Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 20196 Landsmönnum boðin dróna- kona LANDIÐ: Fyrir og um síð­ ustu helgi fór fram um land allt sala björgunarsveita Slysavarnafélagsins Lands­ bjargar á neyðarkallinum. Að þessu sinni var neyðar­ kallinn björgunarsveitar­ kona með dróna, en þau tæki hafa björgunarsveitir í vax­ andi mæli tekið í sína notkun við leit að týndu fólki. Björg­ unarsveitarfólk stóð vakt­ ina á fjölförnum stöðum og bauð neyðarkallinn til sölu. Hagnaður af sölunni rennur óskiptur til reksturs björgun­ arsveitanna og er m.a. notað­ ur til að endurnýja búnað og til þjálfunar björgunarsveit­ arfólks. -mm Skipaður þjóð- leikhússtjóri RVK: Lilja Alfreðsdótt­ ir mennta­ og menningar­ málaráðherra hefur skipað Magnús Geir Þórðarson út­ varpsstjóra í embætti þjóð­ leikhússtjóra frá 1. janúar nk. Skipunin gildir í fimm ár. Sjö umsóknir bárust um embætt­ ið. Starf útvarpsstjóra verður auglýst laust til umsóknar. -mm Umsagnir um plastfrumvarp LANDIÐ: Umhverfis­ og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um holl­ ustuhætti og mengunar­ varnir. Frumvarpinu hefur nú verið streymt á samráðs­ gátt stjórnvalda þar sem fólki gefst kostur á að koma með athugasemdir til 11. nóvem­ ber nk. „Markmið frum­ varpsins verður að draga úr áhrifum plasts á umhverf­ ið og heilsu fólks. Jafnframt að hreinsa plast úr umhverf­ inu, vekja neytendur til um­ hugsunar um neyslu og um­ hverfisáhrif plasts, draga úr notkun einnota plastvara og styðja við notkun fjöl­ nota vara,“ segir í kynn­ ingu. Lagasetningin bygg­ ir á innleiðingu nýrrar evr­ óputilskipunar sem ætlað er að koma í veg fyrir og draga úr umhverfisáhrifum af til­ teknum vörum úr plasti og áhrifum þeirra á heilsu fólks. Þá er fyrirhuguð lagasetning liður í áherslu ríkisstjórnar­ innar á aðgerðir gegn plast­ mengun og eflingu hringrás­ arhagkerfisins. -mm Erilsamt hjá lögreglu VESTURLAND: Síðasta helgi var mjög annasöm hjá lögreglumönnum umdæmis­ ins. Að sögn Ásmundar Kr. Ásmundssonar aðstoðaryf­ irlögregluþjóns voru bókuð hvorki fleiri né færri en 140 mál í skráningarkerfi lög­ reglu um helgina og þá eru þau mál sem koma í gegnum hraðamyndavélar ekki tal­ in með. er það óvenju mik­ ið í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Ásmundur seg­ ir að umferðamál hafi ver­ ið sérstaklega áberandi og af ýmsum toga; allt frá allt of hröðum akstri og aksturs án bílbeltis til ölvunar­ og fíkni­ efnaaksturs og kyrrsetningar atvinnubifreiða vegna ófull­ nægjandi frágangs á farmi. -kgk Spólað í hringi AKRANES: Haft var sam­ band við lögreglu á mánu­ dagskvöld og kvartað yfir ökumönnum sem voru að spóla í hringi á bílastæðinu við Garðavöll á Akranesi. ekki er vitað hverjir voru þar á ferðinni, því þeir voru horfnir á brott þegar lög­ reglu bar að garði. -kgk Styttan Jöklarar, minnisvarði um drukknaða sjómenn, hefur sett svip sinn á Sjómannagarðinn á Hellis­ sandi frá því hún var sett upp árið 1974. Styttan sem er eftir Ragn­ ar Kjartansson er eitt elsta verk eftir listamanninn. Var hún fyrir rúmu ári síðan send í bronsun til Þýskalands til fyrirtækis sem nefn­ ist Kollinger þar sem hún var farin að skemmast að utan. Það er Slysa­ varnadeildin Helga Bárðardóttir sem á styttuna og þær Aðalheiður Aðalsteinsdóttir og Albína Gunn­ arsdóttir tóku á móti styttunni síð­ astliðinn föstudag og fylgdust með því þegar Árni Jón Þorgeirsson kom henni fyrir á stalli sínum í Sjó­ mannagarðinum. Þær Aðalheiður og Albína hafa borið hita og þunga af því að koma styttunni í viðgerð og flutning hennar heim aftur. Voru þær því að vonum glaðar þegar styttan var sett á sinn stað í fallegu vetrarveðri um liðna helgi. Vildu þær koma á fram­ færi kæru þakklæti til þeirra fyrir­ tækja sem studdu slysavarnadeildina í þessu verkefni því án þeirra hefði þetta aldrei verið hægt. en bæði er tímafrekt og dýrt er að senda svona listaverk um langan veg. Kostnað­ ur er kominn í tæpar átta milljónir króna. enn er tekið á móti styrkjum til verkefnisins og hægt að leggja inn á reikning: 0190­15­380046 kt. 661090­2009. eins og áður sagði sá Þorgeir ehf. um að koma styttunni á sinn stað, Ragnar og Ásgeir sáu um að flytja styttuna í skip í Reykjavík og til baka aftur án endurgjalds. Aðr­ ir sem studdu slysavarnadeildina Helgu Bárðurdóttur voru: Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Snæ­ fellsbær, Guðmundur Kristjánsson, nónvaða, Kristinn J. Friðþjófsson, Baldur Jónsson, Auður Grímsdótt­ ir, Apótek Ólafsvíkur, Skarðsvík, Sandbrún, Breiðavík, Litlalón, Út­ nes Hjallasandur, KG fiskverkun, Þorgeir ehf. og Frakt flutnings­ miðlun. þa Krani og bíll frá Þorgeiri ehf. hífði styttuna á sinn stað við Sjómannagarðinn. Styttan Jöklarar er komin að nýju á stall sinn Aðalheiður og Albína eftir að styttunni hafði verið komið fyrir á stallinum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.