Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 201924 Pstiill - Geir Konráð Theódórsson Það kemur fyrir að ég efist um að ég sé hérna í níger í alvöru. Stund- um held ég að þetta sé allt einn stór draumur, ég muni bara vakna heima í Borgarnesi og átta mig á því að ég er enn og aftur orðinn of seinn í vinnuna. Hvernig getur það verið raunverulegt að ég sé í jakka- fötum að horfa á bandarískan land- gönguliða skera tertu með sverði einn daginn en annan dag er ég rembast með prjóna við að borða ólöglegan asna? Hvort sem þetta er draumur eða raunveruleiki þá man ég vel eftir því að áður en ég kom hingað til nígers þá lét kærastan mig vita að ég yrði að kaupa jakkaföt, okkur var nefnilega boðið með góðum fyrir- vara í 244 ára afmælisveislu land- gönguliða deildarinnar hjá banda- ríska hernum. Þessi árlega veisla er víst fínasti viðburðurinn hérna í höfuðborginni og ballið sem allir bíða eftir, og því alveg eðlilegt að kærastan væri að óska þess að við myndum mæta þangað fín og flott. en þið sem kannist við mig í Borg- arnesi, og hafið kannski hitt mig á áramótum eða við einhverskon- ar fínan viðburð heima, þá er lík- legt að ég hafi náð með monti að benda á og troða inn í samræðurnar að ég passa enn í fermingarjakka- fötin mín, sem eru fyrir tilviljun einnig einu jakkafötin mín. Þessi sama montræða fór þó ekki vel í mína heittelskuðu og þegar ég leit- aði stuðnings og skilnings til vina og vandamanna, og sagði að ég ætti nóg af fínum fötum, þá hristi fólk bara hausinn. Þau minntu mig á að ég hefði notað eldrauðar útivistar- buxur, hvíta skyrtu af eldri bróð- ur mínum og blátt vesti sem fínan klæðnað þegar vesalings kærastan bauð mér árið áður út í óperuna í Boston. Það kom mér á óvart að allir voru sammála um að kominn væri tími fyrir 33 ára gamlan aula að kaupa sér ný fín föt. Meirihlutinn hefur kannski rétt fyrir sér og ég keypti því ný föt áður en ég fór út. Það var vel þess virði að gera sig fínan fyrir þessa veislu því þetta var einstök upp- lifun á ákveðinni hlið sam- félagsins hér í landi. Póli- tískar, trúarlegar, félags- legar og efnahagslegar að- stæður hérna í níger eru gríðarlega flóknar og ég tel mig hafa hvorki menntun né nægjanlega reynslu til að greina ýtarlega frá þeim hér. eina sem ég get sagt er að það er erfitt að lýsa tilfinn- ingunni við að ganga í nýj- um jakkafötum yfir heitar sandiþaktar götur, framhjá bláfátæku fólki og svo inn í fínasta hótel borgarinnar þar sem lúxusveisla erlendra hermanna bíður í loftkæld- um sal. Það voru mér í huga auð- vitað margar erfiðar siðferðisleg- ar spurningar, en ég er líka bara mannlegur, að horfa á kærustuna mína í glæsilegum kjól og vera tekið fagnandi af fínasta fólki borgarinn- ar kom mér til að brosa og á endan- um gleyma siðferðislegu erfiðleik- unum. Ég er kannski hræsnari en það er stundum bara svo innilega freistandi að njóta stundarinnar og þeirra forréttindanna sem ég upp- lifi hérna. Stundum vill maður bara njóta og drekka kampavín, borða sverðskornar kökusneiðar og dansa fram á nótt með landgönguliðum og stúlkunni sem maður elskar. Það kemur mér á óvart hve auð- velt það var fyrir sérkennilega síð- hærða Borgnesinginn að blanda geði við fína fólkið eftir að hann var kominn í jakkaföt. Breski kon- súllinn gat ómögulega borið fram nafnið mitt, konunni sinni til mik- illar skemmtunar, og ég á endan- um sagði að þetta væri allt í góðu og að ég myndi svara fjölbreyttu nafnakalli, það mætti vera hvers- konar óargadýra urr, svo lengi sem það væri greinilegt rúllandi “Rrrr” í endann. Þetta þótti honum að minnsta kosti eftirminnilegt því nokkrum kampavínsglösum síðar heyrði ég hávært urr. Það kom frá breska herramanninum sem kall- aði á mig og dróg mig inn í hóp heiðursgesta veislunnar, og síð- an kynnti hann mig auðvitað fyrir þeim öllum sem Herra GRRRRR! Ég veit ekki hvort það var urrið, jakkafötin eða Borgnesingasjarm- inn, en þetta leiddi til þess að mér var boðið í sérstakt lúxus bjórkvöld með bandaríska sendiherranum síðar í vikunni. Það var einstaklega skemmtilegt að ræða við hann og það gladdi mig mikið að komast að því að hann spilaði Dýflissur og dreka hlutverkaspilið á yngri árum. Ég veit ekki alveg hvað mér gekk til með að gera hlutverkaspil að fyrsta umræðuefninu við sendiherrann, en það braut ísinn fyrir gesti bjór- kvöldsins og allir virtust skemmta sér vel. en líklegast er ég að upp- hefja sjálfan mig of mikið hérna í þessum skrifum. Það að fá að vera hluti af þessum við- burðum hefur líklegast ekk- ert með mig að gera, heldur er ég bara svo heppinn að fá að fylgja kærustunni minni þangað sem henni er boð- ið. Hún hefur verið hérna í næstum heilt ár, heillað alla upp úr skónum og búin að eignast vini í næstum öllum af þeim fjölbreyttu hópum sem til eru hér í niamey. Ég væri eins og fiskur á þurru landi, eða hreinlega bara Íslendingur í eyði- mörkinni, ef hún hefði ekki kynnt mig fyrir öllu því sem níger hefur upp á að bjóða. Meira að segja hefur hún tengsl við ólögleg athæfi sem leynast hérna í borginni. Ég er sonur fyrrum yfir- lögregluþjóns þannig að mér stóð ekki alveg á sama þegar ýjað var að því að brjóta lögin án þess að út- skýra það nánar. en svo komst ég að því að okkur var bara boðið í matarboð hjá kínversku vinafólki okkar og að glæpurinn væri sá að aðalrétturinn kvöldsins væri steikt- ur asni. nei, ég er ekki að meina að Kínverjarnir ætluðu að bera fram myrtan hasshaus, heldur er þetta dýrið asni. Asnar eru mikið notaðir sem dráttardýr hérna í borginni en samkvæmt trúarhefðum íslams er það forboðið eða „haram“ að borða asnakjöt, og því formlega ólöglegt að slátra þeim til manneldis hérna í níger. Mörgum Kínverjum þyk- ir þó fátt betra en vel eldað asna- kjöt og því laumast þeir til að slátra nokkrum öðru hverju, en bara fyr- ir sérstök leynileg tilefni. Hæfi- leikaríka kærastan talar reiprenn- andi kínversku og var því auðvitað búin að heilla Kínverjasamfélagið hérna nógu vel til að vera boðið í leynilegu tilefnin. Asnar eru fínir á bragðið bara eins og hrossakjöt, en kjúklingaklærnar komu mér hins vegar skemmtilega á óvart. Það er svo sannarlega fjölbreyti- legt líf hérna í borginni, fólk frá hinu ýmsu ættflokkum landsins sem og Vestur-Afríku eru hérna í bland evrópubúa, Ameríkana, Araba, Indverja og Kínverja. Aftur kom- um við að þessum flóknu aðstæð- um sem felast í því að þessi fyrrum nýlenda er orðin bitbein stórvelda, en ef við lítum framhjá pólitíkinni þá er þetta allt bara fólk. Það er svo áhugavert að upplifa öll þessi menningarheimabrot hérna í eyði- mörkinni og ég hef verið svo lán- samur að eiga góðar stundir með ótrúlega ólíku fólki. Við erum ólík en við erum öll mennsk. Þegar ég hef rætt hér við fólk, innlent sem erlent, og spurt hvað það vilji helst, þá hefur svarið næstum alltaf ver- ið hið sama. næstum allir hafa ein- faldlega bara viljað eiga góða stund með vinum og vandamönnum. Ég er kannski einfaldur Borgnes- ingur en þetta finnst mér vera bjart- sýni kjarninn í fjölmenningunni og það kemur mér til að brosa. Geir Konráð Theódórsson Höf. er Borgnesingur sem elti ástina til heitasta lands Afríku, borðar steiktan asna en er samt alls enginn asni. Síðdegis á föstudaginn bauð versl- unin Ljómalind í Borgarnesi, í sam- starfi við ýmsa framleiðendur sem þar selja vörur, gestum að koma í smakkdag. Í boði voru allskyns krásir sem framleiddar eru í lands- hlutanum. Má þar nefna krækling, osta og ís, súkkulaði, nautakjöt, sveitabjúgu og margt fleira. Margir litu við meðan ljósmyndari Skessu- horns staldraði við og var góður rómur gerður að vöruvali og þess- ari nýbreytni í skammdeginu. Við leyfum myndum að tala sínu máli. mm Smakkdagur í Ljómalind Fjölmenning og ólöglegir asnar í Níger

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.