Hugur og hönd - 01.06.1967, Blaðsíða 14
stofnaður haustiö 1879 á Undirfelli í Vatnsdal, og var þar eitt ár. Næsta skólaár er
honum komið fyrir á Lækjamóti í Víðidal og tók þá Elín Briem við forstöðukonu-
starfinu við Kvennaskóla Húnvetninga. - Hún var eins og allt viturt fólk, kröfu-
hörð og ströng við sjálfa sig. Eftir þá reynzlu, sem hún hafði fengið við kennsluna,
fannst henni ýmislegt á skorta, hún venti því sínu kvæði í kross og snaraði sér út yfir
pollinn. Fór til Kaupmannahafnar og settist í skóla Nathalie Zahle, er þá fór mikið
orð af og dvaldi þar í tvo næstu vetur. — Vorið 1883 kom Elín heim aftur og tók við
stjórn Kvennaskóla Húnvetninga, sem þá var nýlega fluttur að Ytri-Ey á Skagaströnd.
Var það mikið lán fyrir skólann að fá svo vel menntaða konu til forustu, gáfaða
hugsj ónakonu, sem allt vildi leggja í sölurnar fyrir skólann sinn. — Enda gerði hún
brátt garðinn frægan. - Fyrsta vorið, sem próf voru haldin við skólann á Ytri-Ey,
gáfu prófdómendur skólanum þann vitnisburð, að framfarir í skólanum hafi verið
mjög miklar og vert sé að minnast þess með sérstöku lofsorði. - Og síðar þóttu það
sannindi um Eyjarskóla, að öllum kom hann til nokkurs þroska. — Elín Briem
stjórnaði skólanum með miklum myndarskap til vorsins 1895. Það vor giftist hún
Sæmundi Eyjólfssyni cand. theol. kennara í Rvík, en hjónaband þeirra varð skamm-
vint, ári síðar missti hún mann sinn. - Ekki lá Elín á liði sínu þó hún kæmi
til Rvíkur eftir 12 ára erfitt starf við skólann á Ey. Hún stofnaði fyrsta húsmæðra-
skóla landsins 1897 og stjórnaði honum fyrstu árin. Hún fékk frændkonu sína
Hólmfríði Gísladóttur í lið með sér, var hún fyrst kennari við skólann, en tók við
stjórninni þegar Elín hvarf aftur norður fyrir fjöllin og tók á ný við stjórn Kvenna-
skóla Húnvetninga 1901, er þá skólinn fluttur að Blönduósi og hefur hann staðið
þar síðan. Á þessum árum skrifar Elín Kvennafræðarann. Var það kærkomin bók
húsfreyjunum og ennþá er leitað til hans, einkum ef um ísl. matargerð er að ræða.