Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 2019 17 Sjúkraliðar/hópstjórar óskast Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi óskar eftir að ráða sjúkraliða eða sjúkraliðanema við aðhlynningu frá og með 15. janúar 2020. Unnið á tvískiptum vöktum og aðra hvora helgi. Starfshlutfall er samkomulag. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu Stykkishólmsbæjar. Umsóknum má skila undirritaðri á Dvalarheimili aldraðra, Skólastíg 14, 340 Stykkishólmur eða á netfangið krishan@stykkisholmur.is. Allar nánari upplýsingar á staðnum eða í síma 433-8165 alla virka daga. Kristín Hannesdóttir Forstöðumaður Dvalarheimilis aldraðra Stykkishólmi SK ES SU H O R N 2 01 9 Stykkishólmsbær SK ES SU H O R N 2 01 9 Bæjarstjórnarfundur 1303. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 26. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Framsókn og frjálsir í Frístundamiðstöðinni, • mánudaginn 25. nóvember kl. 20:00. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18 • mánudaginn 25. nóvember kl. 20:00. Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8, • laugardaginn 23. nóvember kl. 10:30. SK ES SU H O R N 2 01 9 Styrktarsjóður íþrótta- og menningarverkefna Opnað fyrir umsóknir Akraneskaupstaður auglýsir eftir styrkumsóknum til menningar- og íþróttaverkefna á árinu 2020. Við mat og afgreiðslu styrkja til menningarverkefna verður lögð sérstök áhersla á að styðja við verkefni sem vinna að markmiðum Menningarstefnu Akraness. Við mat og afgreiðslu styrkja til íþrótta- verkefna verður lögð áhersla á að styrkja verkefni sem efla íþróttastarf á Akranesi. Úthlutunarreglur og umsóknareyðublað má finna á www.akranes.is Umsóknarfrestur er til og með 16. desember. Á fimmtudaginn í síðustu viku voru 30 ár liðin frá því Framköllunar- þjónustan í Borgarnesi var stofnuð. Það eru hjónin Svanur Steinarsson og elfa Hauksdóttir sem stofnuðu og eiga Framköllunarþjónustuna og fögnuðu þau stórafmælinu með að bjóða gestum og gangandi upp á veitingar í versluninni. Framköll- unarþjónustuna má rekja til Akra- ness en fyrir 30 árum var Svanur að hugsa um að fjárfesta í sínum eigin framköllunartækjum því hann vildi fara í eigin fyrirtækjarekstur. Þá frétti hann af því að ólafur Árna- son, ljósmyndari á Akranesi, væri að hætta störfum. „Ég hafði því samband við hann og keypti tæk- in hans og opnaði Framköllunar- þjónustuna hér í Borgarnesi,“ seg- ir Svanur. Framkallar enn filmur Margt hefur breyst hjá Fram- köllunarþjónustunni á þessum 30 árum en í upphafi voru þau fyrst og fremst að framkalla myndir af film- um en í dag eru myndirnar flest- ar stafrænar. „Við tókum alveg 15 stór ár í filmuframköllun en svona um 1997-1998 fór digital að byrja og tæknin breyttist hratt eftir það. Filmuvinnslan seig hratt niður og digital er eiginlega alveg búið að taka yfir,“ segir Svanur en bæt- ir því við að hann framkalli enn eina og eina filmu. „Ég er enn með filmuvélina gangandi, þó það borgi sig nú ekki. Ég framkallaði til að mynda fimm filmur í gær. en svo það borgi sig að halda filmuvél- inni gangandi þyrfti ég að fram- kalla allavega 20 filmur á dag. Ég ætlaði að hætta með filmuframkall- anir í fyrra en það voru nokkrir sem vildu það alls ekki svo ég hef þrjósk- ast við að hafa vélina í gangi,“ seg- ir Svanur. Þá segir hann framköll- unarvinnuna töluvert öðruvísi með tilkomu stafrænna mynda. „Þetta hefur auðveldað okkur mikið. Til að framkalla filmur þarf maður að kunna allt litrófið vel en maður sér myndirnar bara negatívar en ekki í réttum litum. Svo þarf að framkalla hverja mynd nokkrum sinnum til að ná réttri lýsingu á henni. Það var því mikill pappír sem fór bara í rusl- ið. núna sér maður myndirnar allar í réttum litum á tölvuskjá og getur stillt allt áður en maður prentar svo það er 100% nýting á pappírnum,“ segir hann. Aukin áhersla á umhverfisvernd Fyrst var Framköllunarþjónustan til húsa við Borgarbraut 11 en flutti árið 1998 í núverandi húsnæði við Brúartorg 4. Þar hefur verslun- in tekið miklum breytingum en samhliða framkölluninni hafa þau Svanur og elfa verið með um- boðssölu af ýmsum vörum í gegn- um árin. Þau byrjuðu á því að selja fyrst og fremst vörur sem tengjast ljósmyndum beint, myndaramma, myndavélar og annan búnað auk þess sem Svanur hefur verið að bjóða upp á passamyndatöku. Spurð hvort fólk sé enn að láta framkalla myndir eins og áður segir elfa það hafa breyst mikið. „Já, fólk er enn að láta framkalla en á annan hátt. Í dag erum við með allar myndirn- ar okkar í símanum og fólk er helst að láta framkalla stærri myndir eða myndir á striga eða álplötur. Það er ekki lengur að láta framkalla allar myndirnar sínar til að eiga, þetta er bara í símanum,“ segir elfa. Þá hafa þau Svanur og elfa verið að auka áherslu á umhverfisvernd í Fram- köllunarþjónustunni og hafa þau til að mynda hætt að bjóða upp á plastpoka og halda sig aðeins við bréfboka. „Það hefur verið mik- ið átak í þessu hér í Borgarbyggð og við höfum reynt að taka þátt og höfum minnkað plastið eins og við getum,“ segja þau. Þar að auki bjóða þau núna upp á allar vörur í taupokum. „Svona í tilefni afmælis- ins ákváðum við að gefa öllum sem versla hjá okkur fjölnota poka undir vörurnar á meðan birgðir endast,“ segir elfa. Bættu nýlega við prjónavörum Í Framköllunarþjónustunni er hægt að fá alls konar gjafavörur og hús- búnað, úr, myndavélafylgihluti auk þess sem á síðasta ári byrj- uðu þau að selja prjónavörur og garn. „Konan hefur aðeins verið að breyta þessu í gjafavöruversl- un,“ segir Svanur og horfir á elfu sem brosir á móti. „Við tókum til að mynda inn garn fyrir stuttu því það bara vantaði hér í Borgarnesi,“ bætir Svanur við. Þau segjast allt- af hafa reynt að fylgja tíðarandan- um hverju sinni og bjóða upp á þá þjónustu sem þau telja vanta í hér- aðinu. „Við höfum alltaf haldið okkar stiki með framkallanir en svo lagað okkur að breyttum aðstæðum í gegnum tíðina. Þegar við finnum eftirspurnina reynum við að svara því,“ segja þau. arg Af tilefni 30 ára afmælis Framköllunarþjónustunnar fá allir viðskiptavinir vörur sínar í fjölnota poka á meðan birgðir endast. Hér afgreiðir Elfa Fanneyju Hannesdóttur. Framköllunarþjónustan í Borgarnesi þrjátíu ára Svanur Steinarsson og Elfa Hauksdóttir buðu til veislu hjá Framköllunarþjónust- unni á fimmtudaginn. Þóra Sif og Sara Dögg Svansdætur ásamt Ólafíu Ellu Guðnadóttur kíktu í afmælis- veisluna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.