Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 201910 Borgarbyggð var í Landsrétti á föstudag sýknuð af kröfu um bóta- skyldu Húsa og lóða ehf. Þar með staðfesti Landsréttur dóm Héraðs- dóms Vesturlands frá því í febrúar síðastliðnum. Fyrirtækið krafðist þess að bóta- skylda yrði viðurkennd vegna tjóns sem hlaust af byggingarleyfi sem gefið var út 16. september 2016, fyrir nýbyggingum við Borgar- braut 57 og 59 og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamá la felldi síðan úr gildi 23. desember sama ár. Sá úrskurður hafi gert það að verk- um að tafir yrðu á framkvæmdum við nýbygginguna með tilheyrandi tjóni. Borgarbyggð krafðist frávís- unar, en sýknu til vara. Í dómi Landsréttar segir að skil- málar aðal- og deiliskipulags hafi verið báðum aðilum aðgengileg- ir og hafi mátt vera þeim kunnir, þar með taldar þær takmarkanir sem voru á landsnotkun lóðarinn- ar. „Með því að hefja framkvæmdir á grundvelli byggingarleyfisins tók áfrýjandi þá áhættu að látið yrði reyna á gildi þess og gat ekki geng- ið út frá því að úrlausn mögulegra ágreiningsefna vegna þess félli honum í hag,“ segir í dómnum. Þá beri að líta til þess að áfrýjanda hafi verið unnt að halda framkvæmd- um áfram þann tíma sem bygg- ingarleyfið var í gildi, sem hafi verið ívilnandi fyrir hann. Þá verði ekki séð að ákvörðun um veitingu byggingarleyfis og afgreiðsla þess hjá byggingarfulltrúa hafi verið með þeim hætti að stofna sveitar- félaginu bótaskyldu. „Hinn áfrýj- aðir dómur skal vera óraskaður um sýknu stefnda, Borgarbyggð- ar, af viðurkenningu á bótaskyldu gagnvart áfrýjanda, Húsi og lóðum ehf.,“ segir í dómsorði Landsréttar. Málskostnaður var felldur niður. kgk Gunnlaugur Auðunn Júlíusson fráfarandi sveitarstjóri í Borgar- byggð kveðst aðspurður í samtali við Skessuhorn líta glaður um öxl, eftir þrjú og hálft ár í starfi sveitar- stjóra. Hann kveðst þakklátur fyr- ir að hafa fengið að kynnast íbúum í starfi og leik, en um leið er hann leiður yfir að þannig hafi farið í liðinni viku að sveitarstjórn ósk- aði ekki lengur eftir starfskröft- um hans. „Auðvitað er það svo að kjörnir fulltrúar ráða för. Þeir axla hina pólitísku ábyrgð og eru æðstu stjórnendur milli kosninga. Það voru þeir sem kusu að láta leiðir okkar skilja. Ég tek hatt minn og staf en mín bíða einfaldlega nýjar áskoranir og önnur verkefni hvar sem þau verða. Ég hætti störfum fyrir þetta góða samfélag í Borg- arbyggð glaður í bragði og þakk- látur fyrir að hafa fengið að kynn- ast héraðsbúum á nýjan leik,“ seg- ir Gunnlaugur, en hann er eins og margir lesendur þekkja Rauðsend- ingur að uppruna og fetaði meðal annars menntaveginn við Bænda- skólann á Hvanneyri. eftir það hefur hann sem dæmi verið sveit- arstjóri á Raufarhöfn en lengstan starfsaldur á hann hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga. Í stuttu spjalli við blaðamann nefnir Gunnlaug- ur meðal annars það sem stendur hæst eftir árin þrjú og hálft. Þakklátur samstarfsfólkinu Gunnlaugur leggur áherslu á að samstarf hafi verið gott við lykil- stjórnendur í sveitarfélaginu Borg- arbyggð. „Ég hef nú kvatt flesta stærri vinnustaði í sveitarfélaginu, fannst það eðlilegt og rétt að þakka fyrir það sem vel hefur gengið og heimsótti því í liðinni viku þessa flottu staði. Ég hef átt gott sam- starf við sveitarstjórn og nefni sérstaklega þær Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur og Lilju Björgu Ágústsdóttur oddvita í núverandi sveitarstjórn. Ég gæti vart hugsað mér betra og traustara samstarf og sömuleiðis hefur það verið prýði- legt við Guðveigu eyglóardótt- ur oddvita Framsóknarflokks í nú- verandi minnihluta. einnig átti ég prýðisgott samstarf við odd- vita þeirrar sveitarstjórnar sem réði mig til starfa vorið 2016. Þá vil ég einnig sérstaklega nefna gott samstarf við reynsluboltann Finn- boga í Hítardal. Við þetta fólk hef ég átt eins gott samstarf og hægt er að hugsa sér,“ segir Gunnlaug- ur. Hann hyggst nú taka sér frí í mánaðartíma eða svo, en gott sam- fellt frí kveðst hann ekki hafa tek- ið frá því hann hóf störf í Borgar- byggð í maí 2016. Virkur í samskiptum við íbúa „Ég hef lagt áherslu á að sinna starfi mínu af heilindum, meðal annars með því að leggja áherslu á að rækta tengsl við íbúana, þá sem ég starfa í umboði fyrir. Hef lagt mig fram um að sækja mannamót og menningar- viðburði af ýmsu tagi og finnst það einfaldlega tilheyra. Að óbreyttu hefði því verið framundan að sækja að minnsta kosti ein fimm til sjö þorrablót í upphafi árs,“ segir hann og brosir. Hann neitar því ekki að við slíkar aðstæður sé það kostur að finnast þorramatur góður. „Sá skóli sem ég hef fengið af veru minni í héraðinu er ekki síst sá að í Borgar- byggð er ótrúlega öflugt félags- og menningarlíf. Það kom mér raun- ar á óvart í hversu miklum blóma það er. Hér eru einnig gríðarlega öflugar menningarstofnanir og ég held að ekki sé hallað á neinn þó ég nefni í því samhengi Snorrastofu og Reykholtskirkju annars vegar og Landsnámssetrið í Borgarnesi hins vegar. Þar fara fram sýningar, tón- leikar, fyrirlestrar og fræðasam- komur af ýmsu tagi, menningar- samkomur sem ramma vel inn hin sterku tengsl sem Borgfirðingar hafa við bakgrunn sinn.“ Þrjú stór verkefni að raungerast Aðspurður um hvað standi upp úr á þeim þremur og hálfa ári sem hann hefur stýrt Borgarbyggð, svar- ar Gunnlaugur: „Ég er þakklátur fyrir svo margt. ekki þó síst að nú eru að raungerast þrjú stór verk- efni sem skipta íbúa og samfélagið allt alveg gríðarlega miklu máli. Þá á ég við stækkun og endurbæt- ur á Grunnskólanum í Borgarnesi, bygging nýs leikskóla á Kleppjárns- reykjum en ekki síst er ljósleiðara- væðing sveitarfélagsins hafin. Hún er nauðsynleg upp á alla framþró- un og tækifæri komandi tíma. Allt eru þetta mikilvæg verkefni og for- senda fyrir því að hér verður áfram lífvænlegt og gott að búa.“ Kallar eftir skýringu Aðspurður um hverja hann telur ástæðu þess að honum hafi nú verið sagt upp störfum, vill Gunnlaugur ekki ræða að sinni, en segir: „Upp- sögnin kom mér mjög á óvart en á þessum tímapunkti vil ég ekki ræða það. Tel bæði rétt og eðlilegt að sveitarstjórn skýri þann þátt máls- ins og mun ég óska formlega eftir skýringum fyrir uppsögninni.“ Hvergi nærri hættur Gunnlaugur kveðst hlakka til að takast á við þau verkefni sem hann á eftir að taka sér fyrir hendur. eins og margir þekkja er hann fremsti langhlaupari sem Ísland hefur átt og slíkir gefast trauðla upp þótt móti blási. Hann kveðst aðspurður langt frá því hættur á vinnumark- aði. „Ég hef fulla starfsorku og hef auk þess gaman af því að vinna. Mín bíða því vafalítið skemmti- leg verkefni og þótt svona hafi far- ið hér, er ég ekki hættur þátttöku á vinnumarkaði, öðru nær. Ég vil að endingu nota þetta tækifæri og færa lesendum, einkum þó íbúum í Borgarbyggð, bestu þakkir fyrir afar ánægjuleg samskipti og kynni á undanförnum árum,“ segir Gunn- laugur A Júlíusson að endingu. mm Borgarbyggð 57 og 59 þegar fram- kvæmdir voru langt komnar vorið 2018. Ljósm. úr safni. Borgarbyggð sýknuð af kröfu um bótaskyldu Er þakklátur Borgfirðingum fyrir gott samstarf og ánægjuleg kynni Gunnlaugur A Júlíusson fráfarandi sveitarstjóri lítur yfir farinn veg Gunnlaugur A Júlíusson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.