Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 201914 Tónlistarhátíðin Heima­Skagi var haldin á Akranesi síðastliðið föstu­ dagskvöld. Hátíðin var haldin í tengslum við menningarhátíðina Vökudaga sem lauk svo á sunnu­ daginn. Á Heima­Skaga komu fram sex tónlistarmenn sem voru með tvenna tónleika hver á sex mismun­ andi stöðum í bænum. Tónleik­ arnir voru haldnir í heimahúsum, í Bárunni brugghúsi og Akranes­ kirkju. Tónleikagestir gátu þannig rölt á milli staða og lék veðrið við þá þessa fallegu kvöldstund. Upp­ selt var á Heima­Skaga hátíðina og var víða fullt út úr dyrum á tón­ leikastöðunum. Góð stemning var á hátíðinni sem heppnaðist mjög vel. arg elísa Valdís einarsdóttir, snyrti­ fræðinemi og Skagakona, kynnt­ ist ilmkjarnaolíum fyrir tæplega ári þegar hún fór á kynningu. Í kjölfar­ ið fór hún að nota olíurnar í dag­ legu lífi og fann að þær höfðu góð áhrif. „Í snyrtifræðináminu kynntst ég olíunum enn frekar og fór að hafa meiri áhuga á þeim og áhrifum þeirra. Ég keypti mér olíur og fór að nota þær daglega. Ég nota þær mest tengt líðan en líka til að hressa upp á andrúmsloftið hjá mér,“ segir elísa í samtali við Skessuhorn. ný­ lega kynntist hún olíublöndu frá doTeRRA sem má nota við höf­ uðverkjum og mígreni. „Það hef­ ur hingað til reynst mér vonum framar,“ segir hún en doTeRRA er vörumerki sem hún þekkir sjálf best og er að selja. elísa er fædd og uppalin á Akranesi þar sem hún bjó til 18 ára aldurs. Þá flutti hún til Reykjavíkur í þrjú ár og kom svo til baka með barn og mann. Hún var að ljúka námi í snyrtifræði síðast­ liðið vor og er að klára samnings­ tíma á snyrtistofu í Reykjavík en stefnir á að vinna á Akranesi í fram­ tíðinni. Olíur til að minnka bólgur og verki Ilmkjarnaolíur hafa mismunandi virkni á okkur eftir tegundum og segir elísa það einnig skipta máli hvernig þær séu notaðar. „Maður á ekki að setja hreinar olíur beint á húðina, nema þá einstaka olíur sem má bera á iljarnar,“ segir el­ ísa og bætir því við að á iljunum sé ráðlagt að setja olíurnar því þar er greið leið inn í blóðrásina og áhrif­ in koma fyrr fram. „Annars bland­ ar maður olíum alltaf út í grunnolíu í ráðlögðum hlutföllum, sem getur til dæmis verið kókosolía eða aðr­ ar hlutlausar olíur. Það má líka setja nokkra dropa út í body lotion eða önnur krem fyrir líkamann,“ seg­ ir elísa. Hún segist nota olíurnar mikið í rakatæki sem hún er með á heimilinu sem getur verið gott til að lífga upp á andrúmsloftið en einn­ ig er hægt að fá olíur fyrir róandi og slakandi andrúmsloft, til dæmis fyrir svefninn. „Olíurnar má nota á líkamann bæði fyrir andlegan líðan og staðbundið til að minnka bólg­ ur og verki. Vissar doTeRRA olíur er svo hægt að taka inn, til dæm­ is í hylkjum eða með því að setja einn eða tvo dropa í vatnsglas, en þær olíur eru 100% hreinar og án allra aukaefna,“ segir elísa og bætir því við að hún þekki ekki til annarra vörumerkja og geti því ekki segt til um hvort þær megi taka inn. „Það væri hægt að nota sítrónu eða app­ elsínuolíur til að bragðbæta vatn en svo eru sumar olíur sem er hægt að taka inn til að stuðla að heilbrigð­ ari meltingu,“ útskýrir elísa. „Fyr­ irtækið doTeRRA er ekki einungis með ilmkjarnaolíur. Þau framleiða einnig ýmis fæðubótaefni, vítamín og aðrar lífstílstengdar vörur.“ Olíurnar líka fyrir börn Í byrjun árs fór hún sjálf að selja ilmkjarnaolíur eftir pöntunum og heldur kynningar fyrir fólk. Hún segir ilmkjarnaolíur henta vel fyr­ ir alla og ekki síður fyrir börn en fullorðna. „Ég kynnti olíurnar fyr­ ir stráknum mínum sem er að verða sex ára og hann elskar þær. Ég er með svona krakkapakka af olíum sem eru í rollon flöskum. Það eru þynntar olíur sem eru merktar þannig að þær höfði til krakka. Þá geta þau valið olíur sem henta þeim út frá því hvernig þeim líður hverju sinni,“ segir elísa og bætir því við að þau mæðgin hafi bæði gaman að því að grúska í olíum saman. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér betur olíurnar eða panta hjá elísu er hægt að hafa samband við hana í gegnum Facebook síðuna doterra ilmkjarnaolíur – elísa. Þar er einn­ ig hægt að kynna sér vöruúrval og fylgjast með því sem hún er að gera. arg/ Ljósm. aðsendar Elísa setur olíur gjarnan í rakatæki til að lífga upp á andrúmsloftið eða til að slaka á fyrir svefninn. Ilmkjarnaolíur fyrir líkamlega og andlega heilsu Elísa Valdís Einarsdóttir notar ilm- kjarnaolíur daglega fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu. Góð stemning á Heima-Skaga tónlistarhátíðinni Þessar skemmtu sér vel á tónleikum í Bárunni brugghúsi. Friðrik Dór með tónleika heima hjá Lilju og Guðna. Á tónleikum heima hjá Pálma og Elfu við Grundartún. Jónas Sig með tónleika í Haraldarhúsi. Jónas Sig í Akraneskirkju.Valgeir Guðjóns vakti mikla lukku í Bárunni brugghúsi. Góð stemning í Haraldarhúsi.Fólk var almennt ánægt með viðburðina. Hér eru nokkrir á rölti milli viðburða.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.