Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 2019 15 SK ES SU H O R N 2 01 9 Deiliskipulag í Búðardal Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 12. september 2019 að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið er fyrir stækkun íbúðarsvæðis við Borgarbraut í Búðardal. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Svæðið afmarkast af Miðbraut í norðri, lóðum austan við Borgarbraut að austan og sunnan og af nýjum lóðum að vestan. Í deiliskipu- laginu er gert ráð fyrir íbúðarlóðum fyrir tvær raðhúsalengjur vestan megin við götuna. Skipulagssvæðið er alls um 8.650 m2 (um 0,86 ha) að stærð. Tillagan er sett fram á uppdrætti og umhverfisskýrsla er að- skilin greinagerð dags. 5. september 2019. Tillaga og um- hverfisskýrsla munu liggja frammi frá 16. október 2019 á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Enn fremur verður tillagan til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins dalir.is. Athugasemdum skal skilað til skrifstofu skipulagsfulltrúa, að Miðbraut 11 Búðardal, eða á netfangið skipulag@dalir.is fyrir 28. nóvember 2019. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Dalabyggð, 14. október 2019. Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi voru stofnuð í árslok 1969. Síðast- liðinn föstudag var haldið upp á þau tímamót með ráðstefnu í Hjálm- akletti í Borgarnesi. eggert Kjart- ansson, formaður stjórnar SSV, setti ráðstefnuna og fór í nokkrum orð- um yfir söguna frá upphafi og starf- semi samtakanna í dag. Felst hún m.a. í ráðgjöf við frumkvöðla og fyrirtæki, stefnumótun, uppbygg- ingaráætlun landshlutans og hlut- deild í rekstri Markaðsstofu Vestur- lands, en um Vesturland fór á síð- asta ári um ein milljón ferðamanna. Páll S Brynjarsson, framkvæmda- stjóri SSV, tók svo við stjórninni. Við þetta tækifæri ávarpaði einn- ig Guðjón Ingvi Stefánsson gesti. Hann sem ungur verkfræðingur var ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri SSV og gegndi því starfi fram undir aldamót. Hann hafði nokkru áður getið sér gott orð fyrir röggsemi sem framkvæmdastjóri skákein- vígis aldarinnar þegar Fischer og Spassky áttust við í Laugardalshöll- inni. Guðjón rifjaði upp að lagning slitlags á þéttbýlisstaði á Snæfells- nesi hafi verið eitt fyrsta átaksverk- efnið sem SSV beitti sér fyrir. Sam- tökin komu sér einnig upp húsnæði við Bjarnarbraut í Borgarnesi þar sem starfsemin fer enn fram í. Að- stæður til reksturs voru gjörólíkar á þessum tíma, löngu fyrir tölvuvæð- ingu og sjálfvirkir símar ekki komn- ir í sveitir. Fljótlega var farið að skoða framtíðarstað fyrir sorpurð- un og á vettvangi samtakanna var urðunarstaður valinn í Fíflholtum á Mýrum og jörðin keypt. Á upphafs- árum samtakanna voru sveitarfélög á Vesturlandi 39, en eru í dag tíu. Fulltrúar KPMG kynntu á ráð- stefnunni helstu niðurstöður úr óútkominni skýrslu sem fjallar um sviðsmyndagreiningu og mögulega þróun atvinnulífs og samfélags á Vesturlandi. Þá var röðin komin að fjórum ungum Vestlendingum sem kynntu sína sýn á framtíð lands- hlutans. Þau Bjarki Þór Grönfeldt, elín Margrét Böðvarsdóttir, Auð- ur Kjartansdóttir og Ása Katrín Bjarnadóttir eru öll borin og barn- fædd í landshlutanum. Þau starfa ýmist á heimaslóðum, eru í námi eða hafa flust burtu. Áhugvert var að hlíða á þeirra sýn um framtíð- ina, en öll komu þau með föður- legar ábendingar um það sem bet- ur mætti fara, en fóru jafnframt yfir margt af því sem gefur Vesturlandi sérstöðu. nefndu verðmæta nátt- úru, umhverfismál og mikilvægi þess að koma í veg fyrir einangrun einstaklingsins í huliðsheimi tölvu- tækninnar. Það megi gera með samheldni og væntumþykju í garð náungans. Öll voru þau sammála um að á Vesturlandi hefði verið gott að alast upp. Bjarki og elín Margrét í sveit, Auður í Stykkis- hólmi, nú búsett í Snæfellsbæ, en Ása Katrín á Akranesi. Brýndu þau eldri íbúa til að hræðast ekki þær breytingar sem eru að verða sam- hliða tæknivæðingu fjórðu iðnbylt- ingarinnar. eftir kaffihlé var komið að pall- borðsumræðum sem Gísli ein- arsson, dagskrárgerðarmaður hjá RUV, var fenginn til að stýra. Í pallborði voru bæjarstjórarnir Sævar Freyr Þráinsson á Akranesi og Björg Ágústsdóttir í Grund- arfirði auk ráðherranna Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, Ásmundar einars Daðasonar og Guðmundar Inga Guðbrandsson- ar. Ræddu þau vítt og breytt um áskoranir og tækifæri Vesturlands sem landshluta, svöruðu fyrir- spurnum Gísla og ábendingum úr sal. Að endingu var blásið til veislu og nýsköpunarverðlaun SSV af- hent í fjórða sinn, eins og sagt er frá í annarri frétt á síðunni hér til hliðar. Þrátt fyrir að Samtök sveitarfé- laga á Vesturlandi hafi nú fyllt hálft hundrað í árum talið, eru verkefnin fjölmörg og krefjandi. Sveitar- stjórnarfólk víðsvegar úr landshlut- anum mætti vel á ráðstefnuna, en fáir utan þess geira samfélagsins. mm Gísli Einarsson stýrði pallborði. Sitjandi f.v. Ásmundur Einar, Sævar Freyr, Þórdís Kolbrún, Björg og Guðmundur Ingi. Haldið var upp á fimmtíu ára afmæli SSV Horft yfir salinn við upphaf ráðstefnunnar í Hjálmakletti. Unga fólkið sem hélt erindi um framtíð Vesturlands. F.v. Elín Margrét Böðvars- dóttir, Auður Kjartansdóttir, Bjarki Þór Grönfeldt og Ása Katrín Bjarnadóttir. Ólafur Sveinsson forstöðumaður Atvinnuráðgjafar SSV, Guðjón Ingvi Stefánsson fyrrverandi framkvæmdastjóri SSV og Páll S Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV. Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Snorrastofa í Reykholti Reykholtsverkefnið kvatt Þriðjudagurinn 26. nóv. 2019 kl. 19:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Reykholtsverkefnið hófst árið 1999 og er þverfaglegt, al þjóðlegt miðalda rannsóknar verk efni á sviði bókmennta, fornleifafræði, landafræði og sagnfræði. Verið velkomin Athugið breyttan tíma Dagskrá um árangur Reykholtsverkefnisins Fyrirlestur og pallborðsumræður

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.