Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Qupperneq 30

Skessuhorn - 27.11.2019, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 201930 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Spurni g vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Þorsteinn Guðmundur Erlendsson „Ást og frið um heiminn.“ Herbert Baxter „Ég þarf ekkert.“ Viðar Pétursson „Nýjan Land Cruiser.“ Victor Pétur Rodriquez „Ég væri til í hvað sem er, utan- landsferð þess vegna.“ Brynhildur Traustadóttir, sund- kona úr ÍA, er í landsliðshópi Sundsambands Íslands sem keppir á Norðurlandameistaramóti í sundi sem haldið verður í Færeyjum um helgina. Á mótinu synda um 210 keppendur frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum Litháen, Lettlandi og Eistlandi. Þar af eru 25 keppendur frá Íslandi. Brynhild- ur hefur æft mjög vel í haust og á mótinu keppir hún í 200, 400 og 800 m skriðsundi. mm Guðbjörg Bjartey Guðmunds- dóttir bætti 15 ára gamalt Akra- nesmet á Haustmóti Fjölnis í sundi sem fram fór á laugardaginn í Laugardalnum. Þangað fór 21 sundmaður frá Sundfélagi Akra- ness. Mótið var fyrir sundmenn 14 ára og yngri og var gríðarlega stór hópur sem tók þátt þetta árið, 375 sundmenn frá 16 félögum um land allt. Að venju stóðu krakkarnir frá Sundfélagi Akraness sig vel, sýndu miklar framfarir og stemningin í hópnum var góð. Samtals voru 78 bætingar hjá þeim. Guðbjörg Bjartey keppti í telpna flokki 13-14 ára í 50 metra flugsundi og synti á tímanum 30,38. Gamla metið var 31,12 sem Aþena Ragna Júliusdóttir átti frá 2004. Guð- björg Bjartey synti í fjórum grein- um og sigraði í þeim öllum. Í 4×50 skriðsundsboðsundi unnu Skagastelpurnar gull á tím- anum 2,06:48, með Ingibjörgu Svövu Magnúsardóttur, Kareni Káradóttur, Auði Maríu Lárus- dóttur og Guðbjörgu Bjartey Guðmundsdóttur. Strákarnir urðu í fjórða sæti með þeim Guðbjarna Sigþórs- syni, Adam Agnarssyni, Bjarna Snæ Skarphéðinssyni og Vík- ingi Geirdal Birnusyni. Ingi- björg Svava Magnúsardóttir vann þrjú silfur og eitt brons og Guð- bjarni Sigþórsson vann eitt silfur og fjögur brons. Loks vann Karen Káradóttir ein bronsverðlaun. mm/sa Íslandsmeistaramótaröðinni í grjót- glímu lauk um helgina með flottu móti sem haldið var í Klifurhúsinu í Reykjavík. ÍA mætti með sjö sterka klifrara til móts og þeim fylgdi stór hópur áhorfenda og áhangenda. Mótið var fjórða og síðasta mótið í keppninni um Íslandsmeistartitil- inn og spennan því í hámarki þeg- ar mótið hófst. Keppendur klifruðu tuttugu leiðir, sem leiðasmiðir Klif- urhússins og ÍA höfðu sett upp, og höfðu til þess tvo klukkutíma. Í C-flokki stúlkna hafnaði Sylvía Þórðardóttir í þriðja sæti en heild- arstigafjöldi hennar eftir fjögur mót dugði henni í 1.-2. sæti í mótaröð- inni og því þurfti bráðabana til að skera úr um Íslandsmeistaratitilinn. Í bráðabana klifraði Sylvía á móti Ásthildi Elfu úr Hafnarfirði, en þær stöllur hafa verið nokkurn veginn hnífjafnar á mótum ársins. Í bráða- bana sigrar sá klifrari sem klifr- ar lengra í bráðabanaleið á fjórum mínútum og eftir tvær leiðir voru þær stöllur hnífjafnar og spennan því gríðarleg fyrir þriðju leið. Ást- hildur byrjaði og klifraði vel og uppskar 8+ stig eftir leiðina, sem innhélt erfiðar jafnvægishreyfingar á litlum tökum og stórt stökk upp í erfitt tak. Sylvía klifraði vel, náði byrjuninni og stökkinu en vantaði herslumuninn til að ná lengra og endaði því með 7 stig og vel verð- skulduð silfurverðlaun fyrir ÍA. Aðrir klifrarar í C- og B- flokki náðu ekki á verðlaunapall að þessu sinni en þeir Rúnar Sigurðsson, Sverrir Elí Guðnason og Ellert Kári Samúelsson röðuðu sér í 4.-6. sæti í C-flokki drengja og Tinna Rós Halldórsdóttir í það sjötta í stúlknaflokki. Í fullorðinsflokki klifraði Brimr- ún Eir óðinsdóttir. Hún lauk níu af tuttugu leiðum mótsins og landaði verðskuldað bronsverðlaunum að lokinni Íslandsmeistarmótaröðinni. Í allt prýðilegasti árangur hjá ÍA. Nú fá klifrarar verðskuldað frí frá keppnum fram yfir áramót. þs Skagamenn máttu játa sig sigraða gegn ÍR B, þegar liðin mættust í 2. deild karla í körfuknattleik á föstu- dagskvöld. Leikið var á Akranesi og það voru gestirnir sem höfðu að lokum tólf stiga sigur, 89-101. ÍA hefur fjögur stig eftir átta lei- ki og situr í níunda sæti deildarin- nar, með jafn mörg stig og Stál-úl- fur í sætinu fyrir neðan. Næst leika Skagamenn gegn B-liði KR á sun- nudagskvöld, 1. desember næstko- mandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Íslandsmeistaramótinu í grjótglímu lokið Sylvía Þórðardóttir í brautinni. Keppendur frá ÍA ásamt Þórði Sævarssyni. Stelpurnar vösku sem sigruðu í 4x50 metra skriðsundsboðsundi. Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Guðbjörg Bjartey Guð- mundsdóttir, Auður María Lárusdóttir og Karen Káradóttir. Bætti fimmtán ára gamalt Akranesmet í sundi Á leið á Norður- landamót í sundi Tólf stiga tap

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.