Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1967, Blaðsíða 27

Hugur og hönd - 01.06.1967, Blaðsíða 27
Smjöröskjur skornar af Pétri Jónassyni, Sauð- árkrók. 2. bogi: 3-3-3-3-3-3-3-3 snv. x Endurtekið frá x til x átta sinnum. Hnýtt að og klippt frá. IV. umferð 1. hringur: x 3-3-3-3 s. lykkjul. í 1. boga í III. umf. (miðlykkjulaufið) 3-3-3-3 drs. hin skyttan tengd við, snv. 1. bogi: 3-3-3-3-3-3-3-3-3-3 snv. 2. hringur: 3-3-3-3 drs. og snv. 3. hringur: 3-3-3 s. lykkjul. I 2. boga í III. umf. (miðlykkjulaufið) 3-3-3 drs. 4. hringur: eins og 2. hringur drs. snv. 2. bogi: eins og 1. bogi snv. x Endurtekið frá x til x átta sinnum. Hnýtt að og klippt frá. Dúkurinn þveg- inn og settur í línsterkju. Strokinn eða strekktur með gætni. — G. H. Prjónaðir inniskór Framhald af bls. 18. Formið nú skóinn með því að teygja tána dálítið fram en koma sólanum undir hælnum saman, og er því bezt að taka samlitan garn- þráð, þræða hann í stoppunál og draga fram og aftur í klukkuprjónsmunstrið. Helzt þá formið betur um leið og sólinn styrkist. Ef vill, má til styrktar draga í allan sólann á þennan hátt eða gjarnan sníða mjóan sóla úr svörtu gallon og sauma í höndum með varp- spori og samlitu perlugarni nr. 8. Saumið að lokum hneppzlu úr ullargarninu á innri oddann á ristinni og festið tölu gegnt henni á hliðina svo oddarnir víxlist hæfilega. H. Á. Teygjast lét ég lopann minn Framhald af bls. 14. Drangshlíð. Guðfinna vann mikið af hyrnum og borðdúkum úr togi til sölu og gjafa. Hefur verið tekin kvikmynd af vinnubrögðum hennar við tog. Ur Vestur-Skaftafellssýslu hef ég fengið ágæt herðasjöl úr togi eftir Kristínu Sigurðardóttur á Búlandi, Margréti Jónsdóttur í Vík í Mýrdal og Valgerði Pálsdóttur í Vík, verk hennar í föður- garði, í Svínhaga á Rangárvöllum eða Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Agætir toghlutir voru unnir í Vík á námskeið- um hjá hannyrðakonunni góðu, Mar- gréti Lafranzdóttur. Hér hafa verið nefnd nöfn nokkurra kvenna, sem frægð hlutu fyrir togvinnu, en fjærri fer því, að þar hafi ekki marg- ar jafnmætar orðið útundan. Helga á Grjótá byrjaði að vinna tog- hyrnur um 1930. Merkiskonurnar Hall- dóra Bjarnardóttir fyrrv. ráðunautur og Hólmfríður Pétursdóttir á Arnar- vatni hafa ósjaldan borið hyrnur Helgu á Grjótá, og talar það sínu máli um snilli hennar. Sjálfur hef ég útvegað tveimur stúlkum, íslenzkri og norskri, toghyrnur frá Helgu á Grjótá, sem bera þær með þjóðbúningum, þegar mest er haft við. Þessari grein fylgir mynd af einni af toghyrnum Helgu. Eg hef viljað vekja athygli á þessum merka þætti tóvinnu, að nokkru til kynningar á liðinni verkmenningu en engu síður til hvatningar högum nú- tímakonum, sem kynnu að vilja feta í spor formæðra og gefa gömlu vinnu- efni nýtt líf og ný hlutverk. Tvíbandavettlingar Framhald af bls. 15. lykkjurnar þræddar upp á prjónana um leið. Viðbótarl. teknar upp í vikum að aftanverðu. Alls skulu 30 1. vera á þumli. Prjónið áfram eftir mynztri. Úr- taka er gerð á yztu lykkjur hvoru megin. Hægri handar vettlingur er prjónaður gagnstætt vinstri h. vettling að undan- skilinni íaukningu á þumaltungu eins og uppdr. segir til um og áður er getið. Þegar búið er að ganga vel frá öllum endum, pressið vettlingana létt undir rökum klút. HUGUR OG HÖND 23

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.