Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 2019 13 Nordisk litteraturvecka Fest i Norden Nordisk litteraturuge Fest i Norden Nordisk litteraturuke Fest i Norden Pohjoismainen kirjallisuus- viikko Juhla Pohjolassa Bárður Óskarsson 11-17/11 2019 Norræn bókmenntavika Norræn hátið Norðurlendsk bókmentavika Hátíðarhald í Norðurlondum Nunat Avannarliit atuagaataasa sapaatip-akunnerat Avannaani Fiisternerinnaavoq Nordic Literature Week Nordic Celebration 11. nóvember, mánudagur kl. 10 Morgunstund með börnum í bókhlöðunni Þórunn Reykdal les fyrir nemendur á Kleppjárnsreykjum og Hnoðrabóli, sem koma í heimsókn 15. nóvember, fimmtudagur kl. 20 Rökkurstund með fullorðnum í Prjóna-bóka-kaffi Kristín Gísladóttir og Sigurbjörn Aðalsteinsson kynna verk sín Kristín Gísladóttir og Sigurbjörn Aðalsteinsson, rithöfundar og kvikmyndagerðarfólk eru gestir vikunnar og hitta m.a. eldri nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar. Þau búa og starfa í Los Angeles og vinna nú að bókaröðinni, Dagbjartur Skuggi og útlagarnir. Norræn bókmenntavika er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og í nágrannalöndum þeirra. Viðburðir vikunnar falla því vel að Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Allir velkomnir Norræn bókmenntavika – Dagur íslenskrar tungu Snorrastofa í Reykholti 11.–17. nóvember 2019 Teikning Bárður Óskarsson fyrir Norræna bókmenntaviku Þórunn ReykdalFrá Reykholti SK ES SU H O R N 2 01 9 Bæjarstjórnarfundur 1302. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 12. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Framsókn og frjálsir í Frístundamiðstöðinni, • laugardaginn 9. nóvember kl. 10:30. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, • laugardaginn 9. nóvember kl. 10:30. Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8, laugardaginn • 9. nóvember kl. 10:30. Gleðifundur  Húsið opnar: 20:00  Borðhald hefst: 20:45  Matur: lambalæri og meðlæti  Heimabrugguð skemmtiatriði  Happdrætti  Bjartmar á Norður-Reykjum Gleðifundur Ball Laugardaginn 16. nóvember í Logalandi Hljómsveitin leika fyrir dansi Ballið Hleypt verður inn á ballið eftir kl. 23:00 Aldurstakmark 16 ára Miðapantanir Miðapantanir á Gleðifund eru hjá Bjarnfríði í Ásgarði í síma: 8657550 eða bjaddam@gmail.com. Síðasti dagur til að panta er miðvikudagskvöldið 13. nóvember. Ekki þarf að panta miða á ballið. Miðaverð Gleðifundur og ball: 6000 kr Ball: 3000 kr Gleðifundarnefnd Ungmennafélags Reykdæla Golfhermirinn í eyjunni í Borgar­ nesi hefur nú formlega verið tekinn í notkun. eldri borgarar hafa þó um nokkurn tíma æft í eyjunni sem nú er formlega opin fyrir alla starf­ semi golfklúbbsins. Þar er hægt að æfa púttið, slá í net, nota golfhermi og æfa pílukast. „Við erum mjög virkur hópur þarna af eldri borgur­ um,“ segir Ingimundur Ingimund­ arson þjálfari eldri borgara í golfi í samtali við Skessuhorn. Um 20­30 eldri borgarar æfa golf tvisvar í viku í Borgarnesi. „Ég er búinn að vera þjálfara í u.þ.b. 50 ár og þetta er skemmtilegasti hópur sem ég hef verið með. Í húsinu er núna byrj­ uð frekari starfsemi eins og barna­ og unglingastarf. Þetta innisvæði er eitt það skemmtilegasta sem ég hef séð á landinu,“ segir Ingimundur kátur. arg Síðastliðinn föstudag var fyrsti dagurinn sem heimilt er að veiða rjúpu á þessu hausti. Fyrirkomu­ lag veiðanna er með breyttu sniði miðað við undangengin ár. nú og næstu tvö ár að auki verður heim­ ilt að skjóta rjúpu frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvem­ ber, föstudaga til þriðjudaga, eða alls 22 daga í mánuðinum. Áfram er þó í gildi sölubann á rjúpum sem þýðir að veiðimönnum er einung­ is frjálst að veiða fyrir sig og fjöl­ skyldu sína hæfilegan fjölda fugla og er óheimilt að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpna­ afurðir. Þannig er þess vænst að menn gangi ekki of nærri stofnin­ um. Sem fyrr eru veiðimenn hvatt­ ir til að haga veiðum eftir aðstæð­ um, fylgjast til dæmis vel með veð­ urspám, hafa fjarskiptatæki í lagi, klæðast góðum fatnaði og láta aðra vita af ferðaáætlun sinni. Veðrið lék við veiðimenn um vestanvert landið um liðna helgi. Skessuhorn hefur heimildir fyr­ ir því að sumir þeirra hafi þegar á föstudaginn náð sér í jólamatinn, meðan aðrir þurfa að arka af stað á nýjan leik þá veiðidaga sem eftir eru í mánuðinum. mm Stór hópur eldri borgara æfir reglulega pútt í Borgarnesi. Ljósm. Golfklúbbur Borgarness. Golfherminn tekinn í notkun í Eyjunni í Borgarnesi Rjúpnaveiðitímabilið er hafið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.