Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 201916 Trésmiðjan Akur var stofnuð af þrennum hjónum 20. nóvember 1959. Þetta voru þau Magnús Lár- usson húsgagnasmiður og Hall- fríður Georgsdóttir, Gísli S. Sig- urðsson húsasmiður og erla Guð- mundsdóttir og Stefán Teitsson húsasmiður og Fríða Lárusdóttir. Magnús og Hallfríður seldu sinn hlut árið 1964 en Gísli og erla sinn hlut árið 1996. Í dag er fyrirtæk- ið alfarið í eigu Stefáns og Fríðu og fjölskyldu þeirra. Halldór son- ur þeirra er framkvæmdastjóri og Stefán Gísli Örlygsson, barnabarn þeirra hjóna, er byggingastjóri. Stofndaginn 20. nóvember 1959 bar upp á föstudag. Föstudagur er til fjár, eins og segir í þjóðtrúnni og það á sannarlega við í tilfelli Akurs. Fyrirtækið lifir góðu lífi og er 60 ára í dag, enn rekið á sömu kenni- tölunni og fyrirtækinu var úthlutað daginn sem það var stofnað. Slíkt er langt því frá að vera sjálfgefið í þeim sveiflukennda geira sem fyrir- tækið starfar í. Skessuhorn hitti Halldór fram- kvæmdastjóra að máli í síðustu viku og ræddi við hann um Trésmiðjuna Akur, sögu fyrirtækisins, daginn í dag og framtíðina, í tilefni afmæl- isins. Húsgögn og húsbyggingar Starfsemi Akurs hófst 2. janúar 1960 að Akursbraut 11 og þar var fyrirtækið til húsa fram til 1983, þegar það flutti í núverandi hús- næði að Smiðjuvöllum 9 á Akra- nesi. „Smíði húsgagna og innrétt- inga var aðalsmerki Trésmiðjunn- ar Akurs fyrsta áratuginn eða svo. Fyrirtækið fékk meðal annars stórt innréttingaverkefni árið 1965, sem fólst í því að smíða innréttingar í 930 íbúðir í Breiðholti. er þetta eitt stærsta verkefni fyrirtækisins frá upphafi,“ segir Halldór. Verk- efnið stóð yfir í fimm ár og starfs- mönnum fjölgaði úr fimm í 20. Bygging fyrsta fjölbýlishúss- ins sem Akur reisti hófst 1969, við Garðabraut á Akranesi. Má segja að þar með hafi orðið ákveðin kafla- skil í starfsemi fyrirtækisins, því frá þeim tíma hafa húsbyggingar ver- ið stærsti hluti starfseminnar. Akur byggði átta fjölbýlishús á Akra- nesi á áttunda áratugnum og opn- aði byggingavöruverslun árið 1976. Tvö fjölbýlishús reisti Akur á ní- unda áratugnum, auk þess að hefja framleiðslu á timbureiningahúsum, bæði einbýlis- og sumarhúsum, meðal annars byggði fyrirtækið eitt slíkt á Grænlandi. „Við höfum smíðað einingahús úr timbri síðan 1980. Í dag eru allir að tala um kol- efnissporið og það hefur sýnt sig að timbur er besti kosturinn í hús- byggingum, séu menn að hugsa til umhverfisþátta,“ segir Halldór. „Framleiðsla á færanlegum vinnu- búðum var þó það sem bar hæst á þessum áratugi. en þess utan hófst framleiðsla á vörubrettum og veg- ur byggingavöruverslunarinnar var aukinn,“ segir hann. Áratugur breytinga Tíundi áratugurinn var áratugur breytinga hjá fyrirtækinu. „Það var niðursveifla í byggingariðnaði sem hófst seint á níunda áratugnum og náði hámarki árin eftir 1990,“ segir Halldór. „en 1991 fékk fyrirtækið þó stórt verkefni við smíði tíu sum- arhúsa fyrir VR. Árið 1996 byggð- um við síðan vinnubúðir fyrir Ís- tak, sem var aðalverktaki við Hval- fjarðargöngin. Árið eftir byggðum við skrifstofur fyrir norðurál, um 675 fermetra. Það hús var byggt við Smiðjuvelli og flutt í átta einingum upp á Grundartanga,“ bætir hann við. Auk þess byggði Akur íbúðar- hús í Jörundarholti og Leynisbraut og reisti tvo leikskóla, annars veg- ar Teigasel á Akranesi og hins vegar leikskólann Skýjaborg í Hvalfjarð- arsveit. Íbúðarhúsnæði áberandi Mikil uppbygging einkenndi fyrsta áratug þessarar aldar. Halldór seg- ir fyrirtækið hafa notið góðs af því eins og fleiri, án þess þó að hafa tapað áttum í allri þeirri þenslu sem síðan endaði með látum haust- ið 2008. „Verkefnin voru fjölbreytt en upp úr standa öll þau hús sem byggð voru á þessum áratug, m.a. á Akranesi, egilsstöðum, Reyðar- firði og neskaupstað,“ segir Hall- dór. „Árið 2002 fékk fyrirtækið óvenjulegt verkefni við að endur- byggja turn Akraneskirju. nýr turn var byggður hérna á verkstæðinu og síðan settur á kirkjuna í heilu lagi,“ rifjar hann upp. „Síðustu tíu árin höfum við fyrst og fremst einbeitt okkur að bygg- ingu íbúðarhúsnæðis í fjölbýlis-, par- og raðhúsum. Frá 2010 til dagsins í dag höfum við byggt milli 70 og 80 íbúðir,“ segir Halldór. „Þar að auki hefur fyrirtækið starf- að töluvert á Grundartanga. Við erum með þjónustusamning við elkem og önnumst í raun allt sem viðkemur tréverki fyrir fyrirtækið. Þeir bjóða auðvitað út stærri verk- efni, en stundum fáum við þau í út- boðum. Auk þess höfum við unnið verkefni fyrir Fasteignir ríkisins og tökum að okkur allt almennt við- hald húsnæðis fyrir bæði einstak- linga og fyrirtæki,“ segir Halldór. Horfa alltaf fram í tímann Í dag eru 18 manns starfandi hjá Trésmiðjunni Akri og hafa ver- ið við 20 undanfarin ár. „Lukka fyrirtækisins hefur alla tíð verið starfsfólkið. núna eru starfandi hjá okkur tveir með meira en 40 ára starfsreynslu, þrír sem hafa verið hjá okkur um eða yfir 30 ár og tveir nemar,“ segir Halldór. „Starfsmannaveltan er mjög lítil,“ segir hann. „Stefna fyrirtækisins er að horfa alltaf fram í tímann. Þess vegna reynum við að taka við nemum þegar hægt er. Við gætum þess að fara ekki fram úr okkur á þenslutímum, sem hefur gert það að verkum að lendingin er betri þegar samdráttur verður,“ seg- ir framkvæmdastjórinn. „núna er smá samdráttur sem byrjaði í upp- hafi árs. Við finnum að það hefur dregið úr og er ekki sama spennan í loftinu. Fyrirtækið hefur auðvi- tað gengið í gegnum ýmsar sveifl- ur sem eru miklu alvarlegri en þessi núna, til dæmis í byrjun tí- unda áratugarins og svo aftur eft- ir hrun, en alltaf lent á löppun- um,“ segir hann. „en að leitast við að draga úr sveiflunum þýðir auð- vitað að stundum þurfum við að segja nei, þegar verkefnastaðan er þannig. Við viljum geta staðið við allt sem við lofum og þá þarf mað- ur bara stundum að neita verkefn- um,“ segir Halldór. „Þegar harðn- ar á dalnum þarf fyrirtækið sömu- leiðis að vera nægilega sveigjan- legt til að geta tekið að sér alls kyns verkefni,“ segir hann. „Ég trúi því að Akur eigi mörg ár eftir á meðan ytri aðstæður eru nokk- uð eðlilegar. Sem betur fer er fólk enn að mennta sig til iðngreina og það skiptir höfuðmáli fyrir bygg- ingariðnaðinn að fólk læri húsa- smíði, rafvirkjun, pípulagnir og aðrar iðngreinar. Það hefur vant- að endurnýjun í múrverkið undan- farin ár og það er áhyggjuefni, því það segir sig sjálft að ef fólk hætt- ir að mennta sig til þessarra greina þá er voðinn vís fyrir starfsgrein- ina í heild,“ segir Halldór Stefáns- son að endingu. kgk Þeir Gísli S. Sigurðsson og Stefán Teitsson, tveir af stofnendum Akurs, lærðu báðir húsasmíði hjá Teiti föður Stefáns. Þessi mynd er tekin á verkstæði Teits að Sóleyjargötu 6 árið 1955. F.v: Stefán Teitsson, Gísli S. Sigurðsson, Teitur Stefánsson yngri, Páll Jónsson og Teitur Stefánsson eldri. Ljósm. úr safni. Trésmiðjan Akur stendur á sextugu „Lukka fyrirtækisins hefur alla tíð verið starfsfólkið“ Halldór Stefánsson, framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Akurs. jósm. úr safni. Bygging raðhúss við Fjólulund á Akranesi er eitt af stærstu verkefnum Akurs um þessar mundir. Ljósm. Stefán Gísli Örlygsson. Akur hefur smíðað timbureiningahús frá árinu 1980. Hér er verið að reisa eitt slíkt á Kringlumýri í Skagafirði í síðasta mánuði. Ljósm. Stefán Gísli Örlygsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.