Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 2019 25 Um miðjan október fór hópur úr Grunnskólanum í Borgarnesi í heimsókn til Spánar í tengslum við erasmus+ verkefnið enjoyable Maths sem er samstarfsverkefni fjögurra landa. Auk okkar og Spán- verjanna eru Tékkar og Sikileying- ar með í verkefninu. Í hópnum voru níu nemendur úr 8. bekk og þrír kennarar. eft- ir langan ferðadag komum við til Antiquera sem er í Andalúsíu á Spáni. Bærinn er í um 550 m hæð og þar búa rúmlega 40 þúsund íbú- ar. nemendur gistu á spænskum heimilum. Samstarfsskólinn heitir IeS Pinter José María Fernández og þar eru kringum 900 nemendur. Við mættum í skólann á hverj- um morgni og vorum í skipulagðri dagskrá mest allan daginn. Meðal þess sem gert var voru ýmis stærð- fræðiverkefni í skólanum og utan, ratleikur um Antiquera, heimsókn í fornu hellana (aincent dolmens) sem eru rétt hjá skólanum og heim- sókn til el Torcal de Antequera sem er fjallgarður úr steinum. einnig heimsóttum við nærliggj- andi borgir s.s. Malaga, Córdoba sem er jafnfjölmenn og allt Ísland, og Granada. Síðasta daginn var elduð risa pa- ella í skólanum og allir borðuðu, okkur fannst maturinn þarna mjög ólíkur því sem við eigum að venj- ast og flestum nemendunum fannst hann ekki góður, nema Jóhannesi. Það er frábært að fá að taka þátt í svona verkefni, ferðast á framandi staði, kynnast nýju fólki, nýjum sið- um og venjum. Þó allir væru ekki jafnheppnir með heimili fannst öll- um ótrúlega gaman að taka þátt í þessu verkefni. Við fórum öll út fyrir þægindarammann þessa vik- una og upplifðum alls konar, svona verkefni eykur m.a. víðsýni og um- burðarlyndi fyrir öðru fólki, siðum þeirra og venjum. Auk þess sem við erum mun betri í ensku eftir ferð- ina en áður. Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir Nína Björk Hlynsdóttir Guðrún Alda Ólafsdóttir Atli Freyr Ólafsson Oddný Eyjólfsdóttir Aníta Björk Ontiveros, Hinrik Úlfarsson Jóhannes Þór Hjörleifsson Valborg Eva Bragadóttir. Höfundar eru nemendur í 8. bekk GB Það var ekki laust við að spennu gætti meðal gesta sem mættir voru í Bíóhöllina á Akranesi síðastlið- ið föstudagskvöld. Framundan var frumsýning Skagaleikflokksins á söngleiknum Litlu Hryllingsbúð- inni, stærsta verkefni sem hið gam- algróna leikfélag hafði ráðist í svo árum og jafnvel áratugum skiptir. Frést hafði að stemningin meðal leikara og annarra sem þátt tóku í uppfærslunni hefði verið góð, fyrst í húsnæði aflagðrar Sementsverk- smiðju við Mánabraut, en undir það síðasta á fjölum Bíóhallarinn- ar. Valinn maður hafði fengist til að skipa hvert rúm og góður andi hafði svifið yfir vötnum þær átta viku sem æfingar og uppsetning á verkinu höfðu staðið yfir. Valgeir Skagfjörð var fenginn til að leik- stýra og margir sem til hans þekkja vita að hans styrkleiki er að laða fram það besta í hverri manneskju. Á föstudagskvöldið var svo komið að stund sannleikans. Þegar tjald- ið var dregið frá og fyrsti takturinn var sleginn. Verkið um Litlu Hryllingsbúð- ina er eftir þá Howard Ashman og Alan Menken en íslensk þýðing þess var í höndum grínarans Gísla Rúnars Jónssonar. Sjálfur meist- ari Megas þýddi svo söngtextana. Sögusviðið er lítil blómabúð sem í upphafi verksins má muna má fífil fegurri. en það átti eftir að breyt- ast. Músnik gamli sem rekur búð- ina er við það að fara að loka, þar sem viðskiptin eru lítil sem eng- in. Hjá honum starfar hins vegar tökubarnið Baldur, dáðadrengur sem jafnframt er aðal sögupers- óna í verkinu. Hann tekur í fóstur plöntu nokkra sem ekki er öll þar sem hún sýnist. Plantan fer fyrst að nærast, vaxa og dafna, þegar henni er gefið mannablóð og að endingu er hún orðin verulega heimtufrek. Auk blómabúðarinnar er sögusvið- ið gatan og persónur sem þar haf- ast við. Leikar færast einnig á tann- læknastofu. Stúlkan sem starfar við hlið Baldurs í blómabúðinni er hin aðal sögupersónan. Hún á ógeð- felldan kærasta sem kemur við sögu og er tannlæknir. Ég verð að segja að ég er þakklátur fyrir hversu ólík persóna sá sem tannlækninn leik- ur, er utan sviðs, enda starfar hann mér við hlið virka daga! en í verk- inu spila einnig stúlkurnar í göt- unni stórt hlutverk auk fjölda ann- arra. Meðal þeirra götusópari, sem í mínum huga er þessi senuþjófur sem allar góðar leiksýningar hafa til að bera, en einnig Stebbi vinur minn og svo einfaldlega allir hinir. Tónlist skipar stóran sess í upp- færslu á Litlu hryllingsbúðinni. Í leikmyndinni er hljómsveit komið fyrir á efra sviði og gátu áhorfendur þannig fylgst með Birgi Þórissyni og hans mönnum allan tímann. Þar var einnig Orri Jónsson sem ljáði plöntunni rödd sína á afar trúverð- ugan hátt. Plöntunni sjálfri stýrðu hins vegar tveir aðrir og var sam- leikur þeirra allra frábær. en verk sem þetta væri lítils virði án söngs og þar fær Skagaleikflokkurinn fimm stjörnur. Aðalhlutverkin eru í höndum þeirra Heiðmars eyjólfssonar, sem leikur Baldur, og Láru Magnús- dóttur sem fer með hlutverk Auð- ar. Bæði eru afar góð í túlkun sinni bæði í söng og leik og ekki síður söngdívurnar sem fylgja sögupers- ónum eftir nær alla sýninguna; þær Ingibjörg ólafsdóttir, Katrín Val- dís Hjartardóttir, Aldís eir Val- geirsdóttir og Halla Jónsdóttir. All- ir stóðu sig með prýði í hlutverk- um sínum, dansi og túlkun. Alltof langt mál yrði að nefna alla sem að verkinu standa, enda koma að þess- ari uppfærslu hátt í fimmtíu ein- staklingar. Aðalatriðið fannst mér að allir stóðu sig vel. Það er því skemmst frá því að segja að sýning Skagaleikflokksins var af- burða góð skemmtun. Á frumsýn- ingu var aldrei hnökra að finna og eiginlega fannst mér hábölvað þeg- ar sýningin var á enda, lokatónarnir höfðu verið slegnir og halda skyldi heim í kvöldhúminu. Sjálfur tók ég margsinnis þátt í uppfærslu leikrita á árum áður og veit vel hversu mikil vinna liggur að baki uppsetningu af þessu tagi. Mér finnst aðdáunarvert hversu vel Gunnar Sturla Hervars- son og hans fólk í Skagaleikflokkn- um tókst upp í þessari metnaðar- fullu uppfærslu. Hvet ég því alla sem vettlingi geta valdið að kaupa miða sér miða og láta ekki menn- ingarviðburð af þessu kaliberi fram hjá sér fara. Verkið fær einfaldlega fimm stjörnur hjá mér, annað væri ósanngjarnt. Magnús Magnússon. Erasmus+ heimsókn til Antiquera á Spáni Hópurinn ásamt fararstjórum. Þarna er Baldur algjörlega búinn að missa tökin á plöntunni Auði II. Ljósm. Gunnar Viðarsson. Litla Hryllingsbúðin frumsýnd í Bíóhöllinni Fimm stjörnu sýning sem allir ættu að sjá Valgeiri Skagfjörð var klappað lof í lófa eftir frumsýningu, en hér er hann ásamt leikurum á sviði Bíóhallarinnar. Lára Magnúsdóttir í hlutverki Auðar og Heiðmar Eyjólfsson í hlutverki Baldurs. Ljósm. Gunnar Viðarsson. Tannlæknirinn og söngdífurnar í einu atriða í sýningunni. Ljósm. Gunnar Viðarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.