Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Side 14

Skessuhorn - 11.12.2019, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 201914 Ævintýraheimur jólanna mun ráða ríkjum í Garðalundi á Akranesi næstkomandi laugardagskvöld. Þá verður haldin hin árlega Jólagleði í Garðalundi. Hefst hún kl. 19:00 þegar kveikt verður á ljósunum hans Gutta, en að svo búnu tekur ævintýraheimur jólanna við. sem fyrr er jólagleðin ætluð öl- lum sem vita að jólasveinninn er til sem og aðstandendum þeirra. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem fastur liður í aðdraganda jólan- na á Akranesi. Gestir eru hvattir til að mæta með vasa- eða ennisljós því það er aldrei að vita hvaða skó- garverur leynast í ævintýraheimi jólanna, verur sem betra er að geta lýst upp. kgk Veðrið var ekki mjög jólalegt í snæfellsbæ fyrsta sunnudag í að- ventu. Festa varð að kveikja á jóla- trjánum á Hellissandi og í Ólafsvík vegna mikils roks og rigningar. Á öðrum sunnudegi í aðventu viðraði mun betur þó kalt væri, og var þá kveikt á jólaljósum á trjánum. Það voru þau elisabeth Halldóra Ro- loff og bjarki Már Mortensen sem aðstoðuðu við að kveikja ljósin og töldu niður, en þau eru bæði nem- endur í 1. bekk. sungin voru jóla- lög og gengið í kringum jólatréið á báðum stöðum og sáu Trausti Leó og Kristbjört Ásta um að syngja og spila fyrir bæjarbúa. Jólasveinarnir létu það ekki trufla sig þó snjólétt væri og kalt og höfðu laumast til byggða að hitt börnin. Þegar búið var að ganga í kringum jólatréin glöddu sveinarnir börnin með góð- gæti úr pokum sínum áður en þeir héldu aftur til fjalla. en þeir vildu ekki að Grýla kæmist að því að þeir hefðu farið og stoppuðu því stutt. þa Jólatrjáasala skógræktarfélag borg- arfjarðar og björgunarsveitarinnar Heiðars fer fram um næstu helgi. Félagar í skógræktarfélagi borgar- fjarðar standa vaktina í Höskuldar- gerði í Reykholti laugardaginn 14. desember milli kl. 11 og 16. Fé- lagar í björgunarsveitinni Heiðari verða í Grafarkotsskógi í Norð- urárdal bæði laugardag og sunnu- dag um komandi helgi milli kl. 11 og 16 og laugardaginn 21. desemb- er milli kl. 12 og 15. „skógarferð er skemmtileg afþreying til að velja jólatré. Fólk fer um skóginn og leit- ar uppi sitt fegursta jólatré og hegg- ur/sagar það. Tilvalið fyrir börn- in velja sitt tré,“ segir í tilkynningu frá skógræktarfélagi borgarfjarðar. Hægt verður að fá lánaðar sagir á staðnum og í boði verður að setja tréin í net svo auðveldar sé að flytja þau heim. boðið verður upp á ket- ilkaffi og kókó með smákökum auk þess sem hægt verður að hlýja sér við varðeld. Öll jólatréin verða seld fyrir 7000 krónur, óháð stærð. arg/ Ljósm. kgk. Andi jólanna mun svífa yfir vötn- um í Tónbergi á Akranesi að kvöldi fimmtudagsins 19. desember næst- komandi. Kór Akraneskirkju blæs þá til jólatónleika, sem hefjast kl. 20:30. Kórstjóri er sem fyrr sveinn Arnar sæmundsson. Hann segir að áheyrendur megi búast við fjöl- breyttri og skemmtilegir efnisskrá. „efnisskráin er uppbyggð af út- setningum og lögum eftir írskt tón- skáld sem heitir Michael McGlynn. Hann er írskur kórstjóri, tónskáld og útsetjari sem ég kynntist fyrir kannski tíu árum síðan, þegar ég byrjaði að kaupa af honum nótur,“ segir sveinn Arnar í samtali við skessuhorn. „Hann hefur komið til Íslands, tekið ástfóstri við landi og þjóð og vill allt fyrir mann gera. Lögin sem við flytjum núna eftir hann og í hans útsetningum hafa keltneskt yfirbragð. Þetta er kelt- nesk jólamúsík, bæði lög sem hann hefur samið sjálfur og síðan útsett, þannig að áheyrendur mega eiga von á því að heyra þekkt jólalög í nýjum búningi, í bland við hefð- bundin íslensk jólalög og erlend,“ segir hann. Undirleikarar á tónleikunum verða viðar Guðmundsson á píanó og Gunnar Hrafnsson á kontra- bassa. „Auk þess munu félagar úr kórnum annast undirleik, grípa í hljóðfæri við og við í ýmsum lög- um,“ segir sveinn og bætir því við að Viðar muni einnig bregða sér í hlutverk kynnis á tónleikunum. „Þetta verður allt saman á léttu nót- unum, lifandi kynningar frá Viðari, spjall og sögur og skemmtun,“ seg- ir sveinn Arnar. „Félagar úr kórn- um munu taka lagið og í einhverj- um lögum mun ég skipta röddun- um, láta karlana syngja sér og kon- urnar sér. einnig er von á leyni- gesti og verður það kynnt þegar nær dregur,“ bætir hann við. „Þetta verður allt saman létt og skemmti- legt. boðið verður upp á kaffi og piparkökur í hléinu og jólastemn- ingin mun svífa yfir vötnum,“ segir sveinn Arnar að endingu. Áhugasömum er bent á að miða- sala hefst í versluninni bjargi á Akranesi á föstudaginn, 13. des- ember en einnig verða seldir miðar á tix.is. kgk Á mánudaginn tóku 57 ungir sund- menn á aldrinum 7-10 ára frá ÍA og Aftureldingu þátt í sund- móti í bjarnalaug á Akranesi. Var þetta annað mótið þeirra af fjór- um í mótaröð ÍA og Afturelding- ar. „Þetta er hluti af því að kenna ungum sundmönnum að taka þátt í sundmótum og gera þau öruggari fyrir það sem framundan er,“ seg- ir í tilkynningu frá sundfélagi ÍA. Fyrsta mótið var haldið hjá Aftur- eldingu og fjölgaði keppendum um tólf á milli móta. „sennilega hefur fermetrafjöldi í bjarnalaug sjaldan verið eins vel nýttur, en gera má ráð fyrir að um 130 manns hafi verið saman komnir á þessum skemmti- lega degi,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að krakkarnir hafi synt tvær ferðir baksund og tvær ferð- ir skriðsund og staðið sig mjög vel. „Þetta er framtíðin okkar og verð- ur spennandi að fylgjast með þeim áfram.“ Þriðja mótið verður haldið í Mosfellsbæ eftir áramót. arg Jólatrjáasala í Borg- arbyggð um helgina Frá sundmóti í Bjarnalaug á mánudaginn. Ljósm. aðsend. Ungir sundmenn kepptu í Bjarnalaug á mánudaginn Kór Akraneskirkju blæs til jólatónleika „Jólastemningin mun svífa yfir vötnum“ Gestir Jólagleði í Garðalundi mega búast við því að hitta fyrir alls kyns verur á ferð sinni um ævintýraheim jólanna. Ljósm. úr safni/jho. Jólagleði í Garðalundi á laugardagskvöld Jólasveinarnir kíktu aðeins við þegar kveikt var á jólaljósum á jólatrjám í Snæ- fellsbæ. Jólaljós tendruð í Snæfellsbæ

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.