Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Qupperneq 22

Skessuhorn - 27.11.2019, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 201922 Crossfit stöðin Box 7 efndi til sam- róðurs til styrktar Berglindi Rósu Jósepsdóttur sem er 33 ára tveggja barna móðir í Grundarfirði, í sam- búð með Sigurbirni Hanssyni. Begga greindist með krabbamein í upphandlegg síðasta sumar og hef- ur verið í lyfja- og geislameðferð- um síðan þá. Forsvarsmenn Box 7 vildu því leggja sitt af mörkum með þessari söfnun. Upphaflega átti að róa 500 kíló- metra og var byrjað af krafti klukk- an átta laugardagsmorguninn 23. nóvember síðastliðinn. Fljótlega kom í ljós að eljusemin í ræðurum var það mikil að tekið var á það ráð að hækka kílómetrafjöldann í 800 og seinna um daginn upp í 1000 kílómetra. Mikill fjöldi fólks kom og reri til styrktar Beggu og fjöl- skyldu og svo voru einnig marg- ir sem komu færandi hendi með veitingar og bakkelsi fyrir ræð- ara. Blaklið Grundarfjarðar var í keppnisferð á Norðurlandi og lagði sitt af mörkum og reri 25 kílómetra og annarsstaðar á Húsa- vík reru ættingjar Berglindar, þar á meðal 85 ára gömul amma hennar, 43 kílómetra. Ein róðravélin var fyrir krakka og var róið 49 kíló- metra á henni en krakkarnir voru á aldrinum 4 til 12 ára. Einnig voru nokkrir einstaklingar sem voru með sjálfsáskorun en þær Sigur- borg Knarran ólafsdóttir og Frey- dís Bjarnadóttir réru maraþon eða 42,2 kílómetra. Þá reri Vignir Már Runólfsson 50 kílómetra. Þegar yfir lauk voru kílómetrarnir ná- kvæmlega 1003 sem er alveg ótrú- legur árangur. Söfnuninni mun ljúka 1. desember næstkomandi og því enn hægt að leggja henni lið. Hægt er að leggja inn á reikning: 0321 – 13 – 161444. Kt. 250868-4999. tfk Barist með Beggu Dóra Aðalsteinsdóttir, móðursystir Berglindar, er hér að skrá árangurinn. Freydís Bjarnadóttir réri heilt maraþon og var frá átta um morguninn fram yfir hádegi án þess að stöðva. Vignir Már Runólfsson reri 50 kílómetra án þess að stöðva. Leifur Harðarson, einn eigenda Box 7, er hér að skrá árangurinn jafnóðum. Berglind Rósa er hér lengst til vinstri með Magna Rúnari syni sínum sem var í röðinni að bíða eftir að róa í krakkaróðrinum.Sindri Snær Hinriksson er hér ein-beittur að leggja inn metra í hýtuna.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.