvæmda- valdsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.