Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 20198 Sektað fyrir ýmis brot VESTURLAND: Lögregla stöðvaði ökumann sem ók um Vesturlandsveg á föstu- dag, grunaðan um akstur und- ir áhrifum ávana- og fíkniefna. Fíkniefnapróf svaraði jákvætt við neyslu THC, virka vímu- gjafa kannabiss. Ökumaður- inn var handtekinn og gert að gefa blóðsýni. Sama dag var ökumaður stöðvaður á Akra- nesi og sektaður um 20 þús- und krónur fyrir að vera ekki spenntur í bílbelti. Daginn áður, síðastliðinn fimmtudag, stöðvaði lögregla ökumann á Akranesi sem reyndist aka eft- ir að hafa verið sviptur öku- réttindum. Eins og áður hefur komið fram lítur lögregla slíkt athæfði alvarlegum augum. Á sunnudag fór lögregla inn í hús á Akransi og haldlagði þar kannabisefni. -kgk Ógætilegur akstur HVALFJSV: Vegfarandi hafði samband við lögreglu og kvartaði yfir flutningabíl sem ekið var ógætilega og hratt í gegnum Hvalfjarðargöng á fimmtudagskvöld. Ekki tókst að hafa upp á ökumanni en haft var samband við flutn- ingafyrirtækið og látið vita af málinu. -kgk Flutningabíll rann í hálku AKRANES: Flutningabíll rann í hálku skammt frá versl- un Olís við Esjubraut á Akra- nesi að morgni mánudagsins 18. nóvember. Yfirlögreglu- þjónn og aðstoðaryfirlög- regluþjónn urðu vitni að at- vikinu. Bifreiðin rann í hálku og hafnaði uppi á nýja hring- torginu og varð nokkðu tjón á því. Kantsteinn brotnaði og bíllinn losnaði ekki fyrr en búið var að spæna upp um- ferðareyjuna, að sögn lög- reglu. Viðkomandi fyrirtæki kemur til með að þurfa að bæta Akraneskaupstað tjónið, að sögn lögreglu. -kgk Eftirlit með rjúpnaskyttum VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi fór með Land- helgisgæslu Íslands í rjúpna- veiðieftirlit á laugardaginn. Flogið var með þyrlu gæsl- unnar yfir Hraundal og nær- liggjandi dali, Langavatnsdal auk friðlandsins í Geitlandi. Sást til veiðimanna, en ekki í friðlandinu. Tveir kyrrstæðir bílar voru við friðlandið en þar sást ekki til veiðimanna. Ann- ars staðar sáust fleiri bifreiðar, en á svæðum þar sem veiði er heimil. Veiðimenn sem voru á ferð á svæðinu sem lögregla fór um kváðust lítið hafa séð af rjúpu. -kgk Fastur á smábíl BORGARBYGGÐ: Ferða- menn festu bifreið sína í snjó á Uxahryggjavegi að kvöldi þriðju- dagsins í síðustu viku. Voru þeir að koma frá Húsafelli og óku inn á Uxahryggjaveg á Toyota Verso bílaleigubíl og festu bílinn. Haft var samband við bílaleiguna sem sendi mann á staðinn til að að- stoða fólkið. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 16.-22. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 1 bátur. Heildarlöndun: 4.791 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 4.791 kg í einum róðri. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 412.112 kg. Mestur afli: Kaldbakur EA: 98.469 kg í einni löndun. Ólafsvík: 13 bátar. Heildarlöndun: 178.384 kg. Mestur afli: Kvika SH: 27.693 kg í fjórum róðrum. Rif: 12 bátar. Heildarlöndun: 146.311 kg. Mestur afli: Hamar SH: 47.531 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 104.702 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 59.212 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Kaldbakur EA - GRU: 98.469 kg. 22. nóvember. 2. Sóley Sigurjóns GK - GRU: 75.327 kg. 17. nóvember. 3. Hringur SH - GRU: 66.986 kg. 20. nóvember. 4. Runólfur SH - GRU: 63.588 kg. 18. nóvember. 5. Þórsnes SH - STY: 59.212 kg. 16. nóvember. -kgk Framkvæmdir við stækkun Norð- urgarðs í Grundarfjarðarhöfn eru komnar á fullan skrið. Nú er mik- il umferð vörubíla og vinnuvéla um hafnarsvæðið og fólk því beðið um að draga úr bryggjurúntum á með- an. Þessa dagana er verið að keyra á staðinn stórgrýti úr Grafarnámu. Það er Borgarverk sem er verktaki við framkvæmdirnar. tfk Héraðsdómur Vesturlandi kvað síðastliðinn föstudag upp úrskurð í máli íslenska ríkisins gegn land- eigendum á Arnarvatnsheiði. Rík- ið höfðaði málið og beindi kröfu sinni gegn Sjálfseignarstofnun um Arnarvatnsheiði og Geitlandi ann- ars vegar en hins vegar eigendum Kalmanstungu I og II. Gerði ríkið kröfu um að felldur yrði úr gildi úr- skurður óbyggðanefndar nr. 4/2014 þess efnis að Arnarvatnsheiði, Geitland ásamt Langjökli tilheyrði sjálfseignarstofnuninni og landeig- endum Kalmanstungu I og II. Þá krafðist ríkið þess jafnframt að við- urkennt yrði fyrir dómi að land- svæðið yrði túlkað sem þjóðlenda. Héraðsdómur Vesturland sýkn- aði landeigendur af öllum kröfum ríkisins. Málskostnaður var felldur niður og allur gjafsóknarkostnaður stefndu skal greiðast úr ríkissjóði. mm Ágætur gangur hefur í haust verið í byggingaframkvæmdum á Klepp- járnsreykjum, en framkvæmdir hófust í lok sumars. Í húsinu verður leikskólinn Hnoðraból með starf- semi sína en auk þess verða þar skrifstofur fyrir starfsfólk leikskól- ans og grunnskólans auk kennslu- rýmis. Byggingin er 530 fermetr- ar að flatarmáli á einni hæð. Búið er að reisa forsteyptar einingar frá Steypustöðinni - Loftorku og næsti verkþáttur er að koma húsinu und- ir þak. Eftir það verður gólfsteypa og frágangur innanhúss. Í verk- samningi við Eirík J Ingólfsson ehf. kemur fram að byggingin á að vera tilbúin til notkunar fyrir upphaf skólaárs haustið 2020. mm Ríkið tapaði máli um eignar- hald yfir Arnarvatnsheiði Veggeiningar að nýjum leikskóla risnar Framkvæmdir komnar á fullt við Norðurgarð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.