Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2018, Blaðsíða 32

Læknablaðið - des. 2018, Blaðsíða 32
564 LÆKNAblaðið 2018/104 ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Áratugsverk er að baki hjá háls-, nef- og eyrnalækninum Einari Thoroddsen sem sá þýdda bók sína, Víti eftir Dante, útgefna á dögunum. Bókin er glæsileg, prýdd teikningum listamannsins Ragnars Kjart- anssonar og ritstýrt af bróður Einars, Jóni Thoroddsen. „Það býr margt í Nonna,“ segir Einar og lýsir því hvernig yngri bróðir hans hvatti hann áfram. Einar nýtti tímann sinn vel því að loknu dagsverki í Svíþjóð hafði hann fært ljóðlínurnar 15.000 yfir á íslensku. „Þar hef ég fengið næði. Þar býr maður einn í íbúð við spítalann og hefur tíma með sjálfum sér til að ganga í verkið,“ seg- ir Einar með bókina fyrir framan sig. Við setjumst niður í stofunni á heimili hans í Fossvogi, þar sem sólargeislarnir teygja sig inn um gluggana og yfir ítalskan, svartglansandi flygilinn. Hann er gerður úr sama viði og frægu Steinway-píanóin, nefnir læknirinn og hellir te-i í bollana. Upptökutækið fer á borðið á milli okkar. Snjallsíminn er nýttur til að taka upp viðtalið. Leikur sér að tungumáli „Ertu með I-fón eða Samsöng?“ spyr Einar og hefur íslenskað nöfn þessara fjarskipta- risa og keppinauta. Við ræðum símana og tæknina, en Einar segir að hann sé lítið fyrir hana. „Þegar ég horfi á tölvur horfi ég á idjót og það gerir tölvan einnig. Hún horfir á idjót. Þannig að þetta er gagn- kvæmt,“ segir Einar glettinn. Hann þekkir það að færa flókna texta yfir á okkar yl- hýra mál, hefur nú þýtt bæði hinn ítalska Dante og þýska Heine. Tungumál virðast ekki flækjast fyrir honum og ítölsku lærði hann á puttanum sem skiptinemi á átt- unda áratugnum. „Ég fór sem skiptistúdent til Ítalíu árið 1974 og var fljótur að ná ítölskunni, eða um tvær vikur. Ég kunni frönsku fyrir af skólabókum og þriggja mánaða sumar- dvöl þar og hafði lesið ítölsku málfræðina áður en ég fór út,“ segir hann. „Ég á frekar auðvelt með tungumál. Sérstaklega var gagnlegt að þarna voru spænskar stelpur, skiptistúdentar líka, sem tóku okkur strákana út á vegina og við fórum á þumalfingri út um allt. Svo er maður einn í bíl með einhverju fólki og þá er talað og talað. Þetta var því intensífur Einn með Dante í Svíþjóð – Einar Thoroddsen læknir lærði ítölsku á puttaferðalagi og hefur nú þýtt meistarasmíðar Dantes frá 14. öld sem lögðu grunninn að ítölsku ritmáli Í Ásmundarsal á Skólavörðuholti um daginn, þeir bræður Nonni og Einar í fluggírnum að kynna þýðinguna á Dante. Myndir/Védís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.