Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1967, Blaðsíða 22

Hugur og hönd - 01.06.1967, Blaðsíða 22
JARNKOLA Erfitt er fyrir nútíðarfólk að skilja, hvernig-fyrri tíðar menn komust af með þau ljósfæri, sem þeir höfðu yfir að ráða. Fyrir daga olíulampanna, sem komu ekki til sögu fyrr en seint á 19. öld, voru öll ljós í húsum manna sann- kallaðar saltvíkurtírur, nema þá helzt tólgarkertaljós, en kerti voru hins vegar of dýr til að nota þau hversdagslega. Eitt afbrigði af gömlu lýsislömpunum var járnkolan (stundum kölluð panna), eins og sú, sem hér er sýnd. Hún er smíðuð úr járni,' 27 sm að lengd með tanganum, sem var til þess að halda í, þegar kolan var borin, en annars til að stinga honum í vegg eða gat á stoð. Kolan er með fastmótuðu lagi slíkra Ijósfæra, talsvert rennileg, lítið eitt hvelfd að neðan, bogadregin til hliða, en teygist fram á við í mjóa totu fremst fyrir fífukveikinn. Jochum Eggertsson rithöfundur fann þessa kolu í jörðu á Húsavík í Þingeyj arsýslu árið 1926 og gaf hana Þjóðminjasafninu. Hún getur verið frá miðöldum, en ógerningur er að tímasetja hana glöggt. Kristján Eldjárn. PRJÓNAÐIR INNISKÓR Stærð: 42^14. Efni: Um 1 Ví> hespa af koksgráu Grettisgarni frá Gefjunni. Prjónar: nr. 2% og tveir kúptir hnappar. Munstur: Garðaprjón, sem prjónað er slétt bæði frá réttu og röngu. Klukkuprjón: 1. umf.: + 11. sl., takið 1 1. óprj. fram af prjóninum með því að bregða prjóninum bak við þráðinn og fara aftan í lykkjuna. Liggur þá þráðurinn samhliða lykkjunni yfir prjóninn. Endurtakið frá + og endið með 1 1. sl. 2. umf.: + Takið nú óprj. 1., sem prj. var sl. í fyrri umf. og látið þráðinn liggja samhliða henni yfir prjóninn eins og áður og prj. ópr. lykkjuna og bandið saman, sem 1 1. sl.+Endurt. frá +. Endurtakið síðan 2. umf. og myndið með því heildarmunstrið. Prjónið þétt, svo skórnir togni síður eða svo 11 garðaprjónaðar 1. mæli 5 sm. Fitjið upp 2 1., prjónið garöaprjón og aukið út í enda prjóns í hverri umf. þar til 11 sm mæl- ast frá uppfitjun og eru þá um 50 1. á prjóninum. Fitjið upp 6 1. í umferðarlok (hæll) og prjónið síðan án aukninga þeim megin, en aukið út eins og áður hinum megin. Prjónið áfram þar til 13 sm mælast frá uppfitjun og prjónið þá klukkuprjón án aukninga um 7 sm. Prjónið þá aftur garðaprjún eins og áður en gagnstætt, og fellið því af og takið úr, í stað aukninga áður. Brjótið nú stykkið saman um miðjan klukkuprjúnsbekkinn, réttur saman, látið oddana mæt- ast og mælið um 8 sm niöur þá hlið þeirra, er vísar að tánni og saumið með þynntum garnþræð- inum og varpspori alla leið niður og út tána. Saumið þvert fyrir hælinn hinum megin á sama hátt. Framhald á bls. 23. 18 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.