Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Page 30

Skessuhorn - 11.12.2019, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 201930 MT: stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað ætlar þú að hafa í matinn á aðfangadag? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Lena Björk Bjarkadóttir: „svínahamborgarhrygg.“ Stefanía Rakel Engilbertsdóttir: „svínahamborgarhrygg.“ Sigríður Rafnsdóttir: „Ég verð með hamborgar- hrygg.“ Sóley Birta Grímsdóttir: „Hamborgarhrygg.“ Einar Haraldsson: „Ég ætla að vera með hamborg- arhrygg.“ skallagrímsmenn máttu játa sig sigraða gegn breiðabliki, 131-89, þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á sunnudagskvöld. Leikið var í Kópavogi. Heimamenn höfðu undirtökin frá fyrstu mínútu. Þeir voru öflugri í upphafsfjórðungnum og leiddu með tíu stigum að honum loknum, 32-22. Þeir héldu síðan áfram að auka forskot sitt jafnt og þétt í öðr- um leikhluta og voru 21 stigi yfir þegar hálfleiksflautan gall, 68-47. blikar komu ákveðnir til síðari hálfleiks og komust 32 stigum yfir snemma í þriðja leikhluta. Þá tók skallagrímur smá rispu og minnk- aði muninn í 87-66, en blikar áttu lokaorðið í leikhlutanum og leiddu 97-69 fyrir lokafjórðunginn. Þar juku þeir forskot sitt enn frekar og sigruðu að lokum með 42 stigum, 131-89. Isaiah Coddon var stigahæstur í liði skallagríms með 28 stig og hann tók sex fráköst að auki. Krist- ján Örn Ómarsson skoraði tólf stig og tók sex fráköst, Hjalti Ás- berg Þorleifsson skoraði ellefu stig, Almar Örn björnsson skoraði tíu stig og tók sex fráköst, Marinó Þór Pálmason skoraði níu stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar, Ásbjörn baldvinsson skoraði sjö stig og þeir Arnar smári bjarnason og Gunnar Örn Ómarsson skoruðu sex stig hvor. Árni elmar Hrafnsson var at- kvæðamestur blika með 23 stig, snorri Vignisson skoraði 20, Larry Thomas var með 18 stig, níu stolna bolta, fimm fráköst og fimm stoð- sendingar, sveinbjörn Jóhannesson skoraði 14 stig og tók sjö fráköst, steinar snær Guðmundsson skor- aði ellefu stig og Hilmar Pétursson var með tíu stig og tólf stoðsend- ingar. skallagrímur hefur fjögur stig í sjöunda sæti deildarinnar, tveimur stigum meira en liðin fyrir neðan en fjórum stigum á eftir liði Álft- nesinga. Næsti leikur skallagríms er Vesturlandsslagur gegn snæfelli í borgarnesi á morgun, fimmtudag- inn 12. desember. kgk snæfell vann góðan sigur á Grinda- vík, 87-75, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfu- knattleik á miðvikudagskvöld. Leikið var í stykkishólmi. Leikurinn var jafn og spennandi framan af. snæfellskonur leiddu með þremur stigum eftir upphafs- fjórðunginn, 23-20. en gestirnir voru ekki langt undan og snemma í öðrum leikhluta náðu þeir for- ystunni. eftir að liðin hentu for- skotinu á milli sín næstu mínúturn- ar náðu Grindvíkingar góðum kafla undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með sex stigum í hléinu, 41-47. snæfellskonur komu mjög ákveðnar til síðari hálfleiks og voru ekki lengi að snúa taflinu sér í vil. Um miðjan þriðja leikhluta voru þær komnar yfir á nýjan leik. Þær héldu uppteknum hætti út leik- hlutann og höfðu ellefu stiga for- skot fyrir lokafjórðunginn, 69-58. snæfell var sterkara í fjórða leik- hluta, komst mest 16 stigum yfir þegar hann var hálfnaður. Grind- víkingar náðu að laga stöðuna að- eins áður en leikurinn var úti, en snæfell vann að lokum góðan tólf stiga sigur, 87-75. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti frábæran leik fyrir snæfell á báðum endum vallarins. Hún skoraði 27 stig, gaf átta stoðsendingar, tók sex fráköst, stal fjórum boltum og varði tvö skot. Veera Pirttinen skoraði 18 stig og tók sjö fráköst, Anna soffía Lárusdóttir var með 13 stig og sjö fráköst, Tinna Guðrún Alexanders- dóttir skoraði 13 stig, emese Vida var með níu stig og 14 fráköst og Rebekka Rán Karlsdóttir skoraði sjö stig og gaf fimm stoðsendingar. Ólöf Rún Óladóttir var atkvæða- mest í liði gestanna með 26 stig, Natalía Jenný Jónsdóttir skoraði 14 stig og elísabeth Ýr Ægisdóttir skoraði tíu. snæfellskonur hafa sex stig í sjötta sæti deildarinnar, tveimur stigum meira en breiðablik en eru sex stigum á eftir Haukum í sæt- inu fyrir ofan. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Haukum í kvöld, miðvikudaginn 11. desember. kgk Nýverið skrifuðu fjórir ungir knatt- spyrnumenn undir samning við ÍA. Þetta eru þeir brynjar snær Páls- son, Gísli Laxdal Unnarsson, Mar- teinn Theodórsson og sigurður Hrannar Þorsteinsson. sömdu þeir allir við ÍA til ársins 2021. Hafa þeir allir verið lykilmenn í 2. flokks liði ÍA/Kára/skallagríms, sem hampaði Íslandsmeistaratitlin- um undanfarin tvö keppnistímabil. brynjar snær hefur leikið 27 leiki með meistaraflokkum ÍA, Kára og skallagríms, þar af einn í Pepsi Max deildinni og 14. með Kára í 2. deild. Gísli Laxdal er fæddur árið 2001 og hefur leikið tvo leiki með Kára í 2. deild og sömuleiðis þrjá leiki með skallagrími í 3. deild. Marteinn er fæddur árið 2001 og hefur leikið tvo leiki með Kára í 2. deild og 23 með skallagrími í 3. og 4. deild. sigurður Hrannar er fæddur árið 2000 og hefur leikið tíu leiki með meistaraflokki ÍA, þar af einn í efstu deild og sjö leiki með Kára. kgk Valdís Þóra Jónsdóttir hafnaði í 50. sæti á lokamóti evrópumótarað- arinnar í golfi sem fram fór í Ke- nýa um síðustu helgi. eftir að hafa lyft sér upp í 27. sæti mótsins með frábærum þriðja keppnishring lauk hún keppni með sveiflukenndum hring á sunnudag. eftir níu holur var Valdís á sex höggum yfir pari, eftir að hafa fengið skolla, skramba og þrefaldan skolla. Á síðari níu hol- unum var annar bragur á leik Val- dísar. Hún hafði unnið þrjú högg til baka þegar hún kom á lokaholuna en þar fékk hún skramba og end- aði því hringinn á fimm yfir pari og mótið á átta höggum yfir pari sam- tals. skilaði það henni í 50. sæti. Úrslitin gera það að verkum að Valdís náði ekki að lyfta sér upp í topp-70 á stigalista mótaraðarinn- ar til að halda fullum keppnisrétti á evrópumótaröð kvenna. Hún var reyndar eins nálægt því og hægt er, því hún endar árið í 71. sæti styrk- leikalistans og verður því með tak- markaðan þátttökurétt á mótaröð- inni á næsta tímabili. Hún getur síðan farið í úrtökumót fyrir móta- röðina í janúar til að öðlast fullan keppnisrétt að nýju. kgk Fjórmenningarnir ásamt Jóhannesi Karli Guðjónssyni, þjálfara meistaraflokks karla. Ljósm. KFÍA. ÍA semur við fjóra unga leikmenn Með takmarkaðan þátttökurétt á næsta ári Gunnhildur Gunn- arsdóttir lætur vaða fyrir utan þriggja stiga línuna. Ljósm. sá. Góður sigur Snæfells Borgnesingar burstaðir Isaiah Coddon og félagar hans í Skallagrími máttu sætta sig við stórt tap gegn Breiðabliki. Ljósm. Skallagrímur.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.