Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1967, Blaðsíða 10

Hugur og hönd - 01.06.1967, Blaðsíða 10
ORKERAÐIR ORKERING er falleg og skemmtileg handavinna. Til þess að orkera blúndu, dúk eða milliverk, þarf aðeins eina eða fleiri orkeringaskyttur, gott garn og heklunál, en heklunálin er notuð til þess að tengja saman boga og hringi. Orker- ingin er tvö brögð þ. e. rétthverfur hnút- ur og ranghverfur hnútur, eða einu nafni tvöfaldur hnútur. Orkeruð blúnda eða dúkur er gerð með þessum tveim brögðum í bogum og hringjum, mis- munandi stórum, með lykkjum út úr til skrauts, sem kallaðar eru lykkjulauj. Hringirnir eru venjulega gerðir með einni skyttu, en bogarnir með tveimur skyttum eða einni skyttu og hjálpar- þræði. Orkeringaskyttur eru gerðar úr ýmsum efnum eins og t. d. tré, plastefn- 3 um, fílabeini og ýmsum öðrum beinum, en algengasta garnið, sem notað er, er heklugarn í ýmsum stærðum, en einnig er mjög fallegt að orkera með hörgarni eða silkigarni. Orkeraða handavinnu þarf að þvo með varúð, í dúka er nauð- synlegt að setja svolitla línsterkju og strekkja síðan með gætni. Byrj að er að vinda garnið upj á skytt- una, en gæta verður þe?« að vinda ekl.: of mikið á, svo garnið renni ekki út af brúnum skyttunnar. Haldið er á skytt- unni í hægri hendi en bandinu í þeirri vinstri með þumalfingri og vísifingri. Svo er bandinu brugðið um hina fingur- na, og aftur er bandinu haldið með þumalfingri og vísifingri. Nú er bandið lagt yfir löngutöng hægri handar eins og 1. mynd sýnir, og eins og örin vísar til, er skyttuendanum stungið inn í lykkjuna, og hinum skyttu- endanum yfir lykkjuna til baka, án þess að snúa skyttunni. - 2. mynd sýnir hvernig hnúturinn er dreginn saman. Haldið er um lykkjuna með vísifingri og þumalfingri vinstri handar, tekið þétt 10 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.