Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Síða 23

Skessuhorn - 11.12.2019, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 2019 23 Löng hefð er fyrir því að nem- endur í brekkubæjarskóla á Akra- nesi haldi nokkrar morgunstund- ir á hverju skólaári og þar af er ein jólamorgunstund sem haldin var síðastliðinn föstudagsmorgun. „Líkt og venjulega sáu nemendur um öll skemmtiatriði og þau léku undir öllum söng,“ segir Hjörv- ar Gunnarsson, kennari í brekku- bæjarskóla. Að þessu sinni voru það nemendur í fyrsta, sjöunda og áttunda bekk sem fluttu atriði fyr- ir foreldra og aðra gesti sem komu til að njóta stundarinnar með nem- endum. Auk þess sem húsbandið, skipað nemendum af unglingastigi, lék undir hópsöng. „Fyrsti bekkur söng Jólasveinninn kemur í kvöld, sjöundi bekkur söng enn jólin og áttundi bekkur söng Ég hlakka svo til. Auk þess söng kór brekkubæj- arskóla lagið Dansaðu vindur. Það voru þær Heiðrún Hámundardótt- ir og Gunnhildur Vilhjálmsdótt- ir sem sáu um stjórn húsbands og kórs og höfðu umsjón með æfing- um,“ segir Hjörvar og bætir því við að nemendur hafi einnig fengið af- hentar viðurkenningar fyrir að iðka góðar dygðir á árinu. „Hefð er fyrir því að nemendur og starfsfólk endi á dansi og engin breyting var á því. Í lok Morgunstundar tóku allir upp hald og dönsuðu enskan vals,“ segir Hjörvar. arg Frá jólamorgunstund í Brekkubæjarskóla á föstudaginn. Ljósm. Hjörvar Gunnarsson. Jólamorgunstund í Brekkubæjarskóla Það getur verið vandasamt að skera út laufabrauð. Það var notaleg jólastemning á Brákarhlíð. Hægt var að gæða sér á piparkökum á meðan laufabrauðin voru skorin út. Starfsfólkið skar líka út laufabrauð. Laufabrauðsgerð í Brákarhlíð. Svo var setið og spjallað þegar búið var að skera út nokkur laufabrauð. Sumir létu sér nægja að hluta á jólatónlistina og gæða sér á piparkökum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.