Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 201914 Undanfarin þrjú ár hafa nýsköp- unarverðlaun SSV verið veitt fyr- irtækjum sem þykja hafa kom- ið fram með áhugaverða nýjung á árinu. Þessi verðlaun voru fyrst veitt árið 2016 og þá varð Cave, fyrirtækið sem rekur ferðaþjón- ustu við hellinn Víðgelmi í Borg- arfirði, fyrir valinu. Árið 2017 var fyrirtækið Asco Harvester í Stykkishólmi valið, en fyrirtækið hannaði og smíðaði þangskurðar- pramma sem var tekinn í notkun á því ári. Loks var á síðasta ári fyrir- tækið Guðmundur Runólfsson hf. fyrir valinu. Á fimmtíu ára afmæl- ishátíð SSV í Hjálmakletti síðast- liðinn föstudag voru verðlaunin afhent í fjórða skipti og komu þau í hlut Bergþórs Kristleifssonar og Hrefnu Sigmarsdóttur sem reka Ferðaþjónustuna á Húsafelli. Sá háttur er hafður á að atvinnuráð- gjafar SSV tilnefna þrjú fyrirtæki og voru tilnefningarnar lagðar fyr- ir stjórn SSV. niðurstaða stjórnar var einhuga um að velja Ferða- þjónustuna Húsafelli. Í umsögn stjórnar SSV seg- ir: „Um árabil hefur verið rekin ferðaþjónusta í Húsafelli og var sérstakt fyrirtæki stofnað í kring- um hana árið 1990. Kristleifur Þorsteinsson á Húsafelli var í raun frumherji í uppbyggingu ferða- þjónustu á Vesturlandi og hefur fjölskylda hans haldið uppbygg- ingunni áfram af miklum dugnaði. Þar hefur verið skipulagt svæði undir sumarhús og eru um 200 hús í Húsafelli í dag. Sundlaug, tjaldsvæði, verslun og veitinga- þjónusta, golfvöllur og ýmiskon- ar afþreying er þar til staðar. Árið 2015 opnaði nýtt glæsilegt hótel í Húsafelli. Þá hefur ferðaþjónust- an byggt upp virkjanir til að þjón- usta sumarhúsaeigendur og ný- verið var tekin í notkun ný virkj- un sem selur rafmagn inn á dreifi- kerfi Rarik. Því má segja að Húsa- fell sé í dag sjálfbært svæði, með rafmagn, kalt vatn og heitt vatn. Á árinu 2018 var unnið markvisst að gerð og merkingu göngustíga við og í nágrenni Húsafells og haldið áfram með það verkefni á þessu ári. Á þessu ári hefur einnig ver- ið unnið að gerð Giljabaða, sem eru náttúruböð í Hringsgili fyrir ofan Húsafell. Böðin eru tilbúin og verður innan skamms farið að selja gestum aðgengi. Allar fram- kvæmdir eru unnar af smekkvísi og miklum metnaði. Ferðaþjónustan Húsafelli hefur verið í stöðugri nýsköpun frá því að Kristleifur færði sig úr hefð- bundnum búskap í ferðaþjónustu árið 1968. Það má því með sanni segja að Ferðaþjónustan í Húsa- felli sé nokkurs konar samnefnari þeirrar uppbyggingar sem hefur orðið í ferðaþjónustu á Vestur- landi á starfstíma SSV.“ Hrefnu og Bergþóri var til minningar afhent listaverk eftir Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið. mm Að morgni síðasta fimmtudags var Vínbúðin á Akranesi opnuð í nýju húsnæði að Kalmansvöllum 1 og hefur gömlu búðinni við Þjóðbraut 13 verið lokað. nýja verslunin er um 450 fermetrar að stærð og er öll aðstaða í henni betri en á fyrri stað. Meðal annars er stór kælir þann- ig að viðskiptavinir geta nú nálgast kaldan bjór, gosblöndur eða síder. Aðgengi að verslunni er sömuleiðis betra því næg bílastæði eru við hús- ið frá þeirri tíð að þar var matvöru- verslun nettó og síðar Kaskó rek- in. Sigrún ósk Sigurðardóttir, að- stoðarforstjóri Vínbúðanna, segir í samtali við Skessuhorn að vöru- úrval hafi nú verið aukið lítillega í versluninni á Akranesi, þá sér- staklega í bjór og kassavíni. Harpa Sif Þráinsdóttir verslunarstjóri er sömuleiðis mjög ánægð með flutn- ing verslunarinnar og ekki síst með hönnun hennar og betri vinnuað- stæður starfsfólks. nú er hægt að keyra vörubretti með t.d. bjór beint inn á kæli og lítið er geymt inn á lager því hillurými er meira en á gamla staðnum. Að morgni opn- unardags var kælirinn fullur af jóla- bjór, en sala hans á landsvísu hófst einmitt sama morgun. mm Eggert Kjartansson formaður stjórnar SSV, Hrefna Sigmarsdóttir, Bergþór Krist- leifsson og Páll S Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV. Ljósm. Gísli Einarsson. Ferðaþjónustan Húsafelli hlaut Nýsköpunarverðlaun SSV 2019 Lært á nýtt kassakerfi skömmu áður en verslunin var opnuð. Vínbúðin flutt í nýtt húsnæði á Akranesi Iðnaðarmönnum og fleirum sem komu að lagfæringum á húsnæðinu var boðið í veislu að morgni opnunardagsins. Vínbúðin er nú í norðurenda hússins við Kalmansvelli 1. Þær standa vaktina í Vínbúðinni á Akranesi. F.v. Helga Sigvaldadóttir, Harpa Sif Þráinsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Kristín Svafa Tómasdóttir og Sigurlaug Njarðardóttir. Sigrún Ósk, aðstoðarforstjóri Vínbúðanna og Harpa Sif Þráinsdóttir verslunar- stjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.