Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Dec 2018, Page 32

Læknablaðið - Dec 2018, Page 32
564 LÆKNAblaðið 2018/104 ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Áratugsverk er að baki hjá háls-, nef- og eyrnalækninum Einari Thoroddsen sem sá þýdda bók sína, Víti eftir Dante, útgefna á dögunum. Bókin er glæsileg, prýdd teikningum listamannsins Ragnars Kjart- anssonar og ritstýrt af bróður Einars, Jóni Thoroddsen. „Það býr margt í Nonna,“ segir Einar og lýsir því hvernig yngri bróðir hans hvatti hann áfram. Einar nýtti tímann sinn vel því að loknu dagsverki í Svíþjóð hafði hann fært ljóðlínurnar 15.000 yfir á íslensku. „Þar hef ég fengið næði. Þar býr maður einn í íbúð við spítalann og hefur tíma með sjálfum sér til að ganga í verkið,“ seg- ir Einar með bókina fyrir framan sig. Við setjumst niður í stofunni á heimili hans í Fossvogi, þar sem sólargeislarnir teygja sig inn um gluggana og yfir ítalskan, svartglansandi flygilinn. Hann er gerður úr sama viði og frægu Steinway-píanóin, nefnir læknirinn og hellir te-i í bollana. Upptökutækið fer á borðið á milli okkar. Snjallsíminn er nýttur til að taka upp viðtalið. Leikur sér að tungumáli „Ertu með I-fón eða Samsöng?“ spyr Einar og hefur íslenskað nöfn þessara fjarskipta- risa og keppinauta. Við ræðum símana og tæknina, en Einar segir að hann sé lítið fyrir hana. „Þegar ég horfi á tölvur horfi ég á idjót og það gerir tölvan einnig. Hún horfir á idjót. Þannig að þetta er gagn- kvæmt,“ segir Einar glettinn. Hann þekkir það að færa flókna texta yfir á okkar yl- hýra mál, hefur nú þýtt bæði hinn ítalska Dante og þýska Heine. Tungumál virðast ekki flækjast fyrir honum og ítölsku lærði hann á puttanum sem skiptinemi á átt- unda áratugnum. „Ég fór sem skiptistúdent til Ítalíu árið 1974 og var fljótur að ná ítölskunni, eða um tvær vikur. Ég kunni frönsku fyrir af skólabókum og þriggja mánaða sumar- dvöl þar og hafði lesið ítölsku málfræðina áður en ég fór út,“ segir hann. „Ég á frekar auðvelt með tungumál. Sérstaklega var gagnlegt að þarna voru spænskar stelpur, skiptistúdentar líka, sem tóku okkur strákana út á vegina og við fórum á þumalfingri út um allt. Svo er maður einn í bíl með einhverju fólki og þá er talað og talað. Þetta var því intensífur Einn með Dante í Svíþjóð – Einar Thoroddsen læknir lærði ítölsku á puttaferðalagi og hefur nú þýtt meistarasmíðar Dantes frá 14. öld sem lögðu grunninn að ítölsku ritmáli Í Ásmundarsal á Skólavörðuholti um daginn, þeir bræður Nonni og Einar í fluggírnum að kynna þýðinguna á Dante. Myndir/Védís.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.