Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 201930 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað hefur þú búið í mörg­ um sveitarfélögum? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) María Antonia Rodrígues Í þremur hér á Íslandi. Árný Lind Árnadóttir einu. Líndís Sigurðardóttir Í þremur. Ársæll Rafn Erlingsson Í fimm sveitarfélögum. Helga S. Pétursdóttir Tveimur. Landsbankamót Sundfélags Akra- ness var haldið í Bjarnalaug þriðju- daginn 12. nóvember síðastliðinn. Mótið er haldið ár hvert fyrir sund- krakka tíu ára og yngri og strax að því loknu fer fram uppskeruhátíð sundmanna í Brekkubæjarskóla. Alls kepptu 36 krakkar á mótinu og syntu tvær greinar. „Margir efnilegir og nýir sundmenn sýndu að þeir hafa náð miklum fram- förum í vetur og höfðu gaman af því að sýna foreldrum og öðrum áhorfendum árangur sinn,“ segir á vef Sundfélags Akraness. Að Landsbankamótinu loknu hófst uppskeruhátíðin. Sundmað- ur Akraness 2019 er Brynhild- ur Traustadóttir. Hún vann silfur í 200, 400, 800 og 1500 m skrið- sundi á Íslandsmeistaramótin í 25 metra laug. Á Íslandsmeistara- mótinu í 50 m laug vann hún þrenn bronsverðlaun; í 200, 400 og 1500 m skriðsundi þar sem hún synti á nýju Akranesmeti. Brynhildur er fastamaður í landsliði Íslands og vann brons á alþjóðlegu sundmóti í Prag. Hún átti hraðasta sundið í 400 og 800 metra skriðsundi á bik- armeistaramótinu og náði lágmarki á norðurlandameistaramótið sem fram fer í Færeyjum í byrjun des- ember. Á vef sundfélagsins segir að Brynhildur sé mikil fyrirmynd sem sé dugleg að hjálpa og hvetja aðra áfram. enda kom Félagabik- arinn, sem veittur er til minningar um Arnar Frey Sigurðsson og Karl Kristinn Kristjánsson, einnig í hlut hennar að þessu sinni. „Brynhild- ur er alltaf reiðubúin að aðstoða aðra og er mikil fyrirmynd fyrir yngri sundmenn liðsins,“ segir á vef sundfélagsins. Ingunnarbikarinn, sem veittur er fyrir stigahæsta bringusund 12 ára og yngri, kom í hlut Írisar Önnu Ingvarsdóttur fyrir 100 m bringu- sund á tímanum 1.39,16 sek. Viðurkenningar fyrir bestu ástundun og framfarir á árinu hlutu Íris Arna Ingvarsdóttir, Al- mar Sindri Glad Danielsson, Auð- ur María Lárusdóttir, einar Mar- geir Ágústsson, Lára Jakobína Gunnarsdóttir og enrique Snær Llorens. Viðurkenningar fyrir stiga- hæstu sundin hlutu Arna Karen Gísladóttir fyrir 50 m skriðsund á 36,30 sek. í flokki meyja, Víking- ur Geirdal fyrir 50 m skriðsund á 34,75 sek. í flokki sveina, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir fyrir 50 m skriðsund á 28,12 sek í flokki telpna, Kristján Magnússon fyrir 200 m skriðsund á 2.09,57 sek. í flokki drengja, Ragnheiður Karen ólafsdóttir fyrir 50 m bringusund á 35,02 sek. í flokki stúlkna, enrique Snær Llorens fyrir 400 m skrið- sund á 4.13,93 sek. í flokki pilta, Sindri Andreas Bjarnason fyrir 400 m skriðsund á 4.14,42 sek. í karla- flokki og Brynhildur Traustadóttir fyrir 400 m skriðsund á 4.22,43 í kvennaflokki. kgk/ Ljósm. Sunfélag Akraness. Skagamenn máttu sætta sig við tap gegn Val B, þegar liðin mættust í 2. deild karla í körfuknattleik á föstu- dagskvöld. Leikið var á Akranesi. Leikurinn var hraður og mikið skorað, eins og svo oft áður í vetur í leikjum Skagamanna. Þegar loka- flautan gall höfðu gestirnir skorað skorað 116 stig gegn 97 stigum ÍA og höfðu því sigur. Skagamenn hafa fjögur stig í ní- unda sæti deildarinnar eftir sjö leiki, tveimur stigum á eftir Reyni S og tveimur stigum á undan Stál-úlfi, sem á þó leik til góða í sætinu fyrir neðan. næst leika Skagamenn á föstudag- inn, 22. nóvember, þegar þeir mæta B-liði ÍR. Sá leikur fer einnig fram á Akranesi. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Íslandsmótið í innanhússfótbolta, eða Futsal, hófst um síðustu helgi. Víkingur í ólafsvík tekur þátt í Fut- salinu eins og áður og spilar liðið að þessu sinni í D-riðli ásamt Krí- unni og elliða en Björnin dró sig úr keppni. Fór þessi fyrri umferð riðilsins fram í Íþróttahúsi Snæ- fellsbæjar sunnudaginn 17. nóvem- ber. Strákarnir í Víkingi mættu vel stemmdir og unnu báða leiki sína með góðum mun, skorðu sex mörk gegn elliða og fengu á sig tvö. Þeir skorðu einnig sex mörk gegn Kríu og fengu á sig eitt. Það var svo ell- iði sem vann Kríuna í síðasta leik riðilsins og endaði sá leikur 6 - 3. Seinni umferð riðilsins fer fram 8. desember í Fylkishöllinni í Reykja- vík. þa Gestirnir höfðu sigur Víkingur Ó byrjar vel í Futsal Hluti hópsins sem fékk viðurkenningar fyrir stigahæstu sundin á árinu á uppskeruhátíðinni. Brynhildur er sundmaður Akraness 2019 Brynhildur Traustadóttir, sundmaður Akraness 2019, ásamt Kjell Wormdal sundþjálfara.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.