Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Page 4

Skessuhorn - 27.11.2019, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 20194 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Óróatímar ókyrrð og stóryrði, brigsl og jafnvel hreinar og klárar ærumeiðing- ar eru farnar að einkenna þjóðmálaumræðuna. Mér gremst að í fjöl- miðlum séu farin að falla ljót orð sem að líkindum hefðu aldrei verið sögð augliti til auglitis. Jafnvel á hinu háa Alþingi heimta menn að aðrir séu víttir, hugnist þeim ekki orðræðan í garð þeirra. Hurðum er skellt. Fjölmiðlar bæta ekki sérlega ástandið, raunar magna það upp. Þeir leita fanga í frjóum jarðvegi samfélagsmiðla til að finna eitthvað sem er nógu krassandi. Þurfa ekki að leita lengi. Mergj- aðar fyrirsagnir selja jú auglýsingar út á smellina. Einn ritstjórinn, sem reyndar er kominn vel við aldur, skrifaði nýverið um meintan pólitískan andstæðing sinn, að hann væri sérstakur pappír enda fað- ir viðkomandi vandræðagemsi. Ungi þingmaðurinn svaraði um hæl og sagði að betra væri að vera sérstakur pappír en léleg blaðsíða! Hvert eru menn eiginlega komnir í umræðunni þegar slík stóryrði eru látin falla? Mér finnst þeir sýna hegðun sem þætti ekki einu sinni boðleg á vandræðaheimili. Þessi órói sem nú virðist vera að búa um sig á vafalítið rætur að rekja til þess að einungis hálft annað ár er til næstu þingkosninga. Mér finnst maður sjá þess skýr merki. Skoðanakannanir velgja vissu- lega undir uggum. Sjálfstæðisflokkur mælist í sögulega litlu fylgi og kjósendur hans telja sér betur borgið hjá þeim flokki sem fyrir ári síðan átti nú ekki beinlínis upp á pallborðið hjá þjóðinni. Vinstri grænir eru hundskammaðir fyrir að bakka hina stjórnarflokkana upp í Samherjamálinu og allir, þá meina ég allir, eru einhvern veg- inn í afleitu skapi. En halló! Ég bendi á að það eru að koma jól. Er ekki kominn tími til að þingmenn, við fjölmiðlafólkið og aðrir sem komnir eru til ára og jafnvel vits reyni í það minnsta að vera börnunum okkar þokka- leg fyrirmynd? Getum við ætlast til að þau sýni almenna kurteisi þegar fyrirmyndirnar haga sér með þessum hætti? Við fjölmiðlafólk berum hellings ábyrgð. Okkar er að reyna að stýra umræðunni á vitrænum forsendum. Því er hins vegar ekki að heilsa. Ekki er einvörðungu að margir fjölmiðlar taka sér stöðu með ákveðnum málstað, fólki eða hreyfingum, og ýfi upp sár og ókyrrð, heldur eru þeir beinlínis keyptir upp af pólitískum hagsmunaöflum. Fjölmiðlar hanga hvort sem er flestir á horreiminni og því auðveld kaup. Í ljósi veikrar stöðu þeirra óttast ég að ástandið eigi bara eftir að versna. En hvert leiðir það? Jú, fólk hættir á endanum að lesa fjölmiðla, tiltrú til þeirra fer í ruslflokk, ekki ósvipað og virðing Alþingis, þar sem mörg af stærstu og ljótustu orðunum eru látin falla. Að framansögðu bið ég um grið. óska hér með formlega eftir því að fullorðið fólk taki börn sér til fyrirmyndar. Þau eru miklu kurt- eisari og af þeim er margt að læra. Magnús Magnússon Tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir úr Borgarnesi hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlauna í flokknum Best Engineered Album, Classi- cal, fyrir hljóðvinnslu fyrir plöt- una Aequa. Tilnefningarnanr voru kynntar í liðinni viku. Auk henn- ar er önnur íslensk kona, Hild- ur Guðnadóttir tónskáld, tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tón- list sína í þáttunum Chernobyl. Grammy verðlaunahátíðin verður haldin 26. janúar á næsta ári. mm Togarinn Kaldbakur EA 1 er glæsi- legt skip í eigu Útgerðarfélags Ak- ureyrar. Skipið var smíðað 2017 og var tekið í notkun sama ár. Skipið er glæsilegt á að líta og allur aðbún- aður eins og best verður á kosið. Kaldbakur kom til hafnar í Grund- arfirði aðfararnótt föstudagsins 22. nóvember og landaði 98 tonnum. Uppistaðan í aflanum var karfi. Að löndun lokinni hélt skipið til veiða á ný. tfk Kaffihúsið og veitingastaðurinn Skagakaffi er nú komið á söluskrá hjá fyrirtækjasölunni Kompaníi og er auglýst eftir tilboðum í rekstur- inn. Í húsinu hafa á liðnum árum verið rekin kaffihús með nöfnun- um Skökkin, síðar Lesbókin og nú Skagakaffi. Alls hafa fjórir rekstr- araðilar komið að rekstri í húsinu á jafn mörgum árum. Katrín Guð- jónsdóttir og Marius Ciprian Mar- inescu festu kaup á kaffihúsinu síð- astliðið sumar og opnuðu þar kaffi- húsið Skagakaffi 1. ágúst síðastlið- inn. Þau hafa verið að bjóða upp á léttar veitingar, kaffi og meðlæti auk þess sem bjór er seldur af krana. „Staðurinn er með rekstrar- leyfi sem heimilar opnun til kl. 23 á kvöldin. Nýr leigusamningur til 5 ára,“ segir í sölulýsingunni. Þá kemur fram að veltan sé um 2,5 milljónir á mánuði. „Eigendur hafa nýverið fjárfest umtalsvert í tækjum og búnaði. Strax og án nokkurs til- kostnaðar eru miklir möguleikar fyrir nýja eigendur að auka veltuna til muna með lengri opnunartíma. Hægt að vera með íþróttaleiki á kvöldin og um helgar.“ arg Stjórn Landssambands veiðifélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar að IPN veirusýk- ing hafi komið upp í norskum eldis- laxi í eldiskvíum Laxa fiskeldis ehf. í Reyðarfirði. „Slík veirusýking hef- ur aldrei greinst í laxi á Íslandi enda er villti laxastofninn við Ísland með þeim heilbrigðustu í heimi. IPN veira veldur alvarlegum sýkingum í laxfiskum. Ljóst er að alltaf slepp- ur einhver fiskur úr opnum sjókví- um auk þess sem villtir laxfiskar eru alltaf í nágrenni eldisins í einhverj- um mæli. Mikil hætta er þá á því að veiran berist í villta laxa- og silung- astofna. Það voru stjórn Landssam- bands veiðifélaga mikil vonbrigði að sjá viðbrögð Matvælastofnunar sem gerir lítið úr þessari sýkingu í tilkynningu sinni,“ segir í tilkynn- ingu frá félaginu. Landssambandið minnir á að það hefur ítrekað mótmælt notkun á innfluttum brunnbátum sem not- aðir hafa verið við seiðaflutninga í sjókvíar hér við land. „Landssam- band veiðifélaga hefur oft bent á að slíkir bátar hafi dreift smiti í norsku fiskeldi. Í ljósi þess er það óskilj- anlegt að innflutningur á þessum tækjum hafi verið heimilaður af Matvælastofnun. Landssamband veiðifélaga krefst þess að rannsakað verði hvaðan umrædd sýking barst og að öllum innflutningi á notuð- um búnaði verði umsvifalaust hætt. Stjórnin krefst þess að umræddum laxi verði þegar í stað fargað og eytt í viðurkenndri eyðingarstöð. Verði það ekki niðurstaða Matvælastofn- unar skorar LV á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að hlutast til um málið þannig að heilbrigði villtra laxastofna við Ísland verði varið og tryggt.“ mm Skagakaffi komið á söluskrá Anna tilnefnd til Grammy verðlaunanna Kaldbakur EA landaði í Grundarfirði Frá fiskeldi í Reyðarfirði. Ljósm. Laxar fiskeldi. Vilja að veirusýktum eldislaxi verði fargað

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.