Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Síða 12

Skessuhorn - 27.11.2019, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 201912 Matarmarkaður, matarhandverk, úrslit í matarkeppni og matur beint frá býli voru meginþemu á fjöl- mennri Matarhátíð sem fram fór á laugardaginn á gömlu útihúsatorf- unni á Hvanneyri. Opið hús var í Landbúnaðarsafni Íslands og Ull- arselinu í gamla fjósinu en auk þess kynning á sigurvegurum í Askinum í fjóshlöðunni, en það er Íslands- meistarakeppni í matarhandverki, sem Matís stendur fyrir í samstarfi við Matarauð Íslands, Matarauð Vesturlands og Markaðsstofu Vest- urlands. Þá voru á hátíðinni flutt- ir nokkrir örfyrirlestrar á Kollu- bar. Meðal annars kynnti Hléd- ís Sveinsdóttir REKó, kynnt var verkefni Matís; Krakkar kokka, Eva Margrét Jónudóttir kynnti verkefni sem hún hefur unnið að í samstarfi við Matís og fjallar um aukið virði hrossakjöts. Austurríkisfólkið Ger- ald og Katharina sögðu frá búskap- arháttum sínum og sauðaostagerð og að endingu flutti Vífill Karls- son hagfræðingur erindi sem hann nefndi Gott er að mjólka gulrótina. Fjallaði það um landfræðilegt og efnahagslegt litróf garðyrkju hér á landi. Á sama tíma og aðrir dag- skrárliðir fóru fram, kynntu og seldu ýmsir matarframleiðendur vörur sínar á gamla vélaverkstæð- inu. Á Kollubar var Kvenfélagið 19. júní með kaffisölu og Árni hjá Hinu blómlega búi kynnti mergj- aðan eggjapúns. óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í hátíðina því fjöldi fólks lagði leið sína á staðinn og átti góðan dag í blíðskapar vetr- arveðri. Góð þátttaka í keppninni Askurinn var Íslandsmeistaramót í matarhandverki. Góð stemning var á staðnum og glæsilegir full- trúar matarfrumkvöðla og smá- framleiðanda kynntu og seldu af- urðir sínar. Vörum sem tilnefndar höfðu verið til verðlauna var stillt upp á borð og gátu gestir séð fjöl- Eftirtaldir unnu til verðlauna í Askinum: Bakstur: Gull Rúgbrauð Brauðhúsið ehf Silfur Rúg-hafrabrauð Brauðhúsið ehf Ber, ávextir og grænmeti: Gull Þurrkaðir lerkisveppir Holt og heiðar ehf Silfur Grenisíróp Holt og heiðar ehf Brons Sólþurrkaðir tómatar Garðyrkjustöðin Laugarmýri Ber, ávextir og grænmeti – sýrt: Gull Pikklaðar radísur Bjarteyjarsandur sf Silfur Kimchi, krassandi kóreönsk blanda Huxandi Slf Brons Pylsukál, eitt með öllu! Huxandi Slf Ber, ávextir og grænmeti – drykkir: Gull Aðalbláberjate Urta Islandica ehf Silfur Krækiberjasafi Islensk hollusta ehf Fiskur og sjávarfang: Gull Birkireyktur urrði Matarhandverk úr fram-Skorradal Silfur Heitreyktur makríll Sólsker Brons Léttreyktir þorskhnakkar Sólsker Kjöt og kjötvörur: Gull Gæsakæfa Villibráð Silla slf. Silfur Taðreykt Hangikjöt Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi Kjöt og kjötvörur - hráverkað: Gull Rauðvínssalami Tariello ehf Silfur Nautasnakk Mýranaut ehf Brons Ærberjasnakk Breiðdalsbiti Mjólkurvörur: Gull Sveitaskyr Rjómabúið Erpsstaðir Silfur Búlands Havarti Biobú ehf. Brons Basilíku smjör Á Ártanga Nýsköpun: Gull Bopp Havarí Gull Söl snakk Bjargarsteinn Mathús Brons Saltkaramellusýróp Urta Islandica ehf Nýsköpun – drykkir: Gull Glóaldin Kombucha Iceland Kúbalúbra ehf Silfur Súrskot - Safi úr Kimchi Huxandi Slf Brons Rababaravín Og natura. Fjölmenni mætti á Matarhátíð á Hvanneyri Hér má sjá verðlaunahafa í Askinum. Verðlaun og viðurkenningar í matarhandverkskeppninni afhentu þeir sem komu að undirbúningi og framkvæmd, heimafólk af Vesturlandi og fulltrúar Matís. Árni í Hinu Blómlega búi hrærir í eggjapúnsi. Hanna, Sigurbjörg og Agnes kynntu vörur frá Mýranauti og Ljómalind. Dagný og Tedda á Kollubar þar sem kvenfélagið sá um veitingar. Ragnhildur og Guðrún að selja vöfflur og kleinur fyrir Kvenfélagið 19. júní. breytta flóru matar og drykkjar sem keppti til verðlauna. Hinn gríðarlegi fjöldi gesta er til merk- is um áhuga á íslensku matarhand- verki og ekki síður að 130 vörur af ýmsu tagi kepptu til verðlauna. Var þeim skipt upp í tíu flokka eftir gerð og eðli vörunnar. Athygli vakti að margir vestlenskir framleiðend- ur voru að vinna til verðlauna og fengu þannig góða viðurkenningu fyrir starf sitt. Þeirra á meðal voru Rjómabúið Erpsstöðum, Bjarg- arsteinn Mathús, Matarhandverk úr Fram-Skorradal, Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi, Mýranaut og Bjart- eyjarsandur. mm Jóhanna á Háafelli var með úrval af vörum sem hún fram- leiðir úr geitaafurðum. Hólmfríður Tania, Þorgrímur Einar og Helga Elínborg á Erps- stöðum kynntu og seldu matvæli frá Rjómabúinu. Margvísleg nýsköpun er í matvælaframleiðslu. Meðal annars súrkál.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.