Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 201912 Guðmundur Sigvaldason hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi sem framkvæmdastjóri og hef­ ur stjórn Leynis orðið við beiðni hans. Frá þessu er greint í fréttatil­ kynningu. Í samtali við blaðamann Skessuhorns segist Guðmundur nú liggja undir feldi vegna starfs­ tilboðs sem honum hefur borist, en væntir þess að starfa fyrir Leyni út uppsagnartímann. „Ég viður­ kenni það fúslega að það var erfið ákvörðun að segja upp störfum hjá þessum góða klúbbi sem Leynir er. Hér hefur ýmislegt áunnist, en á minni vakt hefur reksturinn í raun tekið stakkaskiptum, félaga­ fjöldi hefur aukist umtalsvert eða yfir 30%, velta hefur þrefaldast tímabilið 2013 til dagsins í dag og afkoma klúbbsins er í dag í góðu jafnvægi. eitt skemmtilegasta og í raun mest krefjandi verkefnið var þó undirbúningur, hönnun og verkefnastjórn á byggingu nýrr­ ar frístudamiðstöðvar. Þar lögðu allir sig vel fram og húsið, völlur­ inn og öll umgjörð um starf golf­ klúbbsins er í dag til fyrirmyndar á landsvísu. Ég er því bara stoltur yfir hvernig til hefur tekist. Spil­ aðir golfhringir á vellinum í sum­ ar voru til að mynda tæplega 22 þúsund sem er gríðarleg aukning frá fyrri árum. Þeir hafa verið í kringum 16­18 þúsund flest und­ angengin ár, en voru 14 þúsund í rigningarsumrinu í fyrra. Þessi aukning nú hefði þó aldrei orð­ ið nema fyrir þær sakir að gest­ ir er ánægðir með völlinn og þá aðstöðu sem hér er í boði,“ segir Guðmundur. Guðmundur tók við fram­ kvæmdastjórn í Golfklúbbnum Leyni 2013 og hefur leitt öfluga uppbyggingu klúbbsins undan­ farin ár. Hann stýrði eins og áður sagði uppbyggingu nýrrar þúsund fermetra frístundamiðstöðvar og félagsaðstöðu Leynis sem tekinn var í notkun í apríl á þessu ári. „Tíminn hjá Golfklúbbnum hefur verið afar gefandi og skemmtileg­ ur og hefur verið gaman að vinna fyrir félagsmenn Leynis. Ég er þakklátur öllu því góða starfsfólki og samstarfsfólki sem ég hef unn­ ið með og er stoltur af þeirri upp­ byggingu klúbbsins sem átt hefur sér stað á minni vakt,“ segir Guð­ mundur í samtali við Skessuhorn. Þórður emil Ólafsson formaður Golfklúbbsins Leynis kann Guð­ mundi bestu þakkir fyrir störf hans fyrir félagið. „Guðmundur hefur starfað fyrir Golfklúbbinn Leyni í sjö ár og verið lykilmaður í þeirri uppbyggingu og öfluga starfi sem unnið hefur verið hjá Leyni síð­ astliðin ár. Samstarfið við Guð­ mund hefur verið gott og hefur reynsla hans og þekking reynst klúbbnum gríðarlega vel á þessum uppbyggingartíma. Stjórn Leynis kann Guðmundi bestu þakkir fyrir störf hans fyrir klúbbinn og óskar honum velfarnaðar á nýjum vett­ vangi,“ segir hann í tilkynningu. mm Frumkvöðlakeppninni Gullegg­ inu lauk með verðlaunaafhend­ ingu 25. október síðastliðinn. Þar gerði teymið Statum sér lítið fyr­ ir og hreppti verðlaun fyrir bestu stafrænu lausnina. Teymið skipa Vestlendingurinn edit Ómars­ dóttir, ásamt þeim Hafdísi Sæ­ land og Helgu Margréti Ólafsdótt­ ur. Þær útbjuggu dómsal í sýndar­ veruleika, sem ætlaður er þolend­ um kynferðisofbeldis. Þar geta þol­ endur stigið inn í sýndarveruleik­ ann ásamt fagaðila og æft sig í að­ stæðum sem minna á raunveruleik­ ann. Hefur slíkt hvergi verið gert í heiminum áður, eftir því sem best er vitað. edit segir að hugmynd­ in hafi kviknað þegar þær unnu að lokaverkefni til B.S. gráðu í tölvun­ arfræði við Háskólann í Reykjavík. „Okkur langaði að gera eitthvað í samstarfi við lögregluna en jafn­ framt í sýndarveruleika. Við fór­ um því á fund með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og með þeim fundum við út að þörfin væri mest hjá þolendum kynferðisofbeld­ is. Upp frá því fór boltinn að rúlla. næst funduðum við með dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, vorum áfram í samskiptum við lögreglu og sálfræðinga til að athuga hvort ein­ hver grundvöllur væri fyrir þess­ ari hugmynd og hvort þeir teldu að hún myndi virka,“ segir edit í sam­ tali við Skessuhorn. „Alls staðar var mjög vel tekið í hugmyndina,“ seg­ ir hún ánægð. Upplifðu sömu tilfinningu Við tók rannsóknarvinna og þar sem þær lásu rannsóknir á sýnd­ arveruleika. Kom í ljós að hann hefur reynst vel á öðrum sviðum, til dæmis í meðferð við kvíða og áfallastreitu. Þá var farið í að smíða sýndarveruleikann. Það var gert í Cadiu, gervigreindarsetri HR. edit segir að það hafi á köflum ver­ ið svolítið snúið. „Sýndarveruleik­ inn er ekki bara dómssalurinn sjálf­ ur, heldur erum við með sýndarver­ ur inni í salnum, sem bregðast við hreyfingum notandans, staðsetn­ ingu og fleiru. Þannig að hann er gagnvirkur. Smíðin var því dálítið flókin á köflum,“ segir hún en bæt­ ir því við að fyrir vikið sé sýndar­ veruleikinn auðvitað raunverulegri. „Við fórum í Héraðsdóm Reykja­ víkur og mynduðum þann sal sem oftast er notaður þegar dæmt er í kynferðisbrotamálum. Síðan feng­ um við sérfræðinga til að prófa sýndarveruleikann; lögreglustjór­ ann á höfuðborgarsvæðinu, dóm­ stjóra og varadómstjóra Héraðs­ dóms Reykjavíkur og sálfræðinga. Allt fólk sem hefur komið í dóms­ sal áður. Og það sem okkur fannst merkilegast er að öll sögðust þau hafa upplifað sömu tilfinningu og við að koma raunverulega inn í sal­ inn. Okkur þótti mjög áhugavert að ná því fram,“ segir edit ánægð. Einstakt á heimsvísu eftir að hafa skilað inn lokaverk­ efninu segir edit að það hafi vak­ ið mikla athygli. Upp úr því ákváðu þær að skrá hugmyndina í Gull­ eggið og athuga hvort þær kæm­ ust að. Þær gerðu það og gott bet­ ur, hlutu verðlaun fyrir bestu staf­ rænu lausnina eins og fram kom hér að ofan. „Boltinn heldur síð­ an áfram að rúlla því við erum ekki hættar ennþá,“ segir hún. „Í janú­ ar verða prófanir í sýndarveruleik­ anum á vegum sálfræðideildar HR. Mastersnemi mun þá gera prófun á salnum með alvöru notendum, raunverulegum þolendum kynferð­ isbrota. Þá vonandi verður nytsemi sýndarveruleikans staðfest og við komumst að því hversu oft þolend­ ur þurfa að fara í gegnum hann til að vinna á kvíða fyrir dómsmálinu. Þetta hefur mikið rannsóknargildi fyrir greinar eins og sálfræðina, því sýndarveruleiki hefur aldrei ver­ ið notaður áður í þessu samhengi, hvergi í heiminum,“ bætir hún við. Vilja hjálpa samfélaginu Auk þess segir edit að framund­ an sé fundur með mikilvægum að­ ila sem tengist málaflokknum, þar sem rætt verður hvert framhaldið gæti orðið. Hún vill þó ekki gefa upp að svo stöddu hver það er. „en allir sem við höfum rætt við til þessa eru mjög spenntir að fá þetta tæki í notkun og sjá nytsem­ ina í því og gagnið sem það get­ ur gert,“ segir hún. „ef allt geng­ ur að óskum verður þetta vonandi komið í notkun í kringum 2020 eða 2021. Vonandi verður hægt að setja sýndarveruleikann upp á Bjarkar­ hlíð, Stígamótum, Barnahúsi og bara öllum stöðum sem þolend­ ur kynferðisbrota leita til,“ segir hún. „Þessi hópur þykir okkur hafa gleymst einhvern veginn. Við eig­ um til tækni sem getur hjálpað alls konar fólki, en oft er tilhneiging­ in hjá þeim sem eru í tæknigeir­ anum að leita þangað sem pen­ ingarnir eru. Þá vill það gerast að aðrir gleymast. Markmiðið okk­ ar er ekki að græða á þessu held­ ur gera eitthvað sem hjálpar samfé­ laginu,“ segir edit Ómarsdóttir að endingu. kgk/ Ljósm. aðsendar. Guðmundur Sigvaldason er hér í nýju frístundamiðstöðinni við Garðavöll. Mál- verk af vellinum og Akrafjalli eftir Bjarna Þór prýðir gafl byggingarinnar. Guðmundur hættir að stýra Golfklúbbnum Leyni Smíðuðu dómssal í sýndarveruleika Ætlað að hjálpa þolendum kynferðisofbeldis Edit Ómarsdóttir (fyrir miðju) ásamt þeim Helgu Margréti Ólafsdóttur (t.v.) og Hafdísi Sæland (t.h.). Þær fengu verðlaun fyrir bestu stafrænu lausnina í frum- kvöðlakeppninni Gullegginu. Dómssalur í sýndarveruleika sem Edit, Helga og Hafdís smíðuðu. Sýndarveruleikinn er ekki aðeins dómssalurinn sjálfur, heldur eru þar sýndarverur sem bregðast við hreyfingum notandans og fleiru.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.