Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 201912 Bændurnir Branddís Hauksdóttir, Kristján Ágúst Magnússon og son- ur þeirra Magnús á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðarhreppi buðu Vest- lendingum í heimsókn síðastlið- inn laugardag til að skoða nýja fjós- ið sem nýlega var tekið í notkun. Skemmst er frá því að segja að fjöl- margir gestir víðs vegar af Vestur- landi þáðu boðið. 170 skráðu nafn sitt í gestabók en vafalítið hafa ekki allir gert það. Að góðum sveita- sið voru veglegar veitingar í boði, í umsjón Kvenfélagsins Bjarkar í Kolbeinsstaðarhreppi. nýja fjósið á Snorrastöðum er 777 fermetra viðbygging við 559 fm. eldra fjós og fjárhús frá 2009. Í nýja fjósinu er einn mjaltaþjónn og getur byggingin rúmað um 200 nautgripi. Framkvæmdir hófust í september 2018 og fyrsta steypa rann í mótin 10. nóvember fyrir réttu ári. Byggingin er reist úr for- steyptum einingum frá BM Vallá, með Límtrés sperrum og yleining- um í þaki. Byggingatíminn var því stuttur og verulega kom bændum til góða sú hagstæða veðrátta sem hefur verið allt síðasta ár. Ráðgjöf við verkefnið var fengin frá Ráð- gjafarmiðstöð landbúnaðarins og var í höndum Sigurðar Guðmunds- sonar. Arion banki fjármagnaði svo framkvæmdina. Að sögn Magn- úsar bónda er kostnaður við bygg- inguna, tæki og innréttingar um 150 milljónir króna. eftir á að fylla fjósið af kúm, en ábúendur gera ráð fyrir að kaupa aukinn mjólkurkvóta þegar sá gluggi opnast, líklega eftir næstu áramót. „Við höfum verið að framleiða um 180.000 lítra af mjólk. Takmarkið hjá okkur er að bæta við 250.000 lítra kvóta en nýja fjósið ætti að ráði vel við um 500.000 lítra framleiðslu,“ segir Kristján Ágúst. Greinilegt er að kúnum á Snorra- stöðum líkar vel aðbúnaður sinn. Húsið er bjart og loftræsting er með rafdrifnum gluggum, engar viftur. Það gerir að verkum að lítill sem enginn hávaði er inni í fjósinu en sýnt hefur verið fram á að kýr verða rólegri fyrir vikið. Gúmmí- dúklagðir legubásar eru fyrir allar kýr. Þær bera sig svo eftir björg- inni réttsælis um fjósið, geta fengið sér vatn, stoppað við í klórburstan- um eða fengið sér fóðurbæti á leið- inni að DeLaval mjaltaþjóninum. Tölvustýring sér um að opna inn í fóðrun ef mjólkurheimild er fyrir viðkomandi kú. Bændur fylgjast svo með framgangi í fjósinu í gegnum app í símunum sínum, þegar þeir eru ekki á svæðinu. Þannig geta þeir gripið inní ef eitthvað bjátar á. Þau Branddís, Kristján og Magn- ús vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem komu í heimsókn á laug- ardaginn og til þeirra sem lögðu hönd á plóg. mmKúabændur frá Eystri-Leirárgörðum, Hjarðarfelli, Stakkhamri og Ölkeldu létu sig ekki vanta. Fjölmenni mætti í opið fjós á Snorrastöðum Branddís, Kristján Ágúst og Magnús, bændur á Snorrastöðum. Nýja fjósið er byggt við gafl eldra fjóssins frá 2009 og myndar samfellda heild eins og sjá má. Mæðginin Sjöfn Guðlaug og Eggert í Ásgarði voru meðal gesta. Fjölmenni var mætt á fóðurganginn og stöðugt rennerí gesta allan daginn. Legubásarnir eru með mjúku undirlagi og gúmmídúk en auk þess kodda fyrir kýrnar að hvíla hausinn á. Mjaltaþjónninn frá DeLaval er af nýjustu kynslóð slíkra tækja, vegur um 1400 kíló og kostar tæpar 20 milljónir króna. Mæðgurnar Katrín og Karitas á Helgavatni á tali við Gest bónda á Kaldárbakka. Fjóla og Jón í Mófellsstaðakoti með Magnús á Eystri Leirárgörðum á milli sín. Þessum unga manni var afar umhugað um að kýrin hefði nóg að éta. Í eldri fjósbyggingunni eru naut í upp- eldi, en auk þess kindur í hluta hússins. Þessi var að hugsa um að fara í fóður- bætinn, en fékk ekki mjaltaheimild og þurfti því frá að hverfa. Það sakaði þó ekki að reyna!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.