Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Side 31

Skessuhorn - 27.11.2019, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 2019 31 Skallagrímur er kominn aftur á sig- urbraut í 1. deild karla eftir sigur á Sindra, 85-71. Liðin mættust í Borgarnesi á fimmtudagskvöld. Skallagrímsmenn skoruðu fyrstu sex stig leiksins en gestirnir frá Hornafirði jöfnuðu metin og kom- ust síðan yfir. Borgnesingar áttu lokaorðið í upphafsfjórðungnum og leiddu með þremur stigum að honum loknum, 18-15. Þeir voru síðan sterkari í öðrum leikhluta, náðu snemma að slíta sig frá gest- unum og höfðu tíu stiga forskot í hléinu, 42-32. Sindramenn mættu ákveðnir til síðari hálfleiks, minnkuðu forystu Skallagríms um helming fyrstu þrjár mínúturnar en þá tóku Borgnes- ingar við sér. Þeir skoruðu 23 stig gegn átta það sem eftir lifði þriðja leikhluta og leiddu með 20 stigum fyrir lokafjórðunginn, 67-47. Þar héldu Skallagrímsmenn upptekn- um hætti. Mest leiddu þeir með 27 stigum, um miðjan fjórða leik- hluta. Gestirnir náðu aðeins að laga stöðuna það sem eftir lifði leiks, en sigur Skallagríms var aldrei í hættu. Lokatölur voru 85-71, Skallagrími í vil. Kenneth Simms var stigahæst- ur í liði Skallagríms með 16 stig og tíu fráköst að auki. Davíð Guð- mundsson og Kristján Örn óm- arsson skoruðu 13 stig hvor, Arnar Smári Bjarnason var með tíu stig og sex stoðsendingar, Almar Örn Björnsson skoraði níu stig og tók sjö fráköst, Isaiah Coddon skoraði níu stig einnig, Marinó Þór Pálma- son var með átta stig og Hjalti Ás- berg Þorleifsson skoraði sjö stig og tók tíu fráköst. Ignas Dauksys skoraði 18 stig og tók tólf fráköst fyrir Sindra, Stef- an Knazevic var með 18 stig sömu- leiðis og ellefu fráköst og Árni Birgir Þorvarðarson skoraði tólf stig. Skallagrímur lyfti sér með sigr- inum upp í sjötta sæti deildarinnar. Eftir átta leiki hafa Borgnesingar fjögur stig, tveimur stigum meira en Sindri í sætinu fyrir neðan en tveimur stigum á eftir Álftnes- ingum. Síðarnefnda liðið er ein- mitt næsti mótherji Borgnesinga. Skallagrímur og Álftanes mætast í Borgarnesi á morgun, fimmtudag- inn 28. nóvember. kgk/ Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Sameiginleg knattspyrnuæfing allra kvennaflokka ÍA var hald- in síðastliðinn miðvikudag. Þar fengu ungar og upprennandi knattspyrnukonur frá 7. flokki og upp úr að æfa með fyrirmyndum sínum úr meistaraflokki. „Gaman var að sjá yngri iðkendur með fyr- irmyndum sínum á æfingu,“ segir á vef KFÍA. Æfingin var skipulögð af þjálf- urum félagsins, sem fengu leik- menn meistaraflokks til að útskýra og sýna yngri iðkendum æfingarn- ar sem teknar voru fyrir þennan daginn. „Iðkendur okkar eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Þær eru duglegar og öflugar og stefna allar á að spila með meist- araflokki ÍA eftir nokkur ár.“ kgk/ Ljósm. KFÍA. Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu stóð fyrir ár- legu jólamóti í frjálsum íþrótt- um í íþróttahúsinu í Stykkishólmi sunnudaginn 24. nóvember síðast- liðinn. Fjöldi barna af Snæfellsnesi mætti og keppti í þeim greinum sem boðið var uppá en keppt var í spretthlaupi, langstökki með og án atrennu, kúluvarpi og hástökki. Gleðin var í fyrirrúmi hjá krökkun- um sem stóðu sig vel. tfk Snæfellskonur töpuðu naumlega gegn Breiða- bliki, 73-68, þegar liðin mættust í spennandi leik í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikið var í Kópavogi á laugardaginn. Jafnt var á með liðunum í upphafi leiks, en Snæfell náði síðan góðri rispu og sex stiga forystu um miðj- an fyrsta leikhluta. Blikar svöruðu fyrir sig og kom- ust yfir, en Snæfellskonur áttu lokaorðið í upphafs- leikhlutanum og leiddu með einu stigi að honum loknum, 20-21. Leikurinn var í járnum og liðin skipt- ust á að leiða þar til seint í fyrri hálfleik. Breiðablik kláraði annan leikhluta af krafti og leiddi með fjór- um stigum í hléinu, 33-29. Heimaliðið hélt síð- an forystunni allan þriðja leikhlutann, en Snæfells- konur voru þó aldrei langt undan. Fimm stigum mun- aði fyrir lokafjórðunginn, 57-52 og leikurinn galop- inn. Snæfellskonur komu mjög ákveðnar til fjórða leikhluta og voru ekki lengi að gera forskot Breiðabliks að engu. En Blikar náðu yfirhönd- inni á nýjan leik. Góður kafli skil- aði þeim átta stiga forystu þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Snæfells- konur minnkuðu muninn í þrjú stig en nær komust þær ekki. Leikn- um lauk því með fimm stiga sigri Breiðabliks, 73-68. Gunnhildur Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Skallagríms með 30 stig og tók hún fimm fráköst að auki. Veera Pirttinen skoraði 17 stig og tók sjö fráköst, Helga Hjör- dís Björgvinsdóttir var með átta stig og sjö fráköst, Rebekka Rán Karls- dóttir skoraði sjö stig, Tinna Guð- rún Alexandersdóttir var með fjög- ur stig og Emese Vida skoraði tvö stig og tók tíu fráköst. Danni Williams var atkvæðamest í liði Breiðabliks með 36 stig og 13 fráköst og Paula Tarnachowicz skoraði tíu stig og tók sjö fráköst. Snæfell situr í sjötta sæti deild- arinnar með fjögur stig, jafn mörg og Breiðablik sem er í sætinu fyr- ir neðan en fjórum stigum á eftir Haukum í sætinu fyrir ofan. Næsti leikur Snæfells er í kvöld, miðviku- daginn 27. nóvember, þegar lið- ið mætir Íslandsmeisturum Vals í Stykkishólmi. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Skallagrímskonur völtuðu yfir Hauka, 55-83, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfu- knattleik. Leikið var í Hafnarfirði á föstudagskvöld. Skallagrímskonur voru mjög öfl- ugar í upphafsfjórðungnum, kom- ust í 3-20 og leiddu með 17 stigum eftir fyrsta leikhluta, 5-22. Það var þessi góða byrjun Borgnesinga sem lagði grunn að öruggum sigri liðs- ins. Í öðrum leikhluta héldu Skalla- grímskonur uppteknum hætti, skoruðu 19 stig gegn 13 og leiddu 18-41 í hálfleik. Skallagrímskonur slógu ekkert af eftir hléið. Þær léku vel í þriðja leik- hluta, skoruðu 28 stig gegn 19 stig- um Hauka og höfðu 32 stiga for- skot fyrir lokafjórðunginn. Haukar náðu aðeins að laga stöðuna í loka- fjórðungnum, minnkuðu forystu Skallagríms um fimm stig áður en lokaflautan gall. Leiknum lauk með stórsigri Skallagríms, 55-83. Emilie Sofie Hesseldal átti stór- leik fyrir Skallagrím. Hún skoraði 23 stig, tók 14 fráköst og stal fimm boltum. Keira Robinson setti upp þrennu með 14 stig, ellefu stoð- sendingar og tíu fráköst og Sig- rún Sjöfn Ámundadóttir var með 13 stig, tólf fráköst og sex stoð- sendingar. Árnína Lena Rúnars- dóttir og Clara Colding-Poulsen skoruðu sjö stig hvor, Gunnhild- ur Lind Hansdóttir og Maja Mic- halska skoruðu fjögur stig hvor og Arna Hrönn Ámundadóttir skoraði tvö stig. Jannetje Guijt skoraði 14 stig fyrir Hauka og Rósa Björk Péturs- dóttir var með tólf stig og tíu frá- köst en aðrar höfðu minna. Eftir leiki helgarinnar eru Skalla- grímskonur komnar upp í þriðja sæti deildarinnar með tíu stig, jafn mörg og Keflavík í sætinu fyr- ir neðan en tveimur stigum á eft- ir KR. Næsti leikur liðsins er úti- leikur gegn Grindavík í kvöld, mið- vikudaginn 27. nóvember. kgk/ Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Allir kvennaflokkar æfðu saman Aftur á sigurbraut Stórsigur Skallagrímskvenna Jólamót HSH fór fram í Stykkishólmi Snæfell tapaði gegn Blikum

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.