Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Qupperneq 29

Skessuhorn - 06.11.2019, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 2019 29 Akranes - fimmtudagur 7. nóvember Kynning á nýjum safndisk með lögum Óðins G. Þór- arinssonar. Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar stend- ur fyrir opnu húsi og útgáfu- kynningu disksins í Frístunda- miðstöðinni við Garðavöll kl. 20:00. Leikin verða vel valin lög. Aðgangur er ókeypis. Borgarbyggð - fimmtudagur 7. nóvember Félag ungra bænda á Vestur- landi og Vestfjörðum stend- ur fyrir pubquizi á Hvanneyri Pub. Húsið opnar rétt fyrir kl. 21 og keppnin hefst síðan stundvíslega kl. 21:07. Fjórir til fimm saman í liði. Vegleg- ir vinningar. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Akranes - laugardagur 9. nóvember Hið árlega Árgangamót ÍA fer fram í Akraneshöll. Keppni hefst kl. 12:00 og dagskránni lýkur með kvöldverði og skemmtun fram eftir kvöldi í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll. Borgarbyggð - laugardagur 9. nóvember Skallagrímur mætir Val í Dom- ino‘s deild kvenna í körfu- knattleik. Leikurinn hefst kl. 18:00 í íþróttahúsinu í Borg- arnesi. Borgarbyggð - sunnudagur 10. nóvember Bókakynning í Landnáms- setrinu í Borgarnesi kl. 16:00. Ólafur B. Schram kynnir bók sína Höpp og glöpp - sjálfs- hól og svaðilfarir. Hann seg- ir frá og les upp úr bókinni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Stykkishólmur - mánudagur 11. nóvember Vasaljósasögustund í Amts- bókasafninu kl. 18:00. Les- in verður spennandi saga fyrir yngstu kynslóðina við vasaljós. Gestir mega gjarn- an koma með sín eigin vasa- ljós. Allir velkomnir í notalega stund. Akranes - mánudagur 11. nóvember Rökkurstund - upplestur fyr- ir fullorðna á Bókasafni Akra- ness kl. 18:00 í tilefni nor- rænnar bókmenntaviku. Jó- hanna Erna Arnardóttir les úr bókinni Gestaboði Babette eftir Karen Blixen og Hjörís Hjartardóttir kynnir vinabæj- armót sem verður á næsta ári í Svíþjóð. Nánar í frétt í blaðinu. Borgarbyggð - þriðjudagur 12. nóvember Sefur þú nóg? Íbúafundur um svefn í Hjálmakletti kl. 18:00. Dr. Erla Björnsdóttir flytur fyr- irlestur um mikilvægi svefns. Soffía Björg Óðinsdóttir flyt- ur nokkur vel valin lög og nemendur úr Grunnskólan- um í Borgarnesi og Grunn- skóla Borgarfjarðar lesa frum- samdar sögur um svefn. Létt- ar veitingar í boði. Hvalfjarðarsveit - miðvikudagur 13. nóvember Opið hús eldri borgara (60 ára og eldri) í Miðgarði kl. 14:00. Margrét Magnúsdóttir frá Hvítanesi kemur og kenn- ir hvernig bregðast megi við slysum og bráðaveikindum. Að loknum fyrirlestri verða umræður og að endingu kaffiveitingar. Einbýlishús til sölu Til sölu einbýlishús við Lækj- arhvamm 13 í Búðardal. Upplýsingar á gullhamrar@ hotmail.com. Á döfinni Nýfæddir Vestlendingar Símenntunarmiðstöðin á vesturlandi ætlar að fara af stað tilraunaverkefni, að vera með reglubundin skyndihjálparnám- skeið fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Þá geta fyrirtæki sent starfsfólkið sitt á námskeið þegar hentar og í nokkrum hollum. Námskeiðin eru kennd bæði á ensku og íslensku. Nú standa skráningar yfir fyrir fyrstu námskeiðin Endilega kíkið inn á : https://simenntun.is/nam/ Námskeiðið kostar 15.000 kr. á mann en 10 % afsláttur er gefin ef fyrirtæki senda 5 eða fleiri. Námskeiðin eru styrkt af starfsmenntasjóðunum. Nánari upplýsingar má fá hjá evakaren@simenntun.is Er ekki komin tími á skyndihjálparnámskeið hjá þínum vinnustað? SK ES SU H O R N 2 01 9 3. nóvember. Drengur. Þyngd: 3.936 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Hildur Boga Bjarnadóttir og Þorvarður Jónsson, Grundarfirði. Ljósmóðir: G. Erna Valentínus- dóttir. 3. nóvember. Stúlka. Þyngd: 3.714 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Guðný Birna Ólafsdóttir og Elías Viktor Lár- usson, Akranesi. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. Markaðstorg Vesturlands TIL SÖLU www.smaprent rent@smaprent Dalbraut 16 Akranesi Opið frá 14-17

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.