Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 2019 23 Lau�arda�inn 23. nóvember 2019 o� hefst kl. 12:00 Grunnskóla Bor�arfjarðar, Kleppjárnsreykjum Silfursti�amót – 48 spil Kaffihlaðborð í hléi að hætti kvenféla�sins Verðlaun: 1. sæti Gjafabréf í tvímennin� á Rvk. Brid�e festival 2020 2. sæti Gjafabréf í jólamót Brid�eféla�s Hafnarfjarðar 2019 3. sæti Gjafabréf í jólamót Brid�eféla�s Reykjavíkur 2019 8. sæti Gjafabréf í Krauma 15. sæti Gjafabréf í Krauma Útdráttarverðlaun fyrir einstaklin�a (fyrir þá sem ekki hafa unnið til verðlauna) Gjafabréf: Hótel Húsafell, Víð�elmir, Landsámssetrið o� Icelandair Hótel Hamar ÞORSTEINSMÓTIÐ Í BRIDGE Þátttöku�jald er 8.000 kr. á parið Ath. �reiða þarf með reiðufé. Skránin� á: BRIDGE.IS (viðburðada�atal) í síðasta la�i 21. nóvember Steini á Hömrum Þorsteinn Pétursson kennari (1930-2017) hafði mikla unun af spilamennsku. Aðalle�a spilaði hann lomber o� brid�e o� varð m.a. Íslandsmeistari í tvímennin�i eldri spilara árið 1994. Hann starf- aði mikið að féla�smálum o� var m.a. formaður Brid�eféla�s Bor�arfjarðar. Hann ásamt fleirum beitti sér fyrir því að brid�e yrði kennt í héraðinu, börnum sem fullorðnum, o� átti drjú�an þátt í að Brid�eféla� Bor�arfjarðar var o� er eitt fjölmenn- asta brid�eféla� landsins. SK ES SU H O R N 2 01 9 Í hrifningu geng ég hingað inn og hugsa um minning eina. Hjartanlega hláturinn, sem hljómaði á Steina. Kristján Björn Snorrason (2017) Þrautagóður Þorsteinn var, þá hann ái í vanda. Séður, slyngur af estum bar, með spilin milli handa. Þórður Þórðarson (2018) Steini sér hvað stendur til, stikar himnaveginn. Það er líka spáð í spil og spilað hinum megin. Sigfús Jónsson á Skrúð (2019) Vísur - Til minnin�ar um Þorstein Pétursson Brotnaði í hálku AKRANES: Kona slasaðist þegar hún féll í hálku á Akra- nesi síðastliðinn sunnudag. Hún rann til og brotnaði á fæti, rétt fyrir ofan ökkla. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Vesturlands með sjúkrabíl þar sem hún fékk aðhlynningu. -kgk Aðsvif undir stýri SNÆFELLSNES Rúta fór út af Snæfellsnesvegi, ná- lægt afleggjaranum að Tröð, skömmu fyrir hádegi á mánu- daginn. Akstursskilyrði voru góð þegar óhappið varð, dags- birta, góð færð og lítil umferð. Ökumaður telur að hann hafi fengið aðsvif við aksturinn og kvaðst ekki muna eftir óhapp- inu, að sögn lögreglu. Hann hafi rankað við sér þegar bif- reiðin staðnæmdist utan veg- ar, um 200 metrum frá þeim stað sem hún fór út af veg- inum. Ökumaður kenndi sér eymsla í hálsi en er ekki alvar- lega slasaður. engir farþegar voru í rútunni þegar óhapp- ið varð. Bíllinn er hins vegar óökuhæfur og þurfti að flytja hann á brott með kranabif- reið. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 9.­15. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 6.963 kg. Mestur afli: Ísak AK: 5.635 kg í tveimur róðrum. Arnarstapi: engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 4 bátar. Heildarlöndun: 229.206 kg. Mestur afli: Hringur SH: 75.276 kg í einni löndun. Ólafsvík: 12 bátar. Heildarlöndun: 163.458 kg. Mestur afli: Gunnar Bjarna- son SH: 21.227 kg í fimm róðrum. Rif: 11 bátar. Heildarlöndun: 100.440 kg. Mestur afli: Gullhólmi SH: 20.825 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 106.488 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 65.022 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma­ bilinu: 1. Hringur SH ­ GRU: 75.276 kg. 13. nóvember. 2. Þórsnes SH ­ STY: 65.022 kg. 10. nóvember. 3. Farsæll SH ­ GRU: 53.075 kg. 13. nóvember. 4. Sigurborg SH ­ GRU: 50.962 kg. 13. nóvember. 5. Runólfur SH ­ GRU: 49.893 kg. 11. nóvember. -kgk óðinshani er einn af fallegustu fuglunum sem koma hingað á vor- in en hann er oft seint á ferð enda þarf hann að fljúga yfir þvílík höf og víðerni að fáir fuglar ná nokkru svipuðu í fari milli heimsálfa. Þetta er þó bara nýlega uppgötvað og í hópi þeirra sem drógu upp rétta farið hjá þessum fugli eru vísinda- menn við Háskóla Íslands. „óðinshani sem kemur úr eggi á Íslandi flýgur ævintýralegar vega- lengdir,“ segir José Alves, sem er gestavísindamaður við Rannsókna- setur Háskóla Íslands á Suðurlandi. „Hann flýgur héðan til Græn- lands og svo eftir Atlantshafsströnd norður-Ameríku alla leið til Flór- ída. Hann nemur hins vegar ekki staðar þar heldur flýgur áfram yfir Karíbahaf og yfir í Kyrrahaf. Þar hefur hann vetursetu á opnu hafi milli níkarakva, ekvador og Ga- lapagoseyja. Hann ferðast því 15 til 18 þúsund kílómetra á hverju ári.“ José Alves er frá Portúgal en hann lauk doktorsgráðu frá Uni- versity of east Anglia með áherslu á rannsóknir á jaðrakan. Hann kemur hingað á hverju sumri til að stunda rannsóknir á farfuglum með vísindamönnum við HÍ. Það er magnað að fugl sem er einung- is 40 grömm að þyngd afreki svona nokkuð. „Hvernig vitum við þetta?“ svarar José snöggt spurningu um þessa nýlegu þekkingu. „Við fylgj- umst með ferðalagi óðinshanans með því að festa sérhæft staðsetn- ingartæki við bakið á fuglinum. Tækið mælir ljósmagn í umhverfi fuglsins, sem er að mestu sólarljós, hvern einasta dag ársins. Þar sem við þekkjum tíma sólarupprásar og sólarlags og hádegis á mismunandi breiddar- og lengdargráðum getum við ákvarðað staðsetningu fuglsins með talsvert mikilli nákvæmni fyrir nánast hvern einasta dag.“ Það flókna við þetta er að nauð- synlegt er að ná fuglinum aftur til að endurheimta tækið sem vegur aðeins eitt gramm. Vísindamenn hafa stundum heppnina með sér og heppnin fylgir oft þolinmæði og þrautseigju. Í sumar klófestu José og félagar fugl með tæki sem stað- festi þetta flug, bæði far og vetur- setu. óðinhani er smágerður fugl og í sumarklæðum er hann mógrá- leitur með hvíta flekki á kviði og apelsínugula rönd á baki. Hann er með rauðleitan kraga um hálsinn sem teygir sig upp á kollinn og líka hvítan blett neðan við gogginn sem lekur niður á hálsinn og annan fyr- ir ofan augun til að skeyta sig enn frekar. mm Óðinshani flýgur á hafsvæði við Galapagoseyjar og heim aftur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.