Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 2019 11 Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir til úthlutunar Akraneskaupsstaður auglýsir nýjar lóðir lausar til umsóknar undir par- og raðhús í Fagralundi. Um er að ræða tvær rað- húsalóðir við Fagralund 1 (A-B-C) og 2 (A-B-C) og þrjár parhúsalóðir við Fagralund 3A-3B, 4-6 og 5-7. Lóðirnar eru byggingarhæfar. Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda reglur Akraneskaupsstaðar frá árinu 2018 en auglýsa skal lóðir sérstaklega með 2ja vikna umsóknarfresti að lágmarki og fer úthlutun fram samkvæmt vinnu- reglum ef fleiri en einn sækir um hverja lóð. Séu umsækjendur fleiri en einn um ákveðna lóð verður dregið um úthlutun hennar. Sá aðili sem fær úthlutað lóð hefur sex mánuði til að hefja uppbyggingu en að þeim tíma liðnum fer viðkomandi lóð á almenna listann yfir lausar lóðir sé uppbygging ekki hafin. Akranes- kaupstaður áskilur sér þann rétt að vera ekki bundinn röð úthlutunar lengur en umrætt tímabil. Jafnframt er gert ráð fyrir að úthlutun að nýju fari ekki fram fyrr en að liðnum 2 vikum eftir að lóðin kemur fram á listann yfir lausar lóðir. Umsóknareyðublöð, lóðarblöð, gjaldskrár, skipulags- og byggingaskilmálar og aðrar upplýsingar um lóðirnar eru að finna á heimsíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is Sótt er um lóð í gegnum þjónustugátt Akraneskaupstaðar Umsóknafrestur er til og með þriðjudeginum 10. desember 2019. Tímasett dagskrá: 12:00 REKO afhending 12:30* Hvað er REKO? Hlédís Sveinsdóttir segir frá 13:00* Krakkar kokka, kynning á verkefni Matís 13:30* Hrossakjöt –aukin virðin - aukið virði, Eva Margrét Jónudóttir segir frá gæðum og tækifærum hrossakjötsins 14:00 Verðlaunaafhending: ASKURINN - Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki 15:00* Er að mjólka ána sín... Gerald og Katharina sauðaostaframleiðendur frá Austurríki segja frá búskaparháttum og sauðaostagerð 15:30* Gott er að rækta gulrótina - Vífill Karlsson kynnir landfræðilegt og efnahagslegt litróf garðyrkju á Íslandi *Stuttar kynningar og erindi Matarhátíð á Hvanneyri 2019 23. nóvember kl. 12:00 - 16:00 á gömlu torfunni matarmarkaður - matarhandverk og matur beint frá býli veitingasala - opið hús hjá Landbúnaðarsafni og Ullarseli útstilling á keppnisvörum í Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki Lionsklúbbur Grundarfjarðar bauð Grundfirðingum og nærsveitung- um uppá blóðsykursmælingu í verslun Kjörbúðarinnar fimmtu- daginn 14. nóvember síðastliðinn. Lionsklúbburinn var í samstarfi með sjúkraflutningamönnum HVe sem framkvæmdu blóðsykurmæl- inguna sem var vel sótt. Yfir eitt- hundrað manns létu mæla blóð- sykurinn á þessum tveimur klukku- stundum sem mælingin stóð yfir. 14. nóvember ár hvert er alþjóð- legur sykursýkisvarnadagur Lions- hreyfingarinnar og því boðið uppá þessa frábæru þjónustu. Sambæri- leg þjónusta var í boði víðar á Vest- urlandi. Á Akranesi fór mæling- in fram á laugardaginn í samstarfi Lions og Apóteks Vesturlands og í ólafsvík í samstarfi Lions, Apóteks ólafsvíkur og heilsugæslustöðvar- innar. tfk Lionsklúbbarnir í Snæfellsbæ ásamt heilsugæslustöðinni og Apóteki Ólafsvíkur hafa í mörg ár boðið íbúum upp á ókeypis blóðsykursmælingu í tilefni af alþjóð- legum degi sykursjúkra. Á því var engin undantekning, en hér fer sýnataka fram í Átthagastofunni. Ljósm. þa. Lions bauð upp á blóðsykursmælingu Sjúkraflutningamennirnir Þorkell Máni Þorkelsson og Marinó Ingi Eyþórsson eru hér að mæla blóðsykurinn hjá Dariusz Krinsky í Grundarfirði. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.