Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 20192 Nú þegar sólin lætur ekki sjá sig fyrr en þegar liðið er á morgun- inn er vert að minna foreldra á að passa upp á endurskinsmerki fyr- ir börnin þegar þau eru á ferðinni í morgunsárið. Einnig er vert að minna ökumenn á að gæta vel að börnum sem eru á ferð í myrkrinu. Á morgun er útlit fyrir hæga suð- læga eða breytilega átt og bjart veður á Norður- og Austurlandi. Dálítil slydda eða snjókoma um tíma vestanlands og frost 0-10 stig, en frostlaust við suður- og vestur- ströndina að deginum. Á föstudag er spáð hvassri suðaustanátt með rigningu eða slyddu sunnanlands og hiti verður á bilinu 0-5 stig. Hægari vindur norðanlands, þurrt og vægt frost. Á laugardag er spáð austan- og suðaustanátt 10-18 m/s og hvassast suðastanlands. Rign- ing eða slydda, en þurrt norðan- lands. Hiti 0-5 stig en vægt frost í innsveitum fyrir norðan. Á sunnu- dag er útlit fyrir suðaustanátt og léttskýjað fyrir norðan en lítilshátt- ar skúrir eða él við suður- og suð- austurströndina. Hiti breytist lítið. Á mánudag er spáð suðaustanátt og rigningu eða slyddu á Suðurlandi en þurrt norðanlands. Í síðustu viku reyndum við að varpa ljósi á hvar góði staðurinn er sem við setjum mikilvæga hluti á, en finnum svo ekki aftur. Ekki gekk það eftir því 100% svarenda á vef Skessuhorns bara mundu það ekki. Reyndar vorum við með fíflaskap og gáfum ekki aðra svarmöguleika. Teljum líklegt að slíkir „góðir staðir“ finnist/gleymist á öllum heimilum. Í næstu viku er spurt: Þekkir þú áttirnar hvar sem þú ert? Undanfarið hefur björgunarsveita- fólk staðið vaktina í sölu á neyðar- konunni. Er þetta mikilvægur hluti í fjáröflun björgunarsveitanna og er þetta duglega fólk Vestlending- ar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Tilboði í Laugar rift DALABYGGÐ: Kauptil­ boði í Laugar í Sælingsdal hefur verið rift af bjóðend­ um þar sem ekki náðist að fjármagna kaupin. Það voru félögin Rent­leigumiðlun og Celtic north ehf. sem áttu tilboðið, en það hljóðaði upp á 320 milljónir króna. RÚV greindi frá. eignirnar á Laugum eru áfram í sölu, en ef ekki fæst tilboð mun sveit­ arstjórn endurskoða stöð­ una um áramótin. Þá verð­ ur ákveðið hvort eignirnar verða auglýstar til leigu eða látnar bíða með tilliti til þess hvernig rekstri í húsnæðinu verður háttað næsta sumar, að því er haft er eftir Krist­ jáni Sturlusyni sveitarstjóra í frétt RÚV. -kgk Frumsýningu frestað AKRANES: Sýningum á Litlu Hryllingsbúðinni, í uppsetningu Skagaleik­ flokksins, seinkar um eina viku. Frumsýning verður því föstudaginn 14. nóvem­ ber. Áður auglýstar sýning­ ar færast um eina viku. Seld­ ir og pantaðir miðar hafa verið færðir til í takt við þá breytingu, nema að mið­ ar á sýninguna fimmtudag­ inn 14. nóvember hafa ver­ ið færðir á sýningu föstudag­ inn 22. nóvember kl. 20:30, að því er fram kemur í til­ kynningu sem midi.is hefur sent á miðahafa. Þeim sem þurfa að breyta miðum eða eftir atvikum fá endurgreitt í kjölfar breytinganna er bent á að hafa samband við midi. is, hafi þeir keypt miða þar. Aðrir hafi samband á stjor­ nin19@gmail.com. „Skaga­ leikflokkurinn biður þá sem verða fyrir óþægindum af þessum sökun afsökunar og vonast til að sjá sem flesta káta og hressa á glæsilegri sýningu í Bíóhöllinni á Akra­ nesi,“ segir í tilkynningunni. -kgk Samtök sveitar- félaga 50 ára VESTURLAND: Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi eru fimmtíu ára á þessu ári. Af því tilefni verður boðað til ráðstefnu föstudaginn 15. nóvember nk. í Hjálmakletti í Borgarnesi. Í upphafi ráð­ stefnunnar sem hefst klukk­ an 13 mun Sævar Kristins­ son frá KPMG kynna niður­ stöður úr sviðsmyndagrein­ ingu um mögulega þróun atvinnulífs og samfélags á Vesturlandi. Í kjölfarið munu nokkrir ungir Vestlendingar kynna sína sýn á framtíðina og dagskrá ráðstefnu mun ljúka með pallborðsumræð­ um. Að ráðstefnunni lokinni munu samtökin standa fyr­ ir afmælisfagnaði í Hjálma­ kletti. -mm Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu votlendis og óshólma Fitjaár í Skorradal sem friðland. Áformin eru kynnt í sam­ starfi við landeigendur og Skorra­ dalshrepp. „Víðlent votlendi er við Fitjaá og er það að stærstum hluta á náttúruminjaskrá. Tillagan nær jafnframt yfir árósa Fitjaár þar sem er að finna fjölbreytt fuglalíf. Star­ ungsmýravist er ríkjandi á svæðinu en hún er á lista Bernarsamningsins yfir vistgerðir sem þarfnast verndar. einnig eru fjölbreytt mýrargróður­ samfélög og vatnaplöntur á svæð­ inu auk þess sem jarðvegur votlend­ isins hefur hátt kolefnisinnihald og mikla vatnsgeymd. Svæðið telst því hafa hátt verndargildi,“ segir í til­ kynningu frá stofnuninni. Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferð náttúruverndarlaga en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á framkvæmdaáætlun náttúru­ minjaskrár séu kynnt sérstaklega. mm/ Ljósm. Kristbjörn Egilsson. Þessa dagana er verið að undirbúa flutninga Vínbúðarinnar á Akra­ nesi, frá Þjóðbraut 13 að Kalmans­ völlum 1. Að sögn Sveins Vík­ ings Árnasonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs, er stefnt að því að opna á nýjum stað fimmtudaginn 14. nóvember næstkomandi, sama dag og sala jólabjórs hefst í versl­ unum Vínbúðanna. Aðspurður segir Sveinn að af­ greiðsla muni ekki falla niður neina daga vegna flutninganna. eftir lok­ un að kvöldi 13. nóvember verði síðustu handtökin við flutningana unnin og síðan opnað á nýjum stað morguninn eftir, fimmtudaginn 14. nóvember sem fyrr segir. Með flutningunum meira en tvö­ faldast húsnæði Vínbúðarinnar á Akranesi að stærð, fer úr tæpum 200 fermetrum í 440 fermetra. kgk Ákvörðun hefur verið tekin um að leggja af rekstur Upplýsingamið­ stöðvar Vesturlands í Hyrnutorgi í Borgarnesi. Var samningi um leigu húsnæðis sagt upp fyrir lok septem­ ber síðastliðins en leigusamningur við Borgarland ehf., eiganda hús­ næðisins, er með árs uppsagnar­ fresti. Að sögn Páls S. Brynjarsson­ ar, framkvæmdastjóra SSV, er með þessari ákvörðun verið að fylgja eft­ ir stefnu Ferðamálastofu sem hætt er að styðja við rekstur landshluta­ miðstöðva fyrir ferðamenn. Rík­ ið styrkti þannig rekstur Upplýs­ ingamiðstöðvar Vesturlands um 2,6 milljónir króna á þessu ári og aðra landshluta eða sveitarfélög um sam­ bærilega upphæð. Stefna Ferða­ málastofu er nú sú að sá stuðning­ ur sem hið opinbera hefur fram til þessa lagt til upplýsingamiðstöðva fari í stafræna upplýsingagjöf. Því er samhliða þessari ákvörðun hætt stuðningi við prentun bæklinga og kynningarefnis, annars en efnis sem miðlað er stafrænt. Síðasti árgang­ ur af Ferðablaði Vesturlands ­ Tra­ vel West Iceland, sem komið hef­ Upplýsingamiðstöðinni verður lokað á næsta ári ur út hjá Skessuhorni nær óslitið í tuttugu ár, hefur því litið dagsins ljós. Markaðsstofan mun halda áfram annarri starfsemi en beinni leið­ sögn og upplýsingagjöf við ferða­ menn og þátttöku í útgáfu kynn­ ingarefnis á prenti. Stefna Ferða­ málstofu er að komið verði á fót áfangastaðastofum í öllum lands­ hlutum, sem taki að sér skilgreind verkefni, sem þó á eftir að útfæra nánar, að sögn Páls. mm Þær starfa nú á upplýsingmiðstöðinni í Borgarnesi og hjá Markaðsstofu Vesturlands. F.v. Sonja Hille, Thelma Harðardóttir og Björk Júlíana Jóels- dóttir. Upplýsingamiðstöð ferðamála í Hyrnutorgi í Borgarnesi verður lokað á næsta ári. Vín í hillum Vínbúðarinnar á Akranesi. Ljósm. úr safni/ kgk. Fá jólabjórinn á nýjum stað Áforma friðlýsingu votlendis við Fitjaá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.