Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 201924 sólveig Ásgeirsdóttir í stykkis- hólmi sendi í lok nóvember frá sér sína fyrstu bók. ber hún heitið bláa ský og er safn prósaljóða og smá- sagna sem sólveig hefur skrifað í áranna rás. „Ég hef lengi verið að skrifa en hingað til hefur það lent ofan í skúffu, eins og hjá mörgum,“ segir sólveig létt í bragði í samtali við skessuhorn. „síðan gerðist það að ein góð vinkona mín, Hanna Jónsdóttir, hvatti mig til að sækja um styrk hjá lista- og menningar- sjóði stykkishólmsbæjar. Ég gerði það, fékk styrk um síðustu áramót og þá bara bretti ég upp ermarnar. Ég átti fullt af efni, en þurfti auð- vitað að fara yfir það allt og fín- pússa og svona,“ segir hún. Náttúran fyrirferðamikil sem fyrr segir inniheldur bók- in prósaljóð og smásögur. Höf- undurinn segir að efnistök þeirra séu af ýmsum toga. „Ég skrifa um alls konar hugleiðingar, lífið og til- veruna, bæði í ljóðunum og smá- sögunum. Náttúran er fyrirferða- mikil, hvort sem það er krummi eða fíflarnir eða mosinn eða fjöllin, sem eru svo stórfengleg. Ég er mik- ið náttúrubarn og hef alltaf verið. Mér hefur alltaf þótt gott að vera úti við, fara í göngur og fæ yfirleitt hugmyndir í göngum og útivist. Þá nóta ég oft eitthvað hjá mér, bara á símann, og vinn síðan út frá því. Ætli það megi ekki segja að nátt- úran sé minn helsti innblástur,“ segir sólveig, „og ekki má gleyma Guði og gæfunni. Guð er stór part- ur af mínu lífi og læðist trúin óhjá- kvæmilega inn í textann hjá mér á stöku stað,“ bætir hún við. Mjög góðar viðtökur Áhugasömum er bent á að bláa ský er eingöngu til sölu í bókaverzlun breiðafjarðar í stykkishólmi. „bók- in var prentuð í eitt hundrað ein- tökum, þetta er tilraunaútgáfa. enn eru einhverjar bækur eftir, en þær hafa selst duglega. Mögulega verð- ur upplagið stækkað ef bókin selst upp, ég ætla að halda því opnu,“ segir sólveig, en hún hefur feng- ið góðar viðtökur. „Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast, enda aldrei gefið út bók áður. en það hefur verið virkilega skemmti- legt og ég er búin að fá þvílíkt góð- ar viðtökur og góð viðbrögð, sem er virkilega ánægjuleg,“ segir hún ánægð. Peningarnir gagnist íbúunum ekki nóg með að sólveig hafi aldrei gefið út bók áður, heldur lætur hún allan ágóðann af sölu hennar renna til góðs málefnis. „Allur ágóðinn af sölunni rennur óskiptur til Holl- vinasamtaka Dvalarheimlis aldr- aðra hér í stykkishólmi. Ég vann þar í mörg ár og vil með þessu þakka fyrir mig og láta gott af mér leiða,“ segir hún. „Hollvinasam- tökin eru mjög drífandi samtök, hafa staðið fyrir ýmsum verkefn- um sem hafa aukið lífsgæði íbú- anna á dvalarheimlinu. Til dæm- is hafa samtökin smíðað pall sem sárvantaði, keypt stóla og útihús- gögn og fleira fyrir íbúana,“ segir hún. „samtökin hafa alveg frjálsar hendur hvað þau nota ágóðann af sölu bókanna í, hvort sem það er til tækjakaupa eða jafnvel í ferða- sjóð íbúa eða eitthvað slíkt. Ég vil bara að peningarnir gagnist íbúun- um og ég veit að hollvinasamtök- in munu sjá til þess,“ segir sólveig Ásgeirsdóttir að endingu. Agnar Jónasson, formaður Hollvinasamtaka Dvalarheimilis aldraðra í stykkishólmi, vill koma á framfæri þakklæti fyrir gjöfina frá samtökunum. „Þetta er frá- bær gjöf og við hjá samtökunum erum innilega þakklát fyrir hana og fyrir það hvað fólk hugsar vel til okkar,“ segir Agnar í samtali við skessuhorn. kgk/ Ljósm. Kristín Hannesdóttir. Árleg bókaveisla Grunnskóla snæ- fellsbæjar fór fram í Félagsheim- ilinu Klifi miðvikudaginn 4. des- ember. bókaveislan er fyrir löngu búin að festa sig í sessi í viðburð- um sem haldnir eru í bæjarfélag- inu í desember. Það eru nemendur 10. bekkjar grunnskólans sem hafa veg og vanda af bókaveislunni með dyggri aðstoð kennara og foreldra sinna. Nemendur sjá um að kynna þá höfunda sem koma hverju sinni. Þeir vinna kynningarnar í skól- anum, enda er viðburðurinn hluti af námi nemenda. Þeim höfund- um sem koma er boðið upp á kjöt- súpu í skólanum áður en bókaveisl- an hefst, sem starfsfólk í eldhúsi skólans býr til. Að þessu sinni voru það þau Auður Jónsdóttir með bók- ina Tilfinningabyltingin, eva björg Ægisdóttir með bókina stelpur sem ljúga, Halldór Laxness Halldórs- son, eða Dóri DNA, með bókina Kokkál, Hildur Knútsdóttir með bókina Nornina og Hjalti Hall- dórsson með bókina Ys og þys út af öllu. Í hléi seldu nemendur kaffi og dýrindis kökur og fór ágóðinn í sjóð krakkanna, sem stefna á út- skriftarferð í vor. þa Tónlistarskóli Grundarfjarðar hélt árlega jólatónleika í Grundarfjarð- arkirkju miðvikudaginn 4. des- ember síðastliðinn. Þar spiluðu og sungu nemendur tónlistarskólans nokkur vel valin jólalög fyrir gesti og þétt var setið í kirkjunni þennan eftirmiðdag. tfk Rithöfundar sem komu á Bókaveislu í Klifi á miðvikudaginn í síðustu viku. Bókaveisla í Klifi Þessir duglegu söngnem- endur þöndu raddböndin í tilefni dagsins. Nemendur í gítarfræðum slá á létta jólastrengi. Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar Bláa ský er fyrsta bók Sólveigar Ásgeirsdóttur Gefur hollvinasamtökum allan ágóðann af sölunni Bogi Thorarensen Bragason les upp úr bókinni fyrir íbúa dvalarheimilisins. Sólveig Ásgeirsdóttir og Bogi Thorarensen Bragason, eiginmaður hennar, fyrir miðju, ásamt stjórnarmönnum Hollvinasam- taka Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi, þeim Agnari Jónassyni (t.v.) og Dagbjörtu Hrafnkelsdóttur (t.h.). Sólveig lætur ágóðann af sölu bókarinnar renna til hollvinasamtakanna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.