Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTóBeR 2019 19 Þriðjudaginn 26. nóvember næst- komandi stendur Snorrastofa fyrir kvölddagskrá kl. 19:30 í Bókhlöð- unni, þar sem mörkuð verða lok Reykholtsverkefnisins. Það hef- ur verið undir stjórn Snorrastofu í 20 ár, allt frá árinu 1999. Reifað verður hvert mat sé hægt að leggja á verkefnið og hver framtíð verk- efna í sama dúr geti orðið. Reyk- holtsverkefnið er þverfaglegt, al- þjóðlegt miðaldarannsóknarverk- efni á sviði bókmennta, fornleifa- fræði, landafræði og sagnfræði. Það leiddi saman fjölda fræðimanna og var þátttakendum ætlað að glíma við sömu viðfangsefni, Snorra Sturluson, ævi og störf og Reykholt í tíð hans. Sameiginlegur rammi verkefnisins varð hugtakið „mið- stöð“ og hvernig Snorri hafi mótað þá miðstöð í Reykholti. Fornleifa- rannsóknir í Reykholti hafa vakið mesta athygli verkefnisins, sem var annars afar fjölþætt og hefur vakið umræður á mörgum sviðum. Um það vitnar m.a. margháttuð útgáfa innan ramma verkefnisins um bók- menntir, sögu og náttúru, auk forn- leifa. Á samkomunni verður kynnt ný bók Guðrúnar Sveinbjarnar- dóttur, Reykholt í ljósi fornleif- anna og fram fara pallborðsumræð- ur þar sem litið verður til fortíðar og framtíðar. Fyrst flytur Guðrún Sveinbjarn- ardóttir fyrirlesturinn, Reykholt í ljósi fornleifanna og að honum loknum verða umræður undir stjórn Bjarna Guðmundssonar á Hvann- eyri, sem lengi sat í stjórn Snorra- stofu. Í umræðunum taka þátt Benedikt eyþórsson sagnfræðing- ur, egill erlendsson landfræðingur, Guðrún Gísladóttir landfræðing- ur, Guðrún nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum, Guðrún Svein- bjarnardóttir fornleifafræðingur og Helgi Þorláksson sagnfræðingur. Aðstandendur Reykholtsverkefn- isins bjóða til kaffiveitinga á þessum ánægjulegu tímamótum og enginn aðgangseyrir verður innheimtur. Ástæða er til að vekja athygli á að kvöldið hefst klukkan hálf-átta. -fréttatilkynning Þessi mynd Collingwoods prýðir nýju bók Guðrúnar Sveinbjarnardóttur fornleifa- fræðings. Reykholtsverkefnið gert upp á samkomu í Snorrastofu getum alltaf leitað til kennaranna ef það vakna spurningar.“ Óákveðið hvar ferðin muni enda eins og fyrr segir seldu Ása og Hallgrímur húsið sitt og búslóð áður en þau fóru og spurð hvort það hafi ekki verið erfitt að segja skilið við allar eigur sínar neita þau því. „Við tókum frá eitthvað smá- dót sem okkur þykir vænt um og komum því í geymslu en annað seldum við, gáfum eða fórum með í Búkollu. Þetta eru bara hlutir. en það sem stendur okkur næst bíður eftir nýju heimili með okkur,“ segir Ása og brosir. Sjálf eru þau aðeins með allra nauðsynlegustu hlutina með sér á ferðalaginu. „Við erum bara með handfarangur og lentum einmitt í smá veseni því við erum vön að ferðast um evrópu þar sem má hafa 10 kíló í handfarangri. Hér í Asíu má bara hafa 7 kíló svo við þurftum að minnka í töskunum okkar. Við erum því bara með það allra nauðsynlegasta, mest föt. Og svo verðum við bara að reyna að vera dugleg að nota þvottaaðstöð- ur á hótelum og nýta vel það sem við erum með,“ segja þau. Spurð hvar þau ætli að búa að ferðalaginu loknu horfa þau hvort á annað í smá stund og segja svo að það verði bara að koma í ljós. „Við höfum í raun ekki ákveðið svo langt fram í tím- ann. Við erum ekkert viss um að við viljum koma aftur til Íslands strax til að búa þar. Gætum alveg hugsað okkur að finna annað land til að búa í en það er ennþá allt óráðið og við vitum í raun ekkert hvað tekur við þegar þetta ferðalag tekur enda,“ segja þau að endingu. Fjölskyldan heldur úti bloggsíðunni icetravell- ers.com fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með ferðalaginu. arg/ Ljósm. aðsendar Krakkarnir á syðsta punkti Asíu. Ása fékk að elda fyrir fjölskylduna í eldhúsi í Chiang Mai í Tælandi. Systurnar að skoða kisu á kattakaffi- húsi í Xi‘an í Kína.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.