Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 201922 Ævintýri Munda Lunda, Hvutta- sveinar og Fleiri Korkusögur eru allt nýjar bækur eftir Borgnesing- inn Ásrúnu Magnúsdóttur. Bókin Fleiri Korkusögur er framhald af bókinni Korkusögur sem hún gaf út í fyrra ásamt systur sinni, Sig- ríði. nýja bókin kom út í haust og líkt og í fyrri bókinni er aðalpers- ónan byggð á systurdóttur Ásrúnar: „Hún er algjör prakkarakringla sem kemur sér í allskonar vandræði en er ótrúlega úrræðagóð að koma sér síðan úr klandrinu,“ segir Ásrún um systurdóttur sína. Í bókunum er Korka iðulega í fylgd með hund- unum sínum tveimur og er ann- ar þeirra stór St.Bernards hundur. „Saman lenda þau í ýmsum ævin- týrum, eltast við stingumaura, hitta lögreglukonur, fara í vatnsblöðru- stríð og gera allskonar sem hress- ar og uppátækjasamar stúlkur geta gert af sér,“ segir Ásrún. Ljóðabók um hunda jólasveinanna Hvuttasveinar er ljóðakver þar sem Ásrún sótti innblástur í ljóð Jó- hannesar úr Kötlum um íslensku jólasveinana. „Þetta var nú eig- inlega bara gert í hálfgerðu gríni svona upphaflega. Ég er með Fa- cebook síðuna Ásrún Ritrún fyrir rithöfundaegóið mitt og fyrir jólin í fyrra var ég eitthvað að grínast með að ef Stekkjastaur ætti hund myndi hann heita Piss-á-staur. Ég ákvað að semja ljóð um hann og sýndi vinkonu minni sem bauðst til að myndskreyta. Við duttum svo í það 13 dögum fyrir jól að búa til hvutta- sveinana, ég snaraði upp textum um hunda jólasveinanna og hún mynd- skreytti. Síðan töldum við niður til jóla með að birta ljóðin eitt af öðru á Facebook síðunum okkar, en hún er með síðuna Idunn Arna Art,“ útskýrir Ásrún. Útgáfufyrir- tækið Bókabeitan, sem Ásrún hafði áður verið í samvinnu við, sá ljóð- in og vildi gefa þau út í bók. „Við bara slóum til og úr því varð krútt- legt lítið ljóðakver um jólasveina- hunda,“ segir Ásrún. en hundarn- ir líkjast eigendum sínum töluvert og eiga það til að stela mat, skemma hluti og stríða jólakettinum. Gælulundinn Mundi Þriðja og síðast bókin sem Ás- rún gefur út fyrir þessi jól er bók- in Ævintýri Munda Lunda og er hún byggð á gæludýrum Ásrúnar. Aðalpersónan í bókinni er Mundi, lundi sem bjó hjá Ásrúnu í rúm- lega eitt ár. Mundi sló í gegn á sam- félagsmiðlum og var fólk um allan heim að fylgjast með honum. Vin- kona Ásrúnar fann Munda slas- aðan við Sæbrautina vorið 2017, hafði samband við Ásrúnu og bað hana um aðstoð. „Hún var skipti- nemi hér á Íslandi og vissi ekki við hvern hún ætti að hafa samband svo hún hringdi í mig og ég sótti fugl- inn. Hann var með brot í goggi og skallablett á höfðinu. Ég fór með hann til dýralæknis sem sagði að hann yrði líklega bara svæfður því þau gætu ekki haft hann. Ég bað um að fá að taka hann með heim til að hugsa um hann þar til hann hefði náð heilsu en þá ætlaði ég að sleppa honum aftur. Síðar kom í ljós að hann var blindur og er það lík- lega ástæðan fyrir því að hann lenti í þessu hnjaski til að byrja með. en þá var vitað mál að ekki væri hægt að sleppa honum aftur svo það fór svo að hann bjó hjá mér þar til hann hann lést blessaður rúmlega ári síð- ar,“ segir Ásrún. nokkrum mánuð- um áður en Mundi lést var Ásrún byrjuð að skrifa bók sem fjallaði um hvað gæludýrin hennar bralla þeg- ar þau eru ein heima en Ásrún á að auki tvo hunda og einn kött. Ákvað hún að halda áfram að skrifa bókina þrátt fyrir fráfall Munda og halda þannig uppi minningu hans. Samfélagsmiðlastjarnan Mundi Ævintýri Munda Lunda er bók sem hentar krökkum á aldrinum 6-12 ára en yngri börn gætu einnig haft gaman að því að heyra hana lesna. Bókina ákvað Ásrún að gefa einn- ig út á ensku fyrir alla þá aðdáend- ur sem Mundi átti erlendis. „Mundi var með samtals um tíu þúsund fylgjendur um allan heim á Instag- ram og Facebook. Það var mikill áhugi á honum og allir elskuðu að skoða myndir og fylgjast með lífi hans. Það var mikil netsorg þegar ég tilkynnti um fráfall hans. Ég vildi því endilega að bókin kæmi einnig út á ensku fyrir samfélagsmiðlavini hans og er ég einmitt núna að fara út á pósthús að senda eintök út um allan heim,“ segir Ásrún. Aðspurð segir hún að það hafi vanist fljótt að hafa lunda sem gæludýr en að fyrst hafi það verið frekar skrýtið. „Þeg- ar ég sagði fólki að ég ætti lunda héldu allir að ég væri komin með annan hund sem héti Lundi,“ seg- ir Ásrún og hlær. „Hann var hrók- ur alls fagnaðar, gæfur og skemmti- legur fugl. Ég myndi samt ekki mæla með því að fólk færi að hafa lunda sem gæludýr, ekki nema það sé blindur lundi,“ segir Ásrún og brosir. Þá segir hún töluvert ves- en hafa verið að útvega mat fyr- ir Munda, en lundar borða loðnu. „Svo var hann heldur ekki hús- hreinn og dritaði út um allt. Það var mikil vinna að þrífa eftir hann en heilt yfir var mjög skemmtilegt að vera með hann á heimilinu. Það fór talsverður tími í umönnun hans og svo fór líka mikill tími í mynda- tökur, það er jú vinna að vera sam- félagsmiðlastjarna,“ segir Ásrún og hlær. arg/ Ljósm. aðsendar Mundi á góðum degi. Blindi lundinn Mundi í aðalhlutverki í nýrri bók Ásrún Magnúsdóttir gaf út þrjár nýjar bækur fyrir jólin Ásrún Magnúsdóttir hefur gefið út þrjár bækur fyrir jólin; Fleiri Korkusögur, Ævintýri Lunda Munda og Hvutta- sveina. Bókina Korkusögur gaf hún út á síðasta ári. Ásrún með Munda, lundann sem bjó hjá henni í rúmt ár. Spotti og Flækja, hundar Ásrúnar, sem spila einnig hlutverk í Ævintýrum Lunda Munda.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.