Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 201920 Hildigunnur einarsdóttir messó- sópran og Guðrún Dalía Salómons- dóttir píanóleikari halda tónleika í Vinaminni á Akranesi, sunnudag- inn 24. nóvember kl. 16. Á þessum tónleikum verður íslenska söng- lagið skoðað allt frá fyrsta íslenska sönglaginu sem vitað er um, til tón- smíða 20. aldar, til splunkunýrra tónsmíða Páls Ívans frá eiðum sömdum sérstaklega fyrir þetta til- efni. Hann mun velta fyrir sér arf- leifð íslenska sönglagins og endur- óma það í samtímanum. Hildigunnur einarsdóttir og Guðrún Dalía hafa getið sér gott orð fyrir lifandi og einlæga túlkun íslenskra sönglaga. Þær hafa áður lagst í rannsóknarvinnu á söng- lögum Karls Ottós Runólfssonar en í framhaldi af því kom út disk- ur með nýjum útsetningum Hjart- ar Ingva Jóhannsonar á þeim 2014. Báðar hafa þær einnig haft sérstak- an áhuga á höfundarverki Jórunnar Viðar, Hildigunnur hefur flutt verk hennar m.a. á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands og Guðrún Dalía gefið út geisladisk með öllum útgefnum lögum tónskáldsins á 90 ára afmæli hennar. nýverið fluttu Hildigunnur og Guðrún Dalía ljóðaflokkinn Svartálfadans eftir Jón Ásgeirsson á afmælisári hans. Þessi tónskáld eiga sérstakan sess á efnisskránni sem einnig skartar söngperlum Sigvalda Kaldalóns og Páls Ísólfssonar ásamt nýjum söng- lagaflokki Páls Ivans Pálssonar. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 3.000 og er miðasala við inngang. Tónleikarnir eru styrktir af Tón- listarsjóði. -fréttatilkynning Kirkjukór ólafsvíkur undirbýr sig af krafti þessa dagana fyr- ir árlega jólatónleika sína sem fram fara í byrjun desember. einn liður í þeim undirbúningi var að kórinn fór um síðustu helgi að Langaholti til æfinga. Tók kórinn daginn snemma á laugardeginum og voru kór- félagar mættir og byrjaðir að æfa um klukkan 10 um morguninn þar sem æft var fram eftir degi í góðu atlæti og tekin hressingar- ganga um miðjan dag ásamt til- hlýðilegum pásum. eftir langan en mjög góðan æfingadag var endað á að gæða sér á ljúffeng- um kvöldverði að hætti Langa- holts. þa Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur 16. nóvember ár hvert. nemendur í Grunnskóla Snæ- fellsbæjar tóku forskot á sæluna og héltu daginn hátíðlegan síðastlið- inn föstudag. Voru haldnar sam- komur á sal hjá 1. til 4. bekk á Hell- issandi og 5. til 7. bekk í ólafsvík. Á Hellissandi sungu nemendur íslensk lög og tilkynnt var um úrslit í smásagnasamkeppni bekkjanna en nemendur 4. bekkjar sáu um að kynna dagskrána. eftirfarandi nem- endur unnu til verðlauna fyrir sög- ur sínar: Aron eyjólfur emanúels- son í 1. bekk, Viktor Adam Jacunski í 2. bekk, Jenný Lind Samúelsdótt- ir 3. bekk og Kristján Mar Yilong Traustason í 4. bekk og hlutu þau öll bækur eftir íslenska höfunda í verðlaun. Allir þátttakendur í sögu- samkeppninni fengu viðurkenning- arskjöl. Í ólafsvík komu nemendur einnig saman á sal, fluttu verkefni sem öll tengdust Jónasi Hallgríms- syni en dagur íslenskrar tungu er eins og flestir vita haldinn hátíðleg- ur á afmælisdegi Jónasar. nemend- ur 5. bekkjar lásu upp ljóðin Ég bið að heils, Laxinn og Helvíti. Öll eru þau eftir Jónas Hallgrímsson. nem- endur 6. bekkjar lásu söguna Stúlk- an í turningum og kynntu einnig nokkur af þeim nýyrðum sem Jón- as smíðaði. nemendur 7. bekkjar kynntu svo Jónas Hallgrímsson og einn nemandi las upp ljóðið ólafs- víkurenni eftir Jónas. Hátíðir sem þessar eru árlegir viðburðir og mikilvægur hluti af skólastarfi þar sem auk þess að koma saman, læra nemendur um Jónas Hallgrímsson ásamt því að fá þjálfun í að koma fram og minna sig og aðra á að við verðum sjálf að halda tungumálinu okkar á lofti. þa Matvælastofnun hefur sett flutn- ingsbann á alla alifugla frá bæn- um Dísukoti í Þykkvabæ. „Ástæða flutningsbanns er meintur ólögleg- ur innflutningur kalkúnafrjóeggja frá Færeyjum á síðasta ári. Undan eggjunum eru komnir svartir kal- kúnar sem voru í fréttum nýver- ið. Bannið miðar að því að koma í veg fyrir mögulega dreifingu smit- sjúkdóma í aðra alifugla,“ segir í til- kynningu frá Matvælastofnun. Í lögum um innflutning dýra kemur fram að óheimilt sé að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra. ný smitefni geta borist til lands- ins með frjóeggjum. Þá segir í frétt Matvælastofnunar að ráðherra geti heimilað innflutning dýra og erfða- efnis, að fengnum meðmælum Matvælastofnunar, undir ströngum skilyrðum. Þannig getur ráðherra meðal annars heimilað flutning til landsins á frjóeggjum alifugla á ein- angrunarstöð. Dýr úr þessum frjó- eggjum má ekki flytja úr einangr- unarstöð fyrr en tryggt þykir að þau séu laus við smitsjúkdóma. „Verið er að afla upplýsinga um innflutn- inginn og aðkomu og ábyrgð hlut- aðeigandi aðila.“ mm Aðalfundur Krabbameinsfélags Borgarfjarðar var haldinn 14. nóvember síðastliðinn í Borgar- nesi. Góð mæting félagsmanna var á fundinn og þar var að vanda flutt fræðsluerindi sem að þessu sinni var kynning á starfi Krafts - stuðnings- félags fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandend- ur þeirra. Frá Krafti komu Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri og elín Sandra Skúladóttir formað- ur stjórnar. Í febrúar næstkomandi fagnar Krabbameinsfélag Borgarfjarðar 50 ára afmæli og verður því dagskrá af- mælisársins fjölbreytt og skemmti- leg ásamt því að styðja félagsmenn og standa að fræðslu fyrir bæði krabbameinsgreinda og aðstand- endur þeirra áfram sem hingað til. ný stjórn Krabbameinsfélags Borgarfjarðar var kosin á aðal- fundinum. Hana skipa f.v. á mynd: Guðríður Ringsted ritari, Hafdís Brynja Guðmundsdóttir meðstjór- nandi, Anna Dröfn Sigurjónsdóttir formaður, Jómundur Hjörleifsson meðstjórnandi og Guðrún Helga Andrésdóttir gjaldkeri. mm/ads Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fimm milljón- um króna af ráðstöfunarfé sínu til hjálparsamtaka hér á landi í aðdrag- anda jóla. Um er ræða Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands, Hjálparstarf kirkjunn- ar, Samhjálp-félagasamtök, Hjálp- ræðisherinn á Íslandi, Rauða kross Íslands og Fjölskylduhjálp Íslands. mm Ríkisstjórnin styður við hjálparsamtök Héldu dag íslenskrar tungu hátíðlegan Svartir kalkúnar erlendis. Litur kalkúna kom upp um ólöglegan innflutning Fóru í æfingabúðir í Langaholt Endurómur íslenska sönglagsins Ný stjórn í Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.