Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 201928 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Heildsalan Ozon er fyrsta fyrirtæk- ið hér á landi sem hefur innflutning á snyrtivörum sem innihalda virka efnið CBD sem unnið er úr hampi. Það er Sigurður Hólmar Jóhannes- son, framkvæmdarstjóri Ozon og sonur hans Viktor Snær sem standa á bakvið innflutninginn á vörunum. Sigurður kynntist CBD fyrst fyrir nokkrum árum vegna dóttur sinn- ar sem er með sjaldgæfan tauga- sjúkdóm sem kallast AHC. „Þetta er svo sjaldgæfur taugasjúkdóm- ur að aðeins einn á móti milljón fá hann. Þetta er ólæknandi sjúkdóm- ur sem er oft kallaður móðir allra taugasjúkdóma því hann hefur öll einkenni allra annarra taugasjúk- dóma,“ útskýrir Sigurður. „Við höf- um prófað óteljandi lyf fyrir hana sem flest virka ekkert en svo kynnt- umst við CBD vörum fyrir nokkr- um árum og uppgötvuðum þar hvað þetta efni er stórkostlegt. Við fór- um að kynna okkur hampinn betur og komumst að því að þessi planta er alveg mögnuð. Það er hægt að vinna svo mikið úr henni sem ger- ir okkur gott. Í kjölfarið fórum við að flytja inn hampvörur og núna nýlega var leyfður innflutningur á snyrtivörum sem innihalda CBD svo við byrjuðum að flytja þær inn líka. Vonandi verður í framtíðinni leyfilegt að flytja inn fæðubótaefni með CBD,“ segir Sigurður. CBD einstakt efni Vörurnar sem Sigurður flytur inn er hægt að kaupa í vefversluninni www.hempliving.is auk þess sem Apótek Vesturlands er fyrsta apó- tek landsins til að setja vörurnar í sölu. „Þetta eru gæðavörur sem eru framleiddar af svissneska fyrirtæk- inu Cibdol. Við erum með alls kon- ar snyrtivörur; handáburð, vara- salva, krem við exemi, psoriasis og bólum. en þetta er bara það sem við erum að byrja með og ætlunin er að bæta við vörum,“ segir Sig- urður. Spurður hvað sé frábrugðið við vörur sem innihalda CBD seg- ir hann það fyrst og fremst vera þá einstöku virkni sem CBD hefur. „CBD er efni sem bindur sig við okkar mólikúl og örvar endurnýjun frumna í líkamanum,“ svarar Sig- urður og bætir því við að í líkama okkar séu svokallaðir cb viðtakar sem taka vel við þessu efni því það sé náttúrulegt og líkaminn okkar veit nákvæmlega hvernig hann get- ur notað efnið, sem á ekki alltaf við um efni sem búin eru til á tilrauna- stofum. Ekki vímugjafi Þá tekur Sigurður fram að CBD sé unnið úr iðnaðarhampi sem inni- heldur aðeins örlítið brot af vímu- efninu THC. „efnið sem gef- ur fólki vímu er THC en í iðnað- arhampi er aðeins um 0,3% THC á móti um 15-30% sem er í mari- juana. Svo þegar efnin í iðnaðar- hampinum eru unnin meira þá er hægt að taka út THC og í þessum vörum er alveg búið að taka þennan vímugjafa úr. Fólk tengir gjarnan saman vörur með CBD og vímu- efni og þess vegna hefur verið svona erfitt að fá leyfi fyrir því að flytja inn og selja vörur með þessu efni. Kannabisplantan er bara svo marg- breytileg og það er margt við hana sem getur gert okkur mjög gott og tengist vímugjafanum THC ekki neitt,“ útskýrir Sigurður. arg Hvað þýðir sagan um Brák fyrir sjálfsmynd kvenna og hugmynd- ina um kvenleika á Íslandi? Þetta er ein af þeim spurningum sem velt er upp í samsýningu elísabetar Haraldsdóttur, Hörpu einarsdótt- ur, Ingibjargar Huldar Halldórs- dóttur og óskar Gunnlaugsdótt- ur í Safnahúsinu í Borgarnesi, sýn- ingu sem einfaldlega hefur feng- ið titilinn Brák, eftir fóstru eg- ils Skallagrímssonar. Þar gefur að líta breitt svið listrænnar tjáningar; leirlist, stór akrýl- og vatnslitaverk, krosssaum, innsetningu og skúlp- túr. Brák var uppi á 10. öld. en hún horfði eins og nútímakonan til fjallanna á Vesturlandi sem hafa ekkert breyst í tímanna rás. Konur Íslendingasagnanna eru yfirleitt sjálfstæðar, megnugar og viljasterkar. Samt eru þær oft í fjötrum, ánauð, vegna þess að þær eru konur. en það syrtir í álinn ef konur eru líka þrælar, það er eins og tvöföld ánauð. Þetta gætu ver- ið hugrenningarnar tengdar sögu Brákar. Þrátt fyrir að erfitt sé að gera sér í hugarlund hvernig Brák hef- ur verið innanbrjósts, má vera að þræðir fortíðarinnar myndi teng- ingar til nútímakvenna á óbeinan hátt og veki okkur þess vegna til umhugsunar enn þann dag í dag. en ambáttin eins og hún birtist á sýningunni er auðvitað líka miklu meira en bara þessi ímynd - hún er styrkur, blíða, sorg og von og lætur engan ósnortinn. elísabet Haraldsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík, er búsett á Hvanneyri. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands og Universität der Angew- andte Kunst í Vínaborg auk þess að hafa kennsluréttindi frá LHÍ. Hún hefur tekið þátt í fjöldamörg- um einka- og samsýningum bæði hérlendis og erlendis. elísabet hefur verið í samstarfi um rekst- ur Gallerís Langbrókar og Gall- erís Meistara Jakobs auk stunda- kennslu við Myndlista- og hand- íðaskólann og kennslu og skóla- stjórnun á Hvanneyri. Hún var menningarfulltrúi á Vesturlandi í 13 ár, samhliða þess að sinna leir- listinni. Harpa einarsdóttir er fædd og uppalin í Borgarnesi. Hún útskrif- aðist sem fatahönnuður úr LHÍ árið 2005 og starfar sem listamað- ur undir nafninu Ziska. Hún hef- ur unnið við margvísleg skapandi verkefni í gegnum árin og haldið nokkrar einkasýningar á verkum sínum og tekið þátt í fjölda sam- starfsverkefna og listahátíða. Harpa hefur einnig starfað við kvik- myndagerð og búningahönnun en einbeitir sér nú alfarið að myndlist og hönnun fyrir MYRKA. Ingibjörg Huld Halldórsdóttir er fædd og uppalin í Borgarnesi og Stafholtstungum. Hún lærði arki- tektúr og skipulag í Lyon í Frakk- landi og við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn, en hefur ein- beitt sér að listsköpun síðustu ár. Hún hefur tekið þátt í fjölmörg- um einka- og samsýningum í Dan- mörku og hér heima. Ingibjörg vinnur með faldar eða bannaðar tilfinningar, skömm, misnotkun og fráhverfingu í myndverkum sínum. ósk Gunnlaugsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík með annan fót- inn í Grímsnesinu. Hún lauk BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands og starfar nú sem myndlistakona í Reykjavík. ósk vinnur með mál- verkið sem miðil á óhefðbundinn hátt. Blandar saman hefðbundnum burðarefnum málverksins og silki- prentsins. Leysir hörinn undan klöfum hins tvívíða forms blind- rammans, stífar hann og mótar þar til hann verður að sínu eigin burð- arvirki. Beygður, bugaður, beygl- aður, kraminn, kreystur og knús- aður fær hörinn þrívítt form sem verður jafnvel að skúlptúr. Opnun sýningarinnar verður laugardaginn 23. nóvember klukk- an 13.00. -fréttatilkynning Apótek Vesturlands er fyrsta apótekið til að taka í sölu CBD vörurnar frá Cibdol CBD vörur frá Cibdol fást í Apóteki Vesturlands. Sigurður Hólmar Jóhannesson hjá Ozon. Samsýning kvenna með tengingu við Borgarfjörð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.