Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Dec 2018, Page 38

Læknablaðið - Dec 2018, Page 38
570 LÆKNAblaðið 2018/104 Svo fáir læknar eru víðs vegar um land að þungi þjónustunnar hvílir á herðum eins eða örfárra lækna, sagði Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra þegar hún ávarpaði aðalfund Læknafélagsins. Bæta þurfi aðgengi allra landsmanna að heil- brigðisþjónustu hér á landi. „Það verður að vera samvinnuverkefni stjórnvalda og lækna sjálfra að tryggja viðunandi heilbrigðisþjónustu um land allt,“ sagði hún þegar hún stiklaði á helstu málum sem hún hyggðist koma í fram- kvæmd í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Svandís ræddi nýja heilbrigðisstefnu og hvernig leggja ætti aukna áherslu á heilsugæslu landsins. Minntust bæði á laun lækna Salur Læknafélagsins var þéttsetinn á þessum fyrsta aðalfundi eftir að aðildarfé- lögin urðu fjögur; Félag almennra lækna, Félag íslenskra heimilislækna, Félag sjúkrahússlækna og Læknafélag Reykja- víkur. Svandís kom einnig inn á kjör lækna og að þau væru samkeppnishæf við það sem gerist í öðrum löndum. „Þar höf- um við náð til lands,“ sagði hún. Reynir Arngrímsson, formaður Lækna- félagsins, setti fundinn og í greinargerð um starfsárið kom hann inn á kjörin og komandi kjaraviðræður. Sagði að þrátt fyrir kjarabætur í viðræðunum 2014 væri ljóst að laun lækna hefðu ekki hækkað sem skyldi, miðað við aðrar stéttir. Hann Vandi landsbyggðarinnar verði leystur Aðalfundur Læknafélagsins var haldinn 8.-9. nóvember ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Reynir formaður og Svandís ráðherra í pontu við upphaf aðalfundarins 2018, – í ársskýrslu formanns var rakin dagskrá afmælisársins sem nú er að renna sitt skeið. Félagið, læknar, Læknablaðið, Læknadagar, alls staðar hefur 100 árum í sögu félagsins verið fagnað. – Hápunkturinn var fundur alþjóðafélags lækna, WMA, í Hörpu í októberbyrjun. Myndir/gag. Ný skipan liðsheildarinnar innan LÍ gerði það að verkum að það var nýr andi og fersk stemmning á þessum aðalfundi. Mynd/Védís

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.