Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 20198 Á ferðinni á fleygiferð HVALFJSV: Á föstudag kl. 1:30 um nótt stöðvaði lögregla ökumann á Vesturlnandsvegi til móts við Ölver á 131 km/ klst., en hámarkshraði þar er sem kunnugt er 90 km/klst. Lögregla fann kannabislykt af ökumanninum og framkvæmdi fíkniefnapróf. Svaraði það já- kvætt við neyslu kannabiss. Var maðurinn því handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var látinn gefa blóðsýni. Ökumaðurinn heimilaði leit í bílnum, þar sem fundust þrír pokar með ætluðum kannabis- efnum. Maðurinn verður kærð- ur fyrir of hraðan akstur, akstur undir áhrifum ávana- og fíkni- efna og fyrir vörslu og meðferð fíkniefna. -kgk Árekstrar en engin slys HVALFJSV: Þriggja bíla árekstur varð á Akrafjalls- vegi vestan Hvalfjarðargangna á fimmtudag. einn bíll nam staðar, með þeim afleiðingum að annar ók aftan á hann og svo sá þriðji aftan á þann. Fólkið í bílunum kenndi sér einhverra eymsla en er ekki alvarlega slasað. Þá varð umferðaróhapp á gatnamótum Vesturlands- vegar og Grundartangavegar í gærmorgun, þriðjudaginn 19. nóvember. óhappið varð um hálf átta leytið þegar einum bíl var ekið í veg fyrir annan, með þeim afleiðingum að þeir skullu saman. engin slys urðu á fólki, en ökumaður annarrar bifreiðarinnar var þó fluttur á HVe til skoðunar. Bílarnir eru töluvert skemmdir eftir árekst- urinn. -kgk Fjúkandi plötur STYKKISH: Lögreglu var til- kynnt um fjúkandi þakplötur við nesveg í Stykkishólmi síð- astliðinn föstudag. Lögregla fór á staðinn og kannaði mál- ið en sá engar plötur. Kom þá í ljós að einhver hafði sett plöt- urnar ofan á ruslagám og ætlað að losa sig við þær. Síðan tóku plöturnar að fjúka, en þá kom eigandi þeirra, batt þær saman og gekk frá þeim. -kgk Lóga þurfti hrossi DALABYGGÐ: Síðastliðinn föstudag var lögreglu tilkynnt um að hestur hefði slasast eft- ir að girðing rofnaði í hólfi við hesthúsahverfið í Búðardal. Hestarnir sluppu út og flækt- ust í gaddavír. Þeir fundust seinna svolítið frá, átta sam- an. Var einn þeirra með mjög stórt sár á fæti og drep kom- ið í það. Þurfti að fella hross- ið nokkrum dögum eftir að það fannst. Hrossin sluppu eft- ir að verktaki rauf girðinguna. Á vettvangi sáust ummerki eft- ir jarðýtu. Hestarnir fóru svo í girðinguna og vírinn, með fyrrgreindum afleiðingum. Að sögn lögreglu kvaðst verktak- inn ekki hafa gert sér grein fyrir því að hestar væru innan girðingarinnar og því dregið að loka henni. Talið er að hestarn- ir hafi sloppið einhvern tím- ann á tímabilinu 23.-25. októ- ber, en málið kom þó ekki inn á borð lögreglu fyrr en á föstu- daginn. -kgk Hálkuslys í umferðinni VESTURLAND: Bílvelta varð á Vesturlandsvegi, til móts við Hótel Hafnarfjall, á laugardagsmorgun. Öku- maður, sem var einn í bíln- um, var á leið norður missti stjórn á bifreið sinni í hálku, fór út af hægra megin og valt síðan eina veltu. Hlaut hann skurði á höndum og and- liti og var fluttur með sjúkra- bíl til læknisskoðunar, en er ekki talinn hafa slasast alvar- lega. Hann komst af sjálfs- dáðum út úr bílnum og beið lögreglu og sjúkraflutninga- manna inni í bíl vegfaranda sem kom honum til aðstoð- ar. Sama dag valt bíll sem ekið var um Skorradalsveg. Kvaðst ökumaður hafa ekið mjög hægt þegar óhappið varð, en misst stjórn á bílnum í krapa og hálku með þeim afleiðing- um að hann missti bílinn út af þar sem hann valt. Tveir voru í bílnum og báður kenndu þeir sér eymsla eftir óhappið en reyndust ekki slasaðir. Síðdeg- is á laugardag missti ökumað- ur stjórn á bifreið sinni í krapa á Vesturlandsvegi til móts við Skarðslæk. Bíllinn fór utan í víravegrið og skemmdist tölu- vert og framhjól sprakk. eng- in slys urðu á fólki. -kgk Sviptur í varðhald VESTURLAND: Lögregla stöðvaði ökumann á ferð hans um Vesturlandsveg á laugar- dagsmorgun. Kom þá í ljós að sá hafði verið sviptur ökurétt- indum í tvígang. Var þetta því þriðja skipti sem viðkomandi gerist sekur um sviptingarakst- ur. Að sögn lögreglu má hann búast við því að vera dæmdur í 30 daga varðhald fyrir athæfið. -kgk Ungur og ölvað­ ur undir stýri BORGARBYGGÐ: Rétt eft- ir miðnætti aðfararnótt sunnu- dags var lögreglu tilkynnt um ökumann sem hugsanlega væri ölvaður við akstur, en viðkom- andi spólaði þá í brekku í sum- arhúsabyggðinni við Svigna- skarð. Lögregla fór á vett- vang og lét ökumanninn blása. Vínandi mældist í andardrætti mannsins sem var handtek- inn og færður á lögreglustöð- ina. Ökumaðurinn hafði ekki náð 18 ára aldri og því var haft samband við foreldra hans, auk þess sem barnavernd var tilkynnt um málið. -kgk Reyndist ekki ölvaður BORGARNES: Haft var samband við lögreglu vegna ökumanns sem talið var að ætlaði að setjast ölvaður und- ir stýri við verslun Bónuss í Borgarnesi í vikunni sem leið. Tilkynnandi kvaðst hafa séð hann drekka úr áfengisflösku. Við eftirgrennslan lögreglu reyndist maðurinn ekki vera ölvaður. engu að síður segir lögregla besta mál að fólk láti vita ef það grunar að einhver ætli að setjast ölvaður undir stýri. -kgk Losun gróðurhúsalofttegunda vegna vegasamgangna hefur auk- ist gríðarlega, að því er fram kem- ur á vef Umhverfisstofnunar. Töl- ur um losun frá vegasamgöngum og hlutfall af þeirri losun sem fell- ur á beina ábyrgð stjórnvalda sýna að árið 2005 voru vegasamgöngur 26% af losun. Árið 2017 var hlut- fallið komið upp í 34%, en þar vega fólksbílar mest. Tölur frá síðasta ári liggja ekki fyrir. „Á meðan los- un frá vegasamgöngum hefur auk- ist þá hefur heildarlosun sem fell- ur á beina ábyrgð íslenskra stjórn- valda dregist saman um 5% mið- að við 2005. ef vegasamgöngur eru fráksildar, þá hefur heildarlos- un dregist saman um 15%,“ segir á vef UST. „Á mannamáli þýðir þetta að á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur dregist sam- an, hefur losun frá vegasamgöng- um aukist gríðarlega.“ Segir stofn- unin að til varnar hnattrænni hlýn- un varði miklu að fjölga hleðslu- stöðvum sem selja rafmagn á bíla. Svigrúm almennings til að minnka losun sé hvað mest í samgöngum. Öflugir orkuinnviðir og gott að- gengi að þeim skipti því höfuðmáli til að samgöngur landsmanna geti orðið umhverfisvænni. kgk Talið er að maður sem lést í bílslysi á Kjalarnesi 3. janúar 2018 hafi verið undir slævandi áhrifum lyfja sem hann tók að læknisráði, þeg- ar slysið varð. Hann hafi sennilega sofnað eða misst athygli við akstur- inn. Rannsóknarnefnd samgöngu- slysa hefur skilað skýrslu um slysið. Hinn látni var ungur maður, bú- settur á Akranesi. Slysið var þegar ungi maðurinn ók Subaru bifreið sinni að morgni dags um Vesturlandsveg í átt til Reykjavíkur, í röð nokkurra bif- reiða. Skyndilega var bifreiðinni ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir vörubifreið sem kom úr gagnstæðri átt, með fyrrgreindum afleiðingum. Harður árekstur Samkvæmt framburði vitna reyndi ökumaður vörubifreiðarinnar að sveigja frá til hægri, rétt áður en vinstra framhjól fólksbílsins rakst á vinstra framhorn vörubílsins. Áreksturinn var harður, vörubif- reiðin rann stjórnlaus eftir veg- inum þar til hún stöðvaðist rúm- um 60 metrum frá árekstrarstað. Fólksbifreiðin kastaðist út af veg- inum og nam staðar á hjólunum um 15 metrum frá árekstrarstaðn- um. Þriðja bifreiðin sveigði frá til að forðast að lenda framan á vöru- bifreiðinni og hafnaði utan vegar. Síðan lenti brak eftir áreksturinn á fjórðu bifreiðinni. engin hemla- eða skriðför sáust á vettvangi eftir fólksbifreiðina. Vegurinn liggur í mjúkri beygju þar sem áreksturinn varð. Telur rannsóknarnefndin sennilegt að ökumaðurinn hafi ekki beygt til að fylgja veglínunni og því hafi bif- reiðin farið yfir á öfugan vegar- helming. Maðurinn sem lést var í örygg- isbelti og loftpúði í stýri sprakk út við áreksturinn. Mikil aflögun varð inni í ökumannsrými bifreiðar- innar og lést hann af völdum fjöl- áverka sem hann hlaut í slysinu, að því er fram kemur í skýrslu rann- sóknarnefndarinnar. Ökumaður vörubifreiðarinnar var sömuleið- is spenntur í öryggisbelti og hlaut áverka á hendi. Sofnaði eða missti athygli Við áfengis- og lyfjamælingu á manninum sem lést komu fram lyf í lækningalegum skömmtum. Telur rannsóknarnefndin að hann hafi sennilega verið undir slævandi áhrifum þessara lyfja, sem hann tók að staðaldri að læknisráði. Sam- kvæmt lyfseðli þeirra skal ekki aka bifreið meðan lyfin eru tekin. Tel- ur rannsóknarnefndin að vegna þessa kunni hann að hafa sofn- að eða misst athygli við akstur- inn. enga lyfja- eða áfengisneyslu var að merkja í ökumanni vörubif- reiðarinnar. Rannsóknarnefndin minnir í skýrslunni á að sum lyfsseðils- skyld lyf geti haft slævandi áhrif sem geri varasamt að stjórna öku- tæki. Læknar verði að upplýsa sjúk- linga um slævandi og róandi áhrif lyfja á viðbragðsflýti og einbeit- ingu. Þá sé jafnframt mikilvægt að fólk hafi þessar verkanir lyfjanna sjálft í huga og hver og einn verði að leggja mat á getu sína til akst- urs og annars sem krefjist óskertrar athygli. Mikilvægt sé að lesa fylgi- seðla lyfja og nálgast frekari upp- lýsingar hjá lækni eða lyfjafræð- ingi, ef þörf krefur. Stjórnvöld flýti framkvæmdum Rannsóknarnefndin hvetur stjórn- völd í skýrslunni til að flýta fram- kvæmdum við aðgreiningu akst- ursátta á Vesturlandsvegi um Kjal- arnes, en gert er ráð fyrir að þær hefjist árið 2019 og ljúki 2022. Um- ferðin sé mikil á þeim stað er slysið varð, að meðaltali tíu þúsund bílar á sólarhring. „Að mati nefndarinn- ar er afar brýnt að aðgreina akst- ursáttir á vegum þar sem umferð er mikil til að fyrirbyggja framaná- keyrslur.“ kgk Losun frá bílaumferð hefur aukist gríðarlega Sennilega undir áhrifum lyfja sem hann tók að læknisráði Rannsóknarnefnd hefur skilað skýrslu um banaslys á Kjalarnesi Vesturlandsvegur um Kjalarnes, skammt frá þeim stað sem slysið varð. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.